Áhyggjur af auknum hnífaburði: „Stutt hjá hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum” Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. júní 2023 12:04 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægi rannsóknardeild segir að lögregla hafi lengi haft áhyggjur af auknum vopnaburði, ekki síst þegar kemur að hnífum. Maður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið félaga sínum að bana með hníf á laugardaginn. Vísir/Arnar Lögregla hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum. Yfirheyrslur yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á laugardagsmorgun hafa gengið vel að sögn yfirlögregluþjóns. Lögreglu barst tilkynning um meðvitundarlaus mann á bílaplani í iðnaðarhverfi í Drangahrauni í Hafnarfirði snemma á laugardagsmorgun. Þegar lögreglu bar að var maðurinn úrskurðaður látinn og í kjölfarið voru tveir menn handteknir. Öðrum var sleppt úr haldi fljótlega en hinn hefur verið úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Sá er grunaður um að hafa orðið manninum að bana með hníf. Að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns í miðlægri rannsóknardeild lögreglu hafa yfirheyrslur yfir manninum gengið vel. „Hann var yfirheyrður á laugardaginn og hefur ekki verið yfirheyrður síðan. Í gær vorum við svo að vinna með þau gögn sem við öfluðum á laugardaginn og svona til að reyna skýra myndina. Við teljum að þrátt fyrir að ekki sé langt um liðið séum við komnir með nokkuð góða mynd af því hvernig þessi atburður varð.“ Mennirnir bjuggu saman í húsnæðinu við Drangarhraun. Hinn látni er á fimmtugsaldri en sá sem grunaður er um verknaðinn er á fertugsaldri. Þeir eru báðir pólskir ríkisborgarar. Að sögn Gríms er sá grunaði ekki með sakaferil að baki. Þetta er þriðja morðmálið hér á landi á rúmum tveimur mánuðum. Grímur vill ekki tjá sig um það hvort morðvopnið hafi fundist en segir að lögregla hafi miklar áhyggjur af auknum vopnaburði. „Þá sérstaklega hvað varðar hnífa. Það er stutt hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum.” Hvað varðar fjölda manndrápsmála segir Grímur að ekki sé hægt að draga miklar ályktanir af því þó málin séu nú þrjú á tiltölulega skömmum tíma. Maðurinn fannst látinn á bílaplani í iðnaðarhverfi í Drangahrauni í Hafnarfirði. Sá látni og hinn grunaði bjuggu saman í húsnæðinu. Skjáskot/Já.is Hafnarfjörður Lögreglumál Manndráp í Drangahrauni Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um meðvitundarlaus mann á bílaplani í iðnaðarhverfi í Drangahrauni í Hafnarfirði snemma á laugardagsmorgun. Þegar lögreglu bar að var maðurinn úrskurðaður látinn og í kjölfarið voru tveir menn handteknir. Öðrum var sleppt úr haldi fljótlega en hinn hefur verið úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald. Sá er grunaður um að hafa orðið manninum að bana með hníf. Að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns í miðlægri rannsóknardeild lögreglu hafa yfirheyrslur yfir manninum gengið vel. „Hann var yfirheyrður á laugardaginn og hefur ekki verið yfirheyrður síðan. Í gær vorum við svo að vinna með þau gögn sem við öfluðum á laugardaginn og svona til að reyna skýra myndina. Við teljum að þrátt fyrir að ekki sé langt um liðið séum við komnir með nokkuð góða mynd af því hvernig þessi atburður varð.“ Mennirnir bjuggu saman í húsnæðinu við Drangarhraun. Hinn látni er á fimmtugsaldri en sá sem grunaður er um verknaðinn er á fertugsaldri. Þeir eru báðir pólskir ríkisborgarar. Að sögn Gríms er sá grunaði ekki með sakaferil að baki. Þetta er þriðja morðmálið hér á landi á rúmum tveimur mánuðum. Grímur vill ekki tjá sig um það hvort morðvopnið hafi fundist en segir að lögregla hafi miklar áhyggjur af auknum vopnaburði. „Þá sérstaklega hvað varðar hnífa. Það er stutt hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum.” Hvað varðar fjölda manndrápsmála segir Grímur að ekki sé hægt að draga miklar ályktanir af því þó málin séu nú þrjú á tiltölulega skömmum tíma. Maðurinn fannst látinn á bílaplani í iðnaðarhverfi í Drangahrauni í Hafnarfirði. Sá látni og hinn grunaði bjuggu saman í húsnæðinu. Skjáskot/Já.is
Hafnarfjörður Lögreglumál Manndráp í Drangahrauni Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent