Þingmanni Sjálfstæðisflokks brugðið við ákvörðun Svandísar Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2023 15:45 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sér sé brugðið vegna ákvörðunar ráðherra. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir það fara eftir því hvernig matvælaráðherra vinni úr málinu, hvort tímabundið bann hennar á hvalveiðum hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ákvað í morgun að banna veiðar á langreyð tímabundið til 31. ágúst á grundvelli eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og áliti fagráðs. Veiðar á vegum Hvals hf. áttu að hefjast á morgun og allt klárt vegna þeirra. „Manni er smá brugðið við þetta. Sérstaklega hvað ákvörðunin er tekin fljótt án þess að eiga eitthvað samráð eða leyfa fagaðilum að veita einhvers konar andmæli svör við þessari skýrslu fagráðsins,“ segir Vilhjálmur. Þetta væri mjög stórt inngrip þar sem yfir hundrað manns hefðu verið að gera sig klára og búnir að gera ráðstafanir fyrir sumarið til að starfa í þessari atvinnugrein. Ástæða væri til að efast um að ráðherra hefði lagastoð til að taka þessa ákvörðun. „Miðað við hvað þetta er stór ákvörðun á skömmum tíma þá óttast maður að svo sé ekki. Ég held að það sé mjög erfitt að taka svona stóra ákvörðun á svona skömmum tíma,” segir Vilhjálmur er í vinnuferð á Spáni. Margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst mikilli óánægju með þessa ákvörðun ráðherrans í samtali við fréttastofu. Það er því spurning hvort þetta hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. „Það hlýtur að fara svolítið eftir því hvernig verður unnið úr þessu máli. Ég sé að ráðherrann er að opna á það að hún sé að hefja samtal við fagaðila núna og fara betur yfir lagalega stöðu á þessari ákvörðun. Við skulum sjá hvort það gerist ekki bara hratt og vel og hvað kemur út úr því,” segir Vilhjálmur. Hann geri sér vonir um að hægt verði að hefja veiðarnar áður en tímabundið bann ráðherrans renni úr gildi. „Ég geri mér vonir um að það sé hægt að leysa úr málunum fyrr. Mun fyrr. Það er nauðsynlegt,” segir Vilhjálmur Árnason. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ákvað í morgun að banna veiðar á langreyð tímabundið til 31. ágúst á grundvelli eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og áliti fagráðs. Veiðar á vegum Hvals hf. áttu að hefjast á morgun og allt klárt vegna þeirra. „Manni er smá brugðið við þetta. Sérstaklega hvað ákvörðunin er tekin fljótt án þess að eiga eitthvað samráð eða leyfa fagaðilum að veita einhvers konar andmæli svör við þessari skýrslu fagráðsins,“ segir Vilhjálmur. Þetta væri mjög stórt inngrip þar sem yfir hundrað manns hefðu verið að gera sig klára og búnir að gera ráðstafanir fyrir sumarið til að starfa í þessari atvinnugrein. Ástæða væri til að efast um að ráðherra hefði lagastoð til að taka þessa ákvörðun. „Miðað við hvað þetta er stór ákvörðun á skömmum tíma þá óttast maður að svo sé ekki. Ég held að það sé mjög erfitt að taka svona stóra ákvörðun á svona skömmum tíma,” segir Vilhjálmur er í vinnuferð á Spáni. Margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst mikilli óánægju með þessa ákvörðun ráðherrans í samtali við fréttastofu. Það er því spurning hvort þetta hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. „Það hlýtur að fara svolítið eftir því hvernig verður unnið úr þessu máli. Ég sé að ráðherrann er að opna á það að hún sé að hefja samtal við fagaðila núna og fara betur yfir lagalega stöðu á þessari ákvörðun. Við skulum sjá hvort það gerist ekki bara hratt og vel og hvað kemur út úr því,” segir Vilhjálmur. Hann geri sér vonir um að hægt verði að hefja veiðarnar áður en tímabundið bann ráðherrans renni úr gildi. „Ég geri mér vonir um að það sé hægt að leysa úr málunum fyrr. Mun fyrr. Það er nauðsynlegt,” segir Vilhjálmur Árnason.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira