Fyrsti maðurinn sem greindur var með einhverfu er látinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. júní 2023 06:28 Donald Triplett naut stuðnings og blómstraði, ólíkt þeim börnum sem voru vistuð á stofnunum. Wikimedia Commons/Yuval Levental Donald Triplett er látinn, 89 ára. Hann lést af völdum krabbameins. Triplett starfaði sem gjaldkeri í banka og ferðaðist víða um heim en hans er minnst fyrir að vera fyrsti einstaklingurinn sem var greindur með einhverfu. Washington Post er meðal þeirra miðla sem hafa greint frá andláti Triplett en í umfjöllun blaðsins er greint frá því hversu ólíkur hann var öðrum börnum, þegar hann var að alast upp í litlum bæ í Mississippi. Triplett veitti foreldrum sínum litla athygli né öðrum sem reyndu að ná til hans. Hann var afar upptekinn af því að láta hringlótta hluti hringsnúast og talaði öðruvísi en aðrir; notaði til að mynda „þú“ í stað „ég“ og endurtók ítrekað orð á borð við „fyrirtæki“ (e. business) og „tryggðarblóm“ (e. chrysanthemum). Þá hafði Triplett ýmsa einstaka hæfileika og gat nefnt nótur um leið og þær voru spilaðar og gert flókna útreikninga í huganum. Uppeldi Triplett og hegðun var lýst í vísindagrein árið 1943, þar sem geðlæknirinn Leo Kanner fjallaði um það sem nú kallast einhverfa. Tíu önnur börn komu við sögu í vísindagreinni en flest höfðu verið vistuð á opinberum stofnunum vegna samskipta- og hegðunarvandamála. Kanner fylgdi börnunum eftir 30 árum síðar og komst að því að stofnanavistin jafngilti „lífstíðardómi“, þar sem börnin hefðu hörfað algjörlega inn í sig. Triplett var hins vegar tekinn í sátt af nærumhverfi sínu og naut stuðnings fjölskyldu sinnar, sem hafði efni á því að fá aðstoð fyrir hann. Þá var stofnaður sjóður fyrir hann og hann útskrifaðist úr menntaskóla og fékk starf sem gjaldkeri í banka. Hann spilaði golf, söng í kór og ferðaðist til yfir 30 landa, eins síns liðs. „Donald fékk tækifæri til að fást við það sem hann hafði ástríðu fyrir og áhuga á og honum tókst að skapa sér hamingjuríkt líf á eigin forsendum,“ segir Christopher Banks, forseti og framkvæmdastjóri Autism Society. Árið 2016 var gefin út bók um Triplett, In a Different Key, sem varð síðar gerðað heimildarmynd. Bandaríkin Heilbrigðismál Andlát Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Sjá meira
Washington Post er meðal þeirra miðla sem hafa greint frá andláti Triplett en í umfjöllun blaðsins er greint frá því hversu ólíkur hann var öðrum börnum, þegar hann var að alast upp í litlum bæ í Mississippi. Triplett veitti foreldrum sínum litla athygli né öðrum sem reyndu að ná til hans. Hann var afar upptekinn af því að láta hringlótta hluti hringsnúast og talaði öðruvísi en aðrir; notaði til að mynda „þú“ í stað „ég“ og endurtók ítrekað orð á borð við „fyrirtæki“ (e. business) og „tryggðarblóm“ (e. chrysanthemum). Þá hafði Triplett ýmsa einstaka hæfileika og gat nefnt nótur um leið og þær voru spilaðar og gert flókna útreikninga í huganum. Uppeldi Triplett og hegðun var lýst í vísindagrein árið 1943, þar sem geðlæknirinn Leo Kanner fjallaði um það sem nú kallast einhverfa. Tíu önnur börn komu við sögu í vísindagreinni en flest höfðu verið vistuð á opinberum stofnunum vegna samskipta- og hegðunarvandamála. Kanner fylgdi börnunum eftir 30 árum síðar og komst að því að stofnanavistin jafngilti „lífstíðardómi“, þar sem börnin hefðu hörfað algjörlega inn í sig. Triplett var hins vegar tekinn í sátt af nærumhverfi sínu og naut stuðnings fjölskyldu sinnar, sem hafði efni á því að fá aðstoð fyrir hann. Þá var stofnaður sjóður fyrir hann og hann útskrifaðist úr menntaskóla og fékk starf sem gjaldkeri í banka. Hann spilaði golf, söng í kór og ferðaðist til yfir 30 landa, eins síns liðs. „Donald fékk tækifæri til að fást við það sem hann hafði ástríðu fyrir og áhuga á og honum tókst að skapa sér hamingjuríkt líf á eigin forsendum,“ segir Christopher Banks, forseti og framkvæmdastjóri Autism Society. Árið 2016 var gefin út bók um Triplett, In a Different Key, sem varð síðar gerðað heimildarmynd.
Bandaríkin Heilbrigðismál Andlát Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Sjá meira