Áhyggjur af auknum hnífaburði: „Stutt hjá hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum” Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. júní 2023 12:04 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægi rannsóknardeild segir að lögregla hafi lengi haft áhyggjur af auknum vopnaburði, ekki síst þegar kemur að hnífum. Maður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið félaga sínum að bana með hníf á laugardaginn. Vísir/Arnar Lögregla hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum. Yfirheyrslur yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á laugardagsmorgun hafa gengið vel að sögn yfirlögregluþjóns. Lögreglu barst tilkynning um meðvitundarlaus mann á bílaplani í iðnaðarhverfi í Drangahrauni í Hafnarfirði snemma á laugardagsmorgun. Þegar lögreglu bar að var maðurinn úrskurðaður látinn og í kjölfarið voru tveir menn handteknir. Öðrum var sleppt úr haldi fljótlega en hinn hefur verið úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Sá er grunaður um að hafa orðið manninum að bana með hníf. Að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns í miðlægri rannsóknardeild lögreglu hafa yfirheyrslur yfir manninum gengið vel. „Hann var yfirheyrður á laugardaginn og hefur ekki verið yfirheyrður síðan. Í gær vorum við svo að vinna með þau gögn sem við öfluðum á laugardaginn og svona til að reyna skýra myndina. Við teljum að þrátt fyrir að ekki sé langt um liðið séum við komnir með nokkuð góða mynd af því hvernig þessi atburður varð.“ Mennirnir bjuggu saman í húsnæðinu við Drangarhraun. Hinn látni er á fimmtugsaldri en sá sem grunaður er um verknaðinn er á fertugsaldri. Þeir eru báðir pólskir ríkisborgarar. Að sögn Gríms er sá grunaði ekki með sakaferil að baki. Þetta er þriðja morðmálið hér á landi á rúmum tveimur mánuðum. Grímur vill ekki tjá sig um það hvort morðvopnið hafi fundist en segir að lögregla hafi miklar áhyggjur af auknum vopnaburði. „Þá sérstaklega hvað varðar hnífa. Það er stutt hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum.” Hvað varðar fjölda manndrápsmála segir Grímur að ekki sé hægt að draga miklar ályktanir af því þó málin séu nú þrjú á tiltölulega skömmum tíma. Maðurinn fannst látinn á bílaplani í iðnaðarhverfi í Drangahrauni í Hafnarfirði. Sá látni og hinn grunaði bjuggu saman í húsnæðinu. Skjáskot/Já.is Hafnarfjörður Lögreglumál Manndráp í Drangahrauni Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um meðvitundarlaus mann á bílaplani í iðnaðarhverfi í Drangahrauni í Hafnarfirði snemma á laugardagsmorgun. Þegar lögreglu bar að var maðurinn úrskurðaður látinn og í kjölfarið voru tveir menn handteknir. Öðrum var sleppt úr haldi fljótlega en hinn hefur verið úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Sá er grunaður um að hafa orðið manninum að bana með hníf. Að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns í miðlægri rannsóknardeild lögreglu hafa yfirheyrslur yfir manninum gengið vel. „Hann var yfirheyrður á laugardaginn og hefur ekki verið yfirheyrður síðan. Í gær vorum við svo að vinna með þau gögn sem við öfluðum á laugardaginn og svona til að reyna skýra myndina. Við teljum að þrátt fyrir að ekki sé langt um liðið séum við komnir með nokkuð góða mynd af því hvernig þessi atburður varð.“ Mennirnir bjuggu saman í húsnæðinu við Drangarhraun. Hinn látni er á fimmtugsaldri en sá sem grunaður er um verknaðinn er á fertugsaldri. Þeir eru báðir pólskir ríkisborgarar. Að sögn Gríms er sá grunaði ekki með sakaferil að baki. Þetta er þriðja morðmálið hér á landi á rúmum tveimur mánuðum. Grímur vill ekki tjá sig um það hvort morðvopnið hafi fundist en segir að lögregla hafi miklar áhyggjur af auknum vopnaburði. „Þá sérstaklega hvað varðar hnífa. Það er stutt hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum.” Hvað varðar fjölda manndrápsmála segir Grímur að ekki sé hægt að draga miklar ályktanir af því þó málin séu nú þrjú á tiltölulega skömmum tíma. Maðurinn fannst látinn á bílaplani í iðnaðarhverfi í Drangahrauni í Hafnarfirði. Sá látni og hinn grunaði bjuggu saman í húsnæðinu. Skjáskot/Já.is
Hafnarfjörður Lögreglumál Manndráp í Drangahrauni Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira