Nýir dagforeldrar fá milljón í stofnstyrk Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. júní 2023 13:00 Einar telur nýju tillögurnar ekki ósanngjarna fyrir þá sem þegar starfa sem dagforeldrar. Formaður borgarráðs segir nýjar tillögur sem borgarráð samþykkti í gær um starfsemi dagforeldra spara barnafólki tugi þúsunda. Á meðal þess sem tillögur kveða á um er að nýir dagforeldrar fái milljón í stofnstyrk. Tillagan kveður á um að dagforeldrar sem hefja starfsemi í Reykjavík fái stofnstyrk upp á eina milljón króna. Greiddar verða 250 þúsund krónur viðundirritun þjónustusamnings en 750 þúsund krónur ári síðar. Þá verður settur á árlegur aðstöðustyrkur til dagforeldra í Reykjavík upp á 150 þúsund krónur, sem tekur gildi eftir tvö ár í starfi auk þess sem Reykjavíkurborg mun skipuleggja og greiða fyrir slysavarnanámskeið á tveggja ára fresti fyrir alla dagforeldra.Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur og verðandi borgarstjóri segir stóru breytinguna felast í að þegar barn nær 18 mánaða aldri greiða foreldrar til dagforeldris sama gjald og í leikskóla. Áður hafði verið lofað að börn frá tólf mánaða aldri kæmust inn á leikskóla. „Reglur borgarinnar kveða á um það að börn eigi að vera komin inn um átján mánaða aldur,“ segir Einar. „Mér finnst mikilvægt að skapa jafnræði milli þeirra foreldra hvort þau eru hjá dagforeldrum eða inni í leikskólakerfinu, að þau greiði sama gjald. Við erum að mæta þeim fjölskyldum sem hafa beðið lengst eftir leikskólaplássi og eru hjá dagforeldrum með því að jafna þennan kostnað.“ Einar segir jafnframt að með þessu sé verið að lækka greiðslur foreldra um tugi þúsunda á mánuði. „Þetta er tilboð sem við erum að leggja fram samhliða því að auglýsa eftir húsnæði frá einkaaðilum, bæði jarðhæðir sem gætu hentað, færanlegar einingar á gæsluvöllum, verslunarrými sem eru ekki í notkun og aðstæður sem hæfa rekstri fyrir dagforeldra en hentar ekki sem leikskólapláss.“ Einar telur nýju tillögurnar ekki ósanngjarna fyrir þá sem þegar starfa sem dagforeldrar. „Þessar tillögur miða að því að fjölga dagforeldrum, bæta starfsumhverfi þeirra og kjör. Skóla- og frístundasvið átti góðan fund með báðum félögum dagforeldra og tillögurnar taka mið af þeirra sjónarmiðum um hvernig hægt er að gera það. Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Fæðingarorlof Skóla - og menntamál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira
Tillagan kveður á um að dagforeldrar sem hefja starfsemi í Reykjavík fái stofnstyrk upp á eina milljón króna. Greiddar verða 250 þúsund krónur viðundirritun þjónustusamnings en 750 þúsund krónur ári síðar. Þá verður settur á árlegur aðstöðustyrkur til dagforeldra í Reykjavík upp á 150 þúsund krónur, sem tekur gildi eftir tvö ár í starfi auk þess sem Reykjavíkurborg mun skipuleggja og greiða fyrir slysavarnanámskeið á tveggja ára fresti fyrir alla dagforeldra.Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur og verðandi borgarstjóri segir stóru breytinguna felast í að þegar barn nær 18 mánaða aldri greiða foreldrar til dagforeldris sama gjald og í leikskóla. Áður hafði verið lofað að börn frá tólf mánaða aldri kæmust inn á leikskóla. „Reglur borgarinnar kveða á um það að börn eigi að vera komin inn um átján mánaða aldur,“ segir Einar. „Mér finnst mikilvægt að skapa jafnræði milli þeirra foreldra hvort þau eru hjá dagforeldrum eða inni í leikskólakerfinu, að þau greiði sama gjald. Við erum að mæta þeim fjölskyldum sem hafa beðið lengst eftir leikskólaplássi og eru hjá dagforeldrum með því að jafna þennan kostnað.“ Einar segir jafnframt að með þessu sé verið að lækka greiðslur foreldra um tugi þúsunda á mánuði. „Þetta er tilboð sem við erum að leggja fram samhliða því að auglýsa eftir húsnæði frá einkaaðilum, bæði jarðhæðir sem gætu hentað, færanlegar einingar á gæsluvöllum, verslunarrými sem eru ekki í notkun og aðstæður sem hæfa rekstri fyrir dagforeldra en hentar ekki sem leikskólapláss.“ Einar telur nýju tillögurnar ekki ósanngjarna fyrir þá sem þegar starfa sem dagforeldrar. „Þessar tillögur miða að því að fjölga dagforeldrum, bæta starfsumhverfi þeirra og kjör. Skóla- og frístundasvið átti góðan fund með báðum félögum dagforeldra og tillögurnar taka mið af þeirra sjónarmiðum um hvernig hægt er að gera það.
Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Fæðingarorlof Skóla - og menntamál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira