„Vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2023 08:00 Morten Beck Guldsmed lék með FH, ÍA og KR hér á landi. vísir/daníel Morten Beck Guldsmed er ánægður með að hafa borið sigur úr býtum í deilu sinni við FH vegna vangreiddra launa. Hann er ósáttur við að málið hafi þurft að enda fyrir dómstólum en segir dóminn mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í fyrradag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í máli Mortens gegn FH. Félagið fékk 150 þúsund króna sekt og verður dæmt í félagaskiptabann ef það gerir ekki upp við Morten innan þrjátíu daga. Krafa Mortens nemur rúmlega 24 milljónum króna, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-21. „Ég er mjög sáttur að úskurðurinn hafi verið mér í hag en líka ósáttur með að þetta hafi farið alla þessa leið, fyrir dómstóla,“ sagði Morten í samtali við Vísi í gær. Morten gekk í raðir FH á miðju sumri 2019 og skoraði þá átta mörk í átta leikjum. Hann skoraði hins vegar aðeins tvö mörk í 21 deildarleik seinni tvö ár sín með liðinu, og ekkert mark í níu deildarleikjum með liði ÍA þar sem hann var að láni í tvo mánuði sumarið 2021. Áður hafði Morten spilað með KR sumarið 2016 og skorað þá sex mörk í 21 leik. Síðasta haust komst samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ að þeirri niðurstöðu að samningur Mortens og FH hafi verið launþegasamningur en ekki verktakasamningur eins og félagið hélt fram. Þar með hafi það verið á ábyrgð FH að greiða skatta og önnur launatengd gjöld. Ekki gagnkvæmur samningsvilji Morten segist vera svekktur út í FH og hvernig félagið hélt á spöðunum í þessu máli. Það hafi sannarlega verið vilji hjá honum að semja um uppgjör á kröfunni. Morten lék síðast með Skive í Danmörku.vísir/hag „Ég er dálítið vonsvikinn út í FH og leiður að þetta hafi farið alla leið þangað sem þetta fór. Við reyndum að ræða um þetta og finna lausnir og það var mjög erfitt að vera í þessari stöðu. Ég er ósáttur að ég hafi þurft að grípa til þessara aðgerða. Ég reyndi að fara aðra leið,“ sagði Morten. „Við vorum ekki sammála og þeir vildu ekki tala um þetta.“ Hefur áhrif á það hvernig manneskja þú vilt vera Þrátt fyrir leiðinlegan endi segist Morten eiga góðar minningar frá tíma sínum á Íslandi. „Ég lít enn á tíma minn á Íslandi sem mjög góðan. Ég var umkringdur góðu fólki. Þetta var góður tími en ég væri að ljúga ef ég segði að þetta hefði ekki haft áhrif á mig,“ sagði Morten. Morten, fyrir miðju, fagnar góðum sigri með FH.vísir/hulda margrét „Ég naut mín mjög vel í byrjun en svo kom þetta inn í myndina. Það hefur áhrif á mig og hvaða manneskja ég vil vera. Ég vil gefa frá mér jákvæða orku en það er erfiðara þegar hlutirnir í kringum þig eru ekki í lagi,“ sagði Morten. Ekki vandamál í annarri vinnu Hann segir dóminn sem áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í fyrradag mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. „Ég held að þetta sé mjög mikilvægt í framhaldinu fyrir alla leikmenn á Íslandi. Þetta er fótbolti en ef þetta væri í einhverri annarri vinnu væri þetta ekki vandamál,“ sagði Morten. Fótboltaferlinum hjá Morten er lokið en hann neyddist til að hætta vegna höfuðmeiðsla. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir mig. Ég vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég. Þú veist aldrei hvenær ferlinum lýkur og þess vegna er mikilvægt að lífeyrisgreiðslur og annað slíkt sé í lagi.“ Besta deild karla FH KSÍ Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í fyrradag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í máli Mortens gegn FH. Félagið fékk 150 þúsund króna sekt og verður dæmt í félagaskiptabann ef það gerir ekki upp við Morten innan þrjátíu daga. Krafa Mortens nemur rúmlega 24 milljónum króna, vegna vangreiddra launa á árunum 2019-21. „Ég er mjög sáttur að úskurðurinn hafi verið mér í hag en líka ósáttur með að þetta hafi farið alla þessa leið, fyrir dómstóla,“ sagði Morten í samtali við Vísi í gær. Morten gekk í raðir FH á miðju sumri 2019 og skoraði þá átta mörk í átta leikjum. Hann skoraði hins vegar aðeins tvö mörk í 21 deildarleik seinni tvö ár sín með liðinu, og ekkert mark í níu deildarleikjum með liði ÍA þar sem hann var að láni í tvo mánuði sumarið 2021. Áður hafði Morten spilað með KR sumarið 2016 og skorað þá sex mörk í 21 leik. Síðasta haust komst samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ að þeirri niðurstöðu að samningur Mortens og FH hafi verið launþegasamningur en ekki verktakasamningur eins og félagið hélt fram. Þar með hafi það verið á ábyrgð FH að greiða skatta og önnur launatengd gjöld. Ekki gagnkvæmur samningsvilji Morten segist vera svekktur út í FH og hvernig félagið hélt á spöðunum í þessu máli. Það hafi sannarlega verið vilji hjá honum að semja um uppgjör á kröfunni. Morten lék síðast með Skive í Danmörku.vísir/hag „Ég er dálítið vonsvikinn út í FH og leiður að þetta hafi farið alla leið þangað sem þetta fór. Við reyndum að ræða um þetta og finna lausnir og það var mjög erfitt að vera í þessari stöðu. Ég er ósáttur að ég hafi þurft að grípa til þessara aðgerða. Ég reyndi að fara aðra leið,“ sagði Morten. „Við vorum ekki sammála og þeir vildu ekki tala um þetta.“ Hefur áhrif á það hvernig manneskja þú vilt vera Þrátt fyrir leiðinlegan endi segist Morten eiga góðar minningar frá tíma sínum á Íslandi. „Ég lít enn á tíma minn á Íslandi sem mjög góðan. Ég var umkringdur góðu fólki. Þetta var góður tími en ég væri að ljúga ef ég segði að þetta hefði ekki haft áhrif á mig,“ sagði Morten. Morten, fyrir miðju, fagnar góðum sigri með FH.vísir/hulda margrét „Ég naut mín mjög vel í byrjun en svo kom þetta inn í myndina. Það hefur áhrif á mig og hvaða manneskja ég vil vera. Ég vil gefa frá mér jákvæða orku en það er erfiðara þegar hlutirnir í kringum þig eru ekki í lagi,“ sagði Morten. Ekki vandamál í annarri vinnu Hann segir dóminn sem áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í fyrradag mikilvægan fyrir íþróttafólk á Íslandi. „Ég held að þetta sé mjög mikilvægt í framhaldinu fyrir alla leikmenn á Íslandi. Þetta er fótbolti en ef þetta væri í einhverri annarri vinnu væri þetta ekki vandamál,“ sagði Morten. Fótboltaferlinum hjá Morten er lokið en hann neyddist til að hætta vegna höfuðmeiðsla. „Þetta er mjög mikilvægt fyrir mig. Ég vona að enginn lendi í sömu stöðu og ég. Þú veist aldrei hvenær ferlinum lýkur og þess vegna er mikilvægt að lífeyrisgreiðslur og annað slíkt sé í lagi.“
Besta deild karla FH KSÍ Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti