Fær skilaboð frá ókunnugum Ágúst Beinteinn Árnason skrifar 22. júní 2023 13:40 Ísabella Þorvaldsdóttir ræddi Miss Supranational keppnina við Gústa B á FM957. ARNÓR TRAUSTI „Ef maður vinnur Miss Supranational þá flyturðu til Bangkok og verður með þennan titil í ár og gerir alls konar skemmtilegt. Þú færð að ferðast um heiminn, vinna alls konar góðgerðarstörf svo þetta er voða stórt. Engin íslensk stelpa hefur unnið Miss Supranational hingað til en kannski við breytum því í ár,“ segir Ísabella Þorvaldsdóttir hlæjandi. Ísabella hlaut titilinn Miss Supranational Iceland í fyrrasumar og nú heldur hún til Póllands þar sem hún mætir sömu titilhöfum frá sextíu og sjö öðrum löndum. „Það verður mjög gaman að sjá alla þessa menningu koma saman. Ég er náttúrulega búin að sjá þessar stelpur, svo fallegar, allar geggjaðar. Ég er búin að tala við nokkrar, svo skemmtilegar og ég hlakka mjög mikið til að fá að hitta þær in person.“ Hér í spilaranum fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Ísabellu. Vill opna umræðuna um líffæragjafir „Í Supranational þá erum við öll með góðgerðarstarf sem við vinnum í okkar landi. Ég er að vinna með Barnaspítalanum og mig langar mjög mikið að safna pening fyrir þau í framtíðinni. Ég stend fyrir líffæragjöf þar sem ég fékk nýra úr pabba mínum þegar ég var þiggja ára.“ Þá vill Ísabella opna umræðuna um líffæragjafir: „Mig langar að gera það svona ekki tabú lengur.“ Ísabella var aðeins þriggja ára þegar hún gekk undir nýrnaskiptiaðgerð.INSTAGRAM Margir þættir sem dómararnir taka inn í jöfnuna „Það er náttúrulega alltaf horft á það hvernig þú berð þig, hvernig þú ert á sviði, hvernig þú kemur fram og hvernig þú talar,“ segir Ísabella um það sem dómararnir skoða þegar raðað er í sæti. „Við tölum við dómarana í svona dómaraviðtali. Þá eru þeir bara að dæma hvernig þú ert.“ Aðspurð hvernig tilfinning það sé að standa fyrir framan dómara sem gefa henni einkunn segir Ísabella það stressandi: „Dómarinn er bara að horfa á þig: Hmm hvernig ber hún sig? Hvernig svarar hún? Ég held að það sé mest stressandi parturinn en líka ótrúlega gaman.“ Hún segir ferlið vera mjög uppbyggjandi og sjálfstraustið búið að fara hækkandi eftir keppnina. Eru þetta ekki bara einhverjar stelpur að labba? „Þetta er stórt show. Það eru margir sem hugsa: Eru þetta ekki bara einhverjar stelpur að labba? En þetta er svo mikið stærra. Þetta er alveg bara glimmerið og ljósin og náttúrulega djókin hjá Evu [Ruza], sem er náttúrulega yndisleg,“ segir Ísabella varðandi Miss Universe Iceland keppnina hér heima. Skemmtikrafturinn Eva Ruza hefur séð um að kynna hana. „Manúela [Ósk] og Jorge, eigendur keppninnar, hafa gert þetta virkilega skemmtilegt og mjög svona safe. Allar stelpurnar sem keppa líður ótrúlega vel hjá þeim og líður vel með að fara á þetta svið.“ Þá bætir Ísabella við að þær stelpurnar fái góða og mikla þjálfun áður en þær stíga á stóra sviðið: „Svo það er engin stelpa sem líður illa.“ ARNÓR TRAUSTI Flýgur út til Póllands á sunnudaginn „Ég fer út á sunnudaginn, þetta er bara að gerast,“segir Ísabella sem er bersýnilega spennt fyrir komandi ferðalagi. „Ég verð þarna í þrjár vikur fyrir keppni svo það verður spennandi.“ Keppnin sjálf er haldin 14. júlí í borginni Nowy Sącz og stelpurnar sem keppa sitja ekki auðum höndum þangað til. „Við erum alltaf að gera eitthvað á hverjum einasta degi. Það er alls konar góðgerðarstarfsemi sem við vinnum með. Við erum náttúrulega á æfingum alla daga fyrir þetta seinasta show. Líka að kynnast og bara njóta, ég þarf að muna að njóta og hafa gaman.“ Ísabella segir mikilvægt að leyfa stressinu ekki að taka yfir. „Ég er svona að reyna að hugsa um þetta sem eitthvað skemmtilegt því ég myndi örugglega verða mjög stressuð ef ég væri að hugsa bara: Guð, ég verð þarna á sviðinu, allir horfandi á mig og dómararnir að dæma mig. Svo ég reyni að hugsa um þetta sem eitthvað skemmtilegt og tækifæri til þess að hafa gaman og kynnast öllum.“ Þá hefur Ísabella líka fengið skilaboð úr ókunnugum áttum. „Þetta er svakalegt því það er mikið af fólki sem sendir á mig og mér finnst það svolítið skrýtið þar sem ég er bara stelpa úr Garðabæ og svo kemur eitthvað fólk sem er bara: Oh my god. Ég held með þér. Og ég er bara: Ó, ókei.“ Hægt verður að horfa á keppnina Miss Supranational 2023 í beinu streymi á Youtube hinn 14. júlí. „Allir að styðja Ísland,“ segir Ísabella Þorvaldsdóttir að lokum. FM957 Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Sjá meira
Ísabella hlaut titilinn Miss Supranational Iceland í fyrrasumar og nú heldur hún til Póllands þar sem hún mætir sömu titilhöfum frá sextíu og sjö öðrum löndum. „Það verður mjög gaman að sjá alla þessa menningu koma saman. Ég er náttúrulega búin að sjá þessar stelpur, svo fallegar, allar geggjaðar. Ég er búin að tala við nokkrar, svo skemmtilegar og ég hlakka mjög mikið til að fá að hitta þær in person.“ Hér í spilaranum fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Ísabellu. Vill opna umræðuna um líffæragjafir „Í Supranational þá erum við öll með góðgerðarstarf sem við vinnum í okkar landi. Ég er að vinna með Barnaspítalanum og mig langar mjög mikið að safna pening fyrir þau í framtíðinni. Ég stend fyrir líffæragjöf þar sem ég fékk nýra úr pabba mínum þegar ég var þiggja ára.“ Þá vill Ísabella opna umræðuna um líffæragjafir: „Mig langar að gera það svona ekki tabú lengur.“ Ísabella var aðeins þriggja ára þegar hún gekk undir nýrnaskiptiaðgerð.INSTAGRAM Margir þættir sem dómararnir taka inn í jöfnuna „Það er náttúrulega alltaf horft á það hvernig þú berð þig, hvernig þú ert á sviði, hvernig þú kemur fram og hvernig þú talar,“ segir Ísabella um það sem dómararnir skoða þegar raðað er í sæti. „Við tölum við dómarana í svona dómaraviðtali. Þá eru þeir bara að dæma hvernig þú ert.“ Aðspurð hvernig tilfinning það sé að standa fyrir framan dómara sem gefa henni einkunn segir Ísabella það stressandi: „Dómarinn er bara að horfa á þig: Hmm hvernig ber hún sig? Hvernig svarar hún? Ég held að það sé mest stressandi parturinn en líka ótrúlega gaman.“ Hún segir ferlið vera mjög uppbyggjandi og sjálfstraustið búið að fara hækkandi eftir keppnina. Eru þetta ekki bara einhverjar stelpur að labba? „Þetta er stórt show. Það eru margir sem hugsa: Eru þetta ekki bara einhverjar stelpur að labba? En þetta er svo mikið stærra. Þetta er alveg bara glimmerið og ljósin og náttúrulega djókin hjá Evu [Ruza], sem er náttúrulega yndisleg,“ segir Ísabella varðandi Miss Universe Iceland keppnina hér heima. Skemmtikrafturinn Eva Ruza hefur séð um að kynna hana. „Manúela [Ósk] og Jorge, eigendur keppninnar, hafa gert þetta virkilega skemmtilegt og mjög svona safe. Allar stelpurnar sem keppa líður ótrúlega vel hjá þeim og líður vel með að fara á þetta svið.“ Þá bætir Ísabella við að þær stelpurnar fái góða og mikla þjálfun áður en þær stíga á stóra sviðið: „Svo það er engin stelpa sem líður illa.“ ARNÓR TRAUSTI Flýgur út til Póllands á sunnudaginn „Ég fer út á sunnudaginn, þetta er bara að gerast,“segir Ísabella sem er bersýnilega spennt fyrir komandi ferðalagi. „Ég verð þarna í þrjár vikur fyrir keppni svo það verður spennandi.“ Keppnin sjálf er haldin 14. júlí í borginni Nowy Sącz og stelpurnar sem keppa sitja ekki auðum höndum þangað til. „Við erum alltaf að gera eitthvað á hverjum einasta degi. Það er alls konar góðgerðarstarfsemi sem við vinnum með. Við erum náttúrulega á æfingum alla daga fyrir þetta seinasta show. Líka að kynnast og bara njóta, ég þarf að muna að njóta og hafa gaman.“ Ísabella segir mikilvægt að leyfa stressinu ekki að taka yfir. „Ég er svona að reyna að hugsa um þetta sem eitthvað skemmtilegt því ég myndi örugglega verða mjög stressuð ef ég væri að hugsa bara: Guð, ég verð þarna á sviðinu, allir horfandi á mig og dómararnir að dæma mig. Svo ég reyni að hugsa um þetta sem eitthvað skemmtilegt og tækifæri til þess að hafa gaman og kynnast öllum.“ Þá hefur Ísabella líka fengið skilaboð úr ókunnugum áttum. „Þetta er svakalegt því það er mikið af fólki sem sendir á mig og mér finnst það svolítið skrýtið þar sem ég er bara stelpa úr Garðabæ og svo kemur eitthvað fólk sem er bara: Oh my god. Ég held með þér. Og ég er bara: Ó, ókei.“ Hægt verður að horfa á keppnina Miss Supranational 2023 í beinu streymi á Youtube hinn 14. júlí. „Allir að styðja Ísland,“ segir Ísabella Þorvaldsdóttir að lokum.
FM957 Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Sjá meira