Æðarkolla ver hreiður sitt með goggi og klóm Heimir Már Pétursson skrifar 21. júní 2023 20:00 Æðarfugl nær 10-20 ára aldri og kollan verpir alltaf á sama stað ár eftir ár. Þessi kolla er greinilega orðin hvekt á ágangi tófu og arna og ekki á því að fara af hreiðri sínu þannig að Snorri Pétur gæti tínt frá henni dúninn. einkasafn Æðarkolla í Fremri-Langey á Breiðafirði var ekki alvel á því að fara af hreiðri sínu þegar Snorri Pétur Eggertsson æðarbóndi vildi taka hjá henni dúninn í vikunni. Hann segir kollurnar hvektar á tófu og örnum sem hafi af þeim eggin og þessi hafi reynst einstaklega baráttuglöð. Á myndbandinu með þessari frétt heyrum við í Snorra Pétri ávarpa æðarkolluna: „Jæja, viltu leyfa mér að taka dúninn þinn. ...má ég sjá,“ en nei, hún var ekki alveg á því að yfirgefa hreiðrið. Snorri Pétur Eggertsson og eiginkona hans Svava María Þórðardóttir með börnum þeirra Jóhönnu Björk, Einari Elís, Kolfinnu Björk og Hraftinnu Björk með hluta af dúntekjunni.einkasafn Snorri Pétur og fjölskylda hans hafa nýtt æðardún í Fremri-Langey áratugum saman. Undanfarin ár hefur tekjan verið 11 til 12 kíló á ári frá um 600 hreiðrum. En þegar mest var fyrir um 15 árum voru hreiðrin um 1.300. Snorri Pétur Eggertsson og fjölskylda hans hafa hirt dún úr æðarvarpi í Fremri-Langey áratugum saman.einkasafn Allt frá því tófan var friðuð fyrir tæpum þrjátíu árum og tók að fjölga sér segir Snorri Pétur að refurinn leiti víðar að fæði og syndi um 100 metra út í eyjuna. Þá taki örninn sitt. Arnarpörin á svæðinu hafi flest verið fimm fyrir nokkrum árum og séu nú tvö. Snorri Péturs segir æðarkolluna sækja í skjól mannfólksins og uni sér vel við leik barna sem fæli bæði ref og erni frá hreiðrunum. Þær séu yfirleitt mjög hændar að manninum en þessi hafi greinilega fengið nóg af ágangi í hreiður sitt á undanförnum árum og hafi ekki ætlað að gefa sig. Um sex hundruð fuglar eru í æðavarpinu í Fremri-Langey á Breiðarfirði. Ágangur tófu og arna hefur gengið á stofninn en fyrir um 15 árum voru 1.300 hreiður í eynni.einkasafn En samtali manns og æðarfugls gaf kollan sig að lokum þannig að Snorri Pétur náði að tína dúninn frá henni. Tólf kílóa tekja á þessu ári ætti að duga í allt að fimmtán dúnsængur. Ágætis búbót það, í sæmilegri sátt æðarfugls og manna. Mjög skemmtilegt myndband fylgir þessari frétt. Fuglar Dýr Dalabyggð Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Á myndbandinu með þessari frétt heyrum við í Snorra Pétri ávarpa æðarkolluna: „Jæja, viltu leyfa mér að taka dúninn þinn. ...má ég sjá,“ en nei, hún var ekki alveg á því að yfirgefa hreiðrið. Snorri Pétur Eggertsson og eiginkona hans Svava María Þórðardóttir með börnum þeirra Jóhönnu Björk, Einari Elís, Kolfinnu Björk og Hraftinnu Björk með hluta af dúntekjunni.einkasafn Snorri Pétur og fjölskylda hans hafa nýtt æðardún í Fremri-Langey áratugum saman. Undanfarin ár hefur tekjan verið 11 til 12 kíló á ári frá um 600 hreiðrum. En þegar mest var fyrir um 15 árum voru hreiðrin um 1.300. Snorri Pétur Eggertsson og fjölskylda hans hafa hirt dún úr æðarvarpi í Fremri-Langey áratugum saman.einkasafn Allt frá því tófan var friðuð fyrir tæpum þrjátíu árum og tók að fjölga sér segir Snorri Pétur að refurinn leiti víðar að fæði og syndi um 100 metra út í eyjuna. Þá taki örninn sitt. Arnarpörin á svæðinu hafi flest verið fimm fyrir nokkrum árum og séu nú tvö. Snorri Péturs segir æðarkolluna sækja í skjól mannfólksins og uni sér vel við leik barna sem fæli bæði ref og erni frá hreiðrunum. Þær séu yfirleitt mjög hændar að manninum en þessi hafi greinilega fengið nóg af ágangi í hreiður sitt á undanförnum árum og hafi ekki ætlað að gefa sig. Um sex hundruð fuglar eru í æðavarpinu í Fremri-Langey á Breiðarfirði. Ágangur tófu og arna hefur gengið á stofninn en fyrir um 15 árum voru 1.300 hreiður í eynni.einkasafn En samtali manns og æðarfugls gaf kollan sig að lokum þannig að Snorri Pétur náði að tína dúninn frá henni. Tólf kílóa tekja á þessu ári ætti að duga í allt að fimmtán dúnsængur. Ágætis búbót það, í sæmilegri sátt æðarfugls og manna. Mjög skemmtilegt myndband fylgir þessari frétt.
Fuglar Dýr Dalabyggð Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira