Frakkar með fullt hús stiga í B-riðli eftir 1-0 sigur á Grikkjum Siggeir Ævarsson skrifar 19. júní 2023 21:30 Kylian Mbappe skoraði eina mark Frakklands úr vítaspyrnu í seinni hálfleik og setti franskt met í markaskorun í öllum keppnum með lands- og félagsliði. Vísir/Getty Frakkland er með fullt hús stiga í B-riði í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Grikkland. Frakkar hafa oft leikið betur en í kvöld en það kom ekki í veg fyrir að þeim tækist að landa sigri. Grikkir vörðust vel og létu Frakka hafa töluvert fyrir hlutunum í kvöld. Mavropanos hljóp þó mögulega full mikið kapp í kinn en hann fékk rautt spjald á 70. mínútu og kláruðu Grikkir leikinn manni færri. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu og var það markahrókurinn Mbappe sem skoraði. Var þetta 54. mark hans á tímabilinu, samanlagt með félags- og landsliði, sem er franskt met. @KMbappe becomes the top French scorer in a single season, for club and country combined.He surpasses Just Fontaine with his 54th strike #FiersdetreBleus pic.twitter.com/4g8VwOYn0E— French Team (@FrenchTeam) June 19, 2023 Frakkar hafa nú farið taplausir í gengum ellefu síðustu leiki sína í undankeppni EM, og unnið níu af þeim. Fyrir leikinn höfðu Grikkir unnið sjö af átta keppnisleikjum sínum, og verða að teljast nokkuð líklegir til að taka annað sætið í riðlinum, að því gefnu að Frakkland haldi áfram á sama skriði og taki efsta sætið. Það er þó ekki hægt að ganga að neinu vísu í þessum riðli, nema kannski að örlandið Gíbraltar endar alveg örugglega í neðsta sæti, en Írland lagði þá auðvelda 3-0 í kvöld þar sem leikmenn Gíbraltar sáu aldrei til sólar. Síðasta þjóðin í riðlinum er svo Holland, sem töpuðu fyrir Frökkum í fyrstu umferð 4-0 en lögðu svo Gíbraltar 3-0. Þeir eiga ekki leik næst fyrr en í september þar sem þeir mæta Grikkjum, sem gæti orðið algjör lykilleikur upp á framhaldið í riðlinum að gera. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Grikkir vörðust vel og létu Frakka hafa töluvert fyrir hlutunum í kvöld. Mavropanos hljóp þó mögulega full mikið kapp í kinn en hann fékk rautt spjald á 70. mínútu og kláruðu Grikkir leikinn manni færri. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu og var það markahrókurinn Mbappe sem skoraði. Var þetta 54. mark hans á tímabilinu, samanlagt með félags- og landsliði, sem er franskt met. @KMbappe becomes the top French scorer in a single season, for club and country combined.He surpasses Just Fontaine with his 54th strike #FiersdetreBleus pic.twitter.com/4g8VwOYn0E— French Team (@FrenchTeam) June 19, 2023 Frakkar hafa nú farið taplausir í gengum ellefu síðustu leiki sína í undankeppni EM, og unnið níu af þeim. Fyrir leikinn höfðu Grikkir unnið sjö af átta keppnisleikjum sínum, og verða að teljast nokkuð líklegir til að taka annað sætið í riðlinum, að því gefnu að Frakkland haldi áfram á sama skriði og taki efsta sætið. Það er þó ekki hægt að ganga að neinu vísu í þessum riðli, nema kannski að örlandið Gíbraltar endar alveg örugglega í neðsta sæti, en Írland lagði þá auðvelda 3-0 í kvöld þar sem leikmenn Gíbraltar sáu aldrei til sólar. Síðasta þjóðin í riðlinum er svo Holland, sem töpuðu fyrir Frökkum í fyrstu umferð 4-0 en lögðu svo Gíbraltar 3-0. Þeir eiga ekki leik næst fyrr en í september þar sem þeir mæta Grikkjum, sem gæti orðið algjör lykilleikur upp á framhaldið í riðlinum að gera.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira