Áfengismálin ekki einkamál eins ráðuneytis Bjarki Sigurðsson skrifar 17. júní 2023 18:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að ræða þurfi áfengismálin á mun breiðari grundvelli en einungis innan veggja eins ráðuneytis. Hún sjálf sé á meðal þeirra ráðherra sem hafi komið í veg fyrir áfengisfrumvörp hafi verið afgreidd út úr ríkisstjórn. Í gær sagði dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mikilvægt væri að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi í heild sinni. Kallaði hann ástandið sem ríkir á áfengismarkaði „villta vestrið“ vegna fjölda áfengisnetverslana sem opnað hafa síðastliðin tvö ár. Með því að reka netverslun komast fyrirtæki hjá löggjöf sem bannar einkaaðilum að selja áfengi í verslunum án sérstaks vínveitingaleyfis sem oftar en ekki er einungis veitt öldurhúsum og veitingastöðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur undir orð dómsmálaráðherra en vill leggja áherslu á að það þurfi að kalla fleiri að borðinu, þar á meðal heilbrigðisstarfsfólk og sérfræðinga í lýðheilsumálum, ekki einungis smásala. „Af því að við höfum haft hér ákveðna stefnu sem snýst um að heimila ekki óheft aðgengi að áfengi. Það hefur verið hluti af okkar lýðheilsu- og forvarnarstefnu. Nú sjáum við að tæknibreytingar eru að hafa þau áhrif að viðskiptahættir eru að breytast og við verðum að vera raunsæ á að sú breyting er ekki að fara neitt og þá skiptir einmitt máli að kalla alla að borðinu til að skapa sátt um hvernig við viljum hafa áfengisstefnuna á Íslandi,“ segir Katrín. Hún segist sjálf ekki vera sammála því að áfengi sé eins og hver önnur neysluvara og ætti að vera seld í matvörubúðum en hins vegar þurfi að þróa löggjöfina í takt við breytta viðskiptahætti. Netverslunin sé komin til að vera og því sé alvarleg umræða fram undan. Dómsmálaráðherra sagði við mig í gær að það hafi reynst erfitt að koma frumvörpum tengdum áfengi út úr ríkisstjórninni, hvað veldur því? „Það er vegna þess að ég er meðal þeirra og það eru fleiri innan ríkisstjórnarflokkanna sem telja þessi mál verðskulda umræðu á miklu breiðari grunni en svo að þau séu einkamál eins ráðuneytis,“ segir Katrín. Hafa verið tekin skref til að koma þessari umræðu á breiðara stig? „Við þurfum að taka slík skref, það er algjörlega rétt.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Í gær sagði dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mikilvægt væri að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi í heild sinni. Kallaði hann ástandið sem ríkir á áfengismarkaði „villta vestrið“ vegna fjölda áfengisnetverslana sem opnað hafa síðastliðin tvö ár. Með því að reka netverslun komast fyrirtæki hjá löggjöf sem bannar einkaaðilum að selja áfengi í verslunum án sérstaks vínveitingaleyfis sem oftar en ekki er einungis veitt öldurhúsum og veitingastöðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur undir orð dómsmálaráðherra en vill leggja áherslu á að það þurfi að kalla fleiri að borðinu, þar á meðal heilbrigðisstarfsfólk og sérfræðinga í lýðheilsumálum, ekki einungis smásala. „Af því að við höfum haft hér ákveðna stefnu sem snýst um að heimila ekki óheft aðgengi að áfengi. Það hefur verið hluti af okkar lýðheilsu- og forvarnarstefnu. Nú sjáum við að tæknibreytingar eru að hafa þau áhrif að viðskiptahættir eru að breytast og við verðum að vera raunsæ á að sú breyting er ekki að fara neitt og þá skiptir einmitt máli að kalla alla að borðinu til að skapa sátt um hvernig við viljum hafa áfengisstefnuna á Íslandi,“ segir Katrín. Hún segist sjálf ekki vera sammála því að áfengi sé eins og hver önnur neysluvara og ætti að vera seld í matvörubúðum en hins vegar þurfi að þróa löggjöfina í takt við breytta viðskiptahætti. Netverslunin sé komin til að vera og því sé alvarleg umræða fram undan. Dómsmálaráðherra sagði við mig í gær að það hafi reynst erfitt að koma frumvörpum tengdum áfengi út úr ríkisstjórninni, hvað veldur því? „Það er vegna þess að ég er meðal þeirra og það eru fleiri innan ríkisstjórnarflokkanna sem telja þessi mál verðskulda umræðu á miklu breiðari grunni en svo að þau séu einkamál eins ráðuneytis,“ segir Katrín. Hafa verið tekin skref til að koma þessari umræðu á breiðara stig? „Við þurfum að taka slík skref, það er algjörlega rétt.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira