Þingmanni Sjálfstæðisflokks brugðið við ákvörðun Svandísar Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2023 15:45 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sér sé brugðið vegna ákvörðunar ráðherra. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir það fara eftir því hvernig matvælaráðherra vinni úr málinu, hvort tímabundið bann hennar á hvalveiðum hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ákvað í morgun að banna veiðar á langreyð tímabundið til 31. ágúst á grundvelli eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og áliti fagráðs. Veiðar á vegum Hvals hf. áttu að hefjast á morgun og allt klárt vegna þeirra. „Manni er smá brugðið við þetta. Sérstaklega hvað ákvörðunin er tekin fljótt án þess að eiga eitthvað samráð eða leyfa fagaðilum að veita einhvers konar andmæli svör við þessari skýrslu fagráðsins,“ segir Vilhjálmur. Þetta væri mjög stórt inngrip þar sem yfir hundrað manns hefðu verið að gera sig klára og búnir að gera ráðstafanir fyrir sumarið til að starfa í þessari atvinnugrein. Ástæða væri til að efast um að ráðherra hefði lagastoð til að taka þessa ákvörðun. „Miðað við hvað þetta er stór ákvörðun á skömmum tíma þá óttast maður að svo sé ekki. Ég held að það sé mjög erfitt að taka svona stóra ákvörðun á svona skömmum tíma,” segir Vilhjálmur er í vinnuferð á Spáni. Margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst mikilli óánægju með þessa ákvörðun ráðherrans í samtali við fréttastofu. Það er því spurning hvort þetta hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. „Það hlýtur að fara svolítið eftir því hvernig verður unnið úr þessu máli. Ég sé að ráðherrann er að opna á það að hún sé að hefja samtal við fagaðila núna og fara betur yfir lagalega stöðu á þessari ákvörðun. Við skulum sjá hvort það gerist ekki bara hratt og vel og hvað kemur út úr því,” segir Vilhjálmur. Hann geri sér vonir um að hægt verði að hefja veiðarnar áður en tímabundið bann ráðherrans renni úr gildi. „Ég geri mér vonir um að það sé hægt að leysa úr málunum fyrr. Mun fyrr. Það er nauðsynlegt,” segir Vilhjálmur Árnason. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ákvað í morgun að banna veiðar á langreyð tímabundið til 31. ágúst á grundvelli eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar og áliti fagráðs. Veiðar á vegum Hvals hf. áttu að hefjast á morgun og allt klárt vegna þeirra. „Manni er smá brugðið við þetta. Sérstaklega hvað ákvörðunin er tekin fljótt án þess að eiga eitthvað samráð eða leyfa fagaðilum að veita einhvers konar andmæli svör við þessari skýrslu fagráðsins,“ segir Vilhjálmur. Þetta væri mjög stórt inngrip þar sem yfir hundrað manns hefðu verið að gera sig klára og búnir að gera ráðstafanir fyrir sumarið til að starfa í þessari atvinnugrein. Ástæða væri til að efast um að ráðherra hefði lagastoð til að taka þessa ákvörðun. „Miðað við hvað þetta er stór ákvörðun á skömmum tíma þá óttast maður að svo sé ekki. Ég held að það sé mjög erfitt að taka svona stóra ákvörðun á svona skömmum tíma,” segir Vilhjálmur er í vinnuferð á Spáni. Margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst mikilli óánægju með þessa ákvörðun ráðherrans í samtali við fréttastofu. Það er því spurning hvort þetta hafi áhrif á stjórnarsamstarfið. „Það hlýtur að fara svolítið eftir því hvernig verður unnið úr þessu máli. Ég sé að ráðherrann er að opna á það að hún sé að hefja samtal við fagaðila núna og fara betur yfir lagalega stöðu á þessari ákvörðun. Við skulum sjá hvort það gerist ekki bara hratt og vel og hvað kemur út úr því,” segir Vilhjálmur. Hann geri sér vonir um að hægt verði að hefja veiðarnar áður en tímabundið bann ráðherrans renni úr gildi. „Ég geri mér vonir um að það sé hægt að leysa úr málunum fyrr. Mun fyrr. Það er nauðsynlegt,” segir Vilhjálmur Árnason.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira