„Þetta eru bestu mögulegu fréttir sem við gátum fengið“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 21. júní 2023 12:49 Zak, til vinstri á myndinni, vill ekki koma fram undir fullu nafni eða að birt sé mynd af honum í íslenskum fjölmiðlum, af ótta við rússnesk stjórnvöld. Systir hans Daria, í miðju, býr hér á landi með kærasta hennar Goða, til hægri. aðsend Zak, hælisleitandi af mongólskum uppruna sem er með rússneskt ríkisfang, og sendur var úr landi í lögreglufylgd til Spánar í gær er nú á leið til Georgíu til að hefja nýtt líf. Kona sem tengist honum fjölskylduböndum segir þungu fargi létt af fjölskyldunni. Nú skömmu fyrir hádegi fékk fjölskylda Zak gleðitíðindi að sögn Hildar Blöndals Sveinsdóttur en tengdadóttir hennar er systir Zak. „Við vorum að fá þær stórkostlegu fréttir að hann var að komast í gegnum vegabréfaskoðun á Spáni og hann er leið til Georgíu,“ segir Hildur með grátstafinn í kverkunum. „Þetta er búið að vera svo mikill tilfinningarússíbani,“ segir hún og bætir við að þetta hafi verið bestu mögulegu fréttir sem þau hafi getað fengið. Greint hefur verið frá máli Zak undanfarna daga. Honum var neitað um alþjóðlega vernd hér á landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og aftur eftir efnislega meðferð. Hann kom til Íslands eftir að hafa verið á flótta undan herkvaðningu í heimalandi sínu, Rússlandi.Eftir að Útlendingastofnun hafnaði Zak um vernd vildi hann komast til Georgíu þar sem kærasta hans er nú búsett en fékk ekki vegabréf sitt afhent af íslenskum yfirvöldum. Í gær var Zak sendur úr landi í lögreglufylgd til Spánar og óttaðist fjölskylda hans hér á landi það versta við komuna til Spánar, að hann yrði sendur til Rússlands.Hildur segir Zak hafa verið gríðarlega stressaðan í morgun enda hafi hann ekki vitað hvað biði sín. Þungu fargi sé nú létt af fjölskyldunni, þau muni þó ekki fagna endanlega fyrr en þau fá mynd af Zak á flugvellinum í Georgíu ásamt kærustu sinni. Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Verður sendur úr landi á morgun og óttast að verða fallbyssufóður Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa þar sem hann verður að óbreyttu sendur úr landi með lögreglufylgd á morgun. Hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en fær vegabréf sitt ekki afhent frá Útlendingastofnun og eru örlög hans því í höndum spænskra yfirvalda, þar sem hann hafði fengið spænska vegabréfsáritun inn á Schengensvæðið. 19. júní 2023 07:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Nú skömmu fyrir hádegi fékk fjölskylda Zak gleðitíðindi að sögn Hildar Blöndals Sveinsdóttur en tengdadóttir hennar er systir Zak. „Við vorum að fá þær stórkostlegu fréttir að hann var að komast í gegnum vegabréfaskoðun á Spáni og hann er leið til Georgíu,“ segir Hildur með grátstafinn í kverkunum. „Þetta er búið að vera svo mikill tilfinningarússíbani,“ segir hún og bætir við að þetta hafi verið bestu mögulegu fréttir sem þau hafi getað fengið. Greint hefur verið frá máli Zak undanfarna daga. Honum var neitað um alþjóðlega vernd hér á landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og aftur eftir efnislega meðferð. Hann kom til Íslands eftir að hafa verið á flótta undan herkvaðningu í heimalandi sínu, Rússlandi.Eftir að Útlendingastofnun hafnaði Zak um vernd vildi hann komast til Georgíu þar sem kærasta hans er nú búsett en fékk ekki vegabréf sitt afhent af íslenskum yfirvöldum. Í gær var Zak sendur úr landi í lögreglufylgd til Spánar og óttaðist fjölskylda hans hér á landi það versta við komuna til Spánar, að hann yrði sendur til Rússlands.Hildur segir Zak hafa verið gríðarlega stressaðan í morgun enda hafi hann ekki vitað hvað biði sín. Þungu fargi sé nú létt af fjölskyldunni, þau muni þó ekki fagna endanlega fyrr en þau fá mynd af Zak á flugvellinum í Georgíu ásamt kærustu sinni.
Hælisleitendur Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Verður sendur úr landi á morgun og óttast að verða fallbyssufóður Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa þar sem hann verður að óbreyttu sendur úr landi með lögreglufylgd á morgun. Hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en fær vegabréf sitt ekki afhent frá Útlendingastofnun og eru örlög hans því í höndum spænskra yfirvalda, þar sem hann hafði fengið spænska vegabréfsáritun inn á Schengensvæðið. 19. júní 2023 07:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Verður sendur úr landi á morgun og óttast að verða fallbyssufóður Hælisleitandi, af mongólskum uppruna og með rússneskt ríkisfang, óttast það að verða fallbyssufóður í innrásarstríði Rússa þar sem hann verður að óbreyttu sendur úr landi með lögreglufylgd á morgun. Hann vill hefja nýtt líf í Georgíu, þar sem kærasta hans er nú búsett, en fær vegabréf sitt ekki afhent frá Útlendingastofnun og eru örlög hans því í höndum spænskra yfirvalda, þar sem hann hafði fengið spænska vegabréfsáritun inn á Schengensvæðið. 19. júní 2023 07:00