Hvalamálin verða einnig áfram til umræðu og við heyrum í Stefáni Vagni Stefánssyni formanni atvinnuveganefndar sem segir nefndina koma saman hið snarasta til að ræða ákvörðun matvælaráðherra um að setja tímabundið bann á hvalveiðar sem hefðu átt að hefjast í dag.
Að auki fjöllum við um íbúðamarkaðinn en í nýrri Hagsjá Landsbankans kemur fram að íbúðaverð fari nú hækkandi á ný þrátt fyrir tilraunir til að kæla markaðinn.
Einnig verður rætt við bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar sem horfir nú til þess að brátt hefjist mikið uppbyggingaskeið í bænum eftir áratuga hnignun.