„Við verðum að ná í úrslit og förum auðvitað í leikinn til að vinna hann“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. júní 2023 11:01 Alfreð Finnbogason vill búa til fleiri góðar sumarminningar á Íslandi Getty/Laszlo Szirtesi Framherjinn Alfreð Finnbogason, leikmaður Lyngby og íslenska landsliðsins, er vel stemmdur fyrir komandi landsliðsverkefni í undankeppni EM. Hann segir alltaf gaman að koma heim til Íslands á sumrin og segir að liðið stefni á sigur í dag. „Þetta er spennandi gluggi, alltaf gaman að koma heim á sumrin. Það er gott veður og við eigum mjög góða reynslu af þessum júníleikjum og góðar minningar. Það er stefnan klárlega að búa til nýjar flottar minningar af sumarleikjum á Laugardalsvelli.“ Það er þegar orðið uppselt á seinni leik Íslands í þessum glugga, gegn Portúgal 20. júní, en enn eru um 2000 óseldir miðar á leikinn gegn Slóvakíu í dag. Alfreð tók undir að stuðningurinn úr stúkunni væri mikilvægur en það væri undir liðinu komið að trekkja fólk á völlinn „Ekki spurning. Við viljum náttúrulega búa til þannig stemmingu í kringum liðið að það fari að verða aftur uppselt á hvern einasta leik. Það er líka bara undir okkur komið að fara að vinna leiki og sýna að við séum lið sem fólk vill horfa á.“ Klippa: Alfreð um komandi landsleiki „Við getum ekkert kvartað yfir því að það sé ekki orðið uppselt en vonandi verður uppselt því við þurfum á stuðningnum að halda. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Slóvakíu þar sem línur geta skýrst aðeins í riðlinum. Við vitum að við þurfum að vinna heimaleikina okkar, allavega fjóra af fimm í þessari undankeppni ef við ætlum að eiga séns að fara áfram.“ Ísland er með þrjú stig í J-riðli eftir fyrstu tvo leikina, og þarf að bæta sigrum í sarpinn ef liðið ætlar ekki að missa af lestinni. Alfreð sagði að liðið ætli að sækja til sigurs í dag. „Við verðum að ná í úrslit og förum auðvitað í leikinn til að vinna hann. Jafntefli, þá erum við alveg ennþá á lífi, en þá er þetta ekki komið í okkar hendur. En ef við vinnum þá erum við bara komnir á par við hin liðin og stýrum okkar eigin leið í þessum riðli og það er það sem við viljum gera.“ EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Sjá meira
„Þetta er spennandi gluggi, alltaf gaman að koma heim á sumrin. Það er gott veður og við eigum mjög góða reynslu af þessum júníleikjum og góðar minningar. Það er stefnan klárlega að búa til nýjar flottar minningar af sumarleikjum á Laugardalsvelli.“ Það er þegar orðið uppselt á seinni leik Íslands í þessum glugga, gegn Portúgal 20. júní, en enn eru um 2000 óseldir miðar á leikinn gegn Slóvakíu í dag. Alfreð tók undir að stuðningurinn úr stúkunni væri mikilvægur en það væri undir liðinu komið að trekkja fólk á völlinn „Ekki spurning. Við viljum náttúrulega búa til þannig stemmingu í kringum liðið að það fari að verða aftur uppselt á hvern einasta leik. Það er líka bara undir okkur komið að fara að vinna leiki og sýna að við séum lið sem fólk vill horfa á.“ Klippa: Alfreð um komandi landsleiki „Við getum ekkert kvartað yfir því að það sé ekki orðið uppselt en vonandi verður uppselt því við þurfum á stuðningnum að halda. Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur á móti Slóvakíu þar sem línur geta skýrst aðeins í riðlinum. Við vitum að við þurfum að vinna heimaleikina okkar, allavega fjóra af fimm í þessari undankeppni ef við ætlum að eiga séns að fara áfram.“ Ísland er með þrjú stig í J-riðli eftir fyrstu tvo leikina, og þarf að bæta sigrum í sarpinn ef liðið ætlar ekki að missa af lestinni. Alfreð sagði að liðið ætli að sækja til sigurs í dag. „Við verðum að ná í úrslit og förum auðvitað í leikinn til að vinna hann. Jafntefli, þá erum við alveg ennþá á lífi, en þá er þetta ekki komið í okkar hendur. En ef við vinnum þá erum við bara komnir á par við hin liðin og stýrum okkar eigin leið í þessum riðli og það er það sem við viljum gera.“
EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Sjá meira