Óskar þess oft að hún hefði aldrei unnið Opna bandaríska meistaramótið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. júní 2023 11:00 Emma Raducanu hefur þurft að glíma við ými líkamleg og andleg vandamál síðan hún vann Opna bandaríska meistaramótið í tennis. Tim Clayton/Corbis via Getty Images Breska tenniskonan Emma Raducanu opnaði sig á dögunum um andlega og líkamlega efiðleika sem hún hefur þurft að glíma við síðan hún vann Opna bandaríska risamótið í tennis árið 2021. Raducanu skaust upp á stjörnuhimininn í tennisheiminum þegar hún varð sú fyrsta í sögunni til að sigra Opna bandaríska meistaramótið eftir að hafa unnið sér inn þátttökurétt á úrtökumóti, þá aðeins 18 ára gömul. Síðan þá hefur tennisferillinn hins vegar ekki náð jafn miklu flugi og vonast var eftir og Raducanu hefur þurft að glíma við mikil og erfið meiðsli. Hún er nú frá keppni eftir að hafa gengist undir aðgerð á úlnlið og handlegg. „Ég hef átt í vandræðum með líkamlega hlutann, en andlegi hlutinn var eitthvað sem var líka virkilega erfitt fyrir mig,“ sagði Raducanu í samtali við The Times. „Ég hef alltaf viljað sýna bestu útgáfuna af sjálfri mér og ég hef reynt að gera það, en ég vissi að ég gæti það ekki.“ Emma Raducanu has revealed how she has had to deal with "sharks" and people who use her as a "piggy bank" since her US Open success in 2021 ⬇ pic.twitter.com/rpO62PR9gM— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 18, 2023 Á leið sinni að titlinum á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2021 tapaði Raducanu ekki einu einasta setti. Síðan þá hefur hún ekki komist lengra en í aðra umferð á risamóti og hún fór úr því að sitja í tíunda sæti heimslistans niður í 128. sæti. „Þetta augnablik á vellinum þegar ég fagnaði því að hafa unnið Opna bandaríska hugsaði ég með mér að ég myndi ekki skipta þessari tilfinningu út fyrir neitt í heiminum,“ sagði Raducanu. „Síðan þá hef ég gengið í gegnum ýmis áföll, eitt af öðru. Ég bý yfir mikilli þrautsegju og ég þoli margt, en þetta er ekki auðvelt. Stundum hugsa ég með sjálfri mér: „Ég vildi óska þess að ég hefði aldrei unnið Opna bandaríska. Ég vildi óska þess að það hefði aldrei gerst“,“ bætti Raducanu við að lokum. Tennis Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Raducanu skaust upp á stjörnuhimininn í tennisheiminum þegar hún varð sú fyrsta í sögunni til að sigra Opna bandaríska meistaramótið eftir að hafa unnið sér inn þátttökurétt á úrtökumóti, þá aðeins 18 ára gömul. Síðan þá hefur tennisferillinn hins vegar ekki náð jafn miklu flugi og vonast var eftir og Raducanu hefur þurft að glíma við mikil og erfið meiðsli. Hún er nú frá keppni eftir að hafa gengist undir aðgerð á úlnlið og handlegg. „Ég hef átt í vandræðum með líkamlega hlutann, en andlegi hlutinn var eitthvað sem var líka virkilega erfitt fyrir mig,“ sagði Raducanu í samtali við The Times. „Ég hef alltaf viljað sýna bestu útgáfuna af sjálfri mér og ég hef reynt að gera það, en ég vissi að ég gæti það ekki.“ Emma Raducanu has revealed how she has had to deal with "sharks" and people who use her as a "piggy bank" since her US Open success in 2021 ⬇ pic.twitter.com/rpO62PR9gM— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 18, 2023 Á leið sinni að titlinum á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2021 tapaði Raducanu ekki einu einasta setti. Síðan þá hefur hún ekki komist lengra en í aðra umferð á risamóti og hún fór úr því að sitja í tíunda sæti heimslistans niður í 128. sæti. „Þetta augnablik á vellinum þegar ég fagnaði því að hafa unnið Opna bandaríska hugsaði ég með mér að ég myndi ekki skipta þessari tilfinningu út fyrir neitt í heiminum,“ sagði Raducanu. „Síðan þá hef ég gengið í gegnum ýmis áföll, eitt af öðru. Ég bý yfir mikilli þrautsegju og ég þoli margt, en þetta er ekki auðvelt. Stundum hugsa ég með sjálfri mér: „Ég vildi óska þess að ég hefði aldrei unnið Opna bandaríska. Ég vildi óska þess að það hefði aldrei gerst“,“ bætti Raducanu við að lokum.
Tennis Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira