Bílstjórar Hreyfils megi ekki aka fyrir Hopp Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2023 14:42 Framkvæmdastjóri Hreyfils leggur ekki sama skilning í ný lög um leigubíla líkt og framkvæmdastjóri Hopp. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Hreyfils segir að fyrirtækið samþykki ekki að leigubílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar líkt og Hopp á sama tíma. Hann segir framkvæmdastjóra Hopp rangtúlka lög um leigubíla. Þetta kemur fram í svörum Haraldar Axels Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Hreyfils, við fyrirspurn Vísis. Tilefnið eru orð Sæunnar Óskar Unnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Hopp, sem hvatti leigubílstjóra til að skrá sig hjá Hopp, sem hóf starfsemi á leigubílamarkaði í gær. „Það er enginn stöðvarskylda, það mega allir vinna með öllum. Ég trúi því að fleiri fari að vinna á fleiri stöðum og þá finnur fólk hvernig markaðurinn er búinn að velja sér. Við munum ekki leysa leigubílavandann, þennan föstudags- og laugardagsvanda á nokkrum dögum. Við erum að byrja með stóran hugbúnað og það tekur tíma að ná þessu jafnvægi. Við hvetjum alla leigubílstjóra til að hafa samband við okkur og fólk að skrá sig í leigubílstjóranám,“ sagði Sæunn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Segir stöðvarskyldu enn við lýði Rýmkuð löggjöf á leigubílamarkaði tók gildi í apríl og var gagnrýnd af formanni Bandalags leigubílstjóra. Tilkynnti Hopp um leið að félagið hyggðist hefja innreið á markaðinn í kjölfarið. Haraldur Axel Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segir að rekstrarleyfishafi eigi að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð, þó rekstrarleyfishafa sé heimilt að reka leigubifreiðastöð án starfsleyfis sé viðkomandi með eina bifreið. „Þannig að stöðvarskylda er enn við lýði og viðkomandi rekstrarleyfishafi þarf að framselja stöðinni skyldur sínar, þ.e. varðandi rakningu á ferðum og eftirlit með því að afleysingabílstjórar sem aka fyrir viðkomandi rekstrarleyfishafa hafi tilskilin leyfi,“ skrifar Haraldur í svari sínu til Vísis. Segir um að ræða rangtúlkun „Að mínu mati þá rangtúlkar hún lögin en í lögunum stendur orðrétt í 12.grein: „Rekstrarleyfishafi skal hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð sem fengið hefur starfsleyfi hjá Samgöngustofu.“ Hann segir Hreyfil því ekki samþykkja að þeir bílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar á sama tíma. „Þetta er ekkert nýtt að greiða fyrir leigubíl með appi og hefur verið hægt að gera það á Hreyfli í þó nokkurn tíma. Einnig hefur verið hægt að gefa bílstjórum stjörnugjöf.“ 50 leigubílar komnir til Hopp Í tilkynningu frá Hopp sem barst Vísi á þriðja tímanum kemur fram að 50 leigubílstjórar hafi þegar skráð sig til að aka undir merkjum fyrirtækisins og geti því samanlagt keyrt yfir þúsund ferðir með farþega. Þar segir meðal annars að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hafi nýtt sér þjónustu fyrirtækisins í dag. Haft er eftir ráðherranum í tilkynningunni að hún fagni aukinni samkeppni á leigubílamarkaði. Þá er haft eftir Sæunni Ósk að leigubílstjórar greiði engin stöðvargjöld hjá Hopp heldur aðeins þjónustugjöld. „Við bjóðum öll velkomin að slást í hópinn. Þú mátt keyra fyrir okkur og aðra á sama tíma. Þannig nýtir þú betur vinnutímann og fjárfestinguna sem liggur í bílnum.“ Fréttin hefur verið uppfærð með nýrri tilkynningu frá Hopp. Leigubílar Neytendur Samgöngur Tækni Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Haraldar Axels Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Hreyfils, við fyrirspurn Vísis. Tilefnið eru orð Sæunnar Óskar Unnsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Hopp, sem hvatti leigubílstjóra til að skrá sig hjá Hopp, sem hóf starfsemi á leigubílamarkaði í gær. „Það er enginn stöðvarskylda, það mega allir vinna með öllum. Ég trúi því að fleiri fari að vinna á fleiri stöðum og þá finnur fólk hvernig markaðurinn er búinn að velja sér. Við munum ekki leysa leigubílavandann, þennan föstudags- og laugardagsvanda á nokkrum dögum. Við erum að byrja með stóran hugbúnað og það tekur tíma að ná þessu jafnvægi. Við hvetjum alla leigubílstjóra til að hafa samband við okkur og fólk að skrá sig í leigubílstjóranám,“ sagði Sæunn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Segir stöðvarskyldu enn við lýði Rýmkuð löggjöf á leigubílamarkaði tók gildi í apríl og var gagnrýnd af formanni Bandalags leigubílstjóra. Tilkynnti Hopp um leið að félagið hyggðist hefja innreið á markaðinn í kjölfarið. Haraldur Axel Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hreyfils, segir að rekstrarleyfishafi eigi að hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð, þó rekstrarleyfishafa sé heimilt að reka leigubifreiðastöð án starfsleyfis sé viðkomandi með eina bifreið. „Þannig að stöðvarskylda er enn við lýði og viðkomandi rekstrarleyfishafi þarf að framselja stöðinni skyldur sínar, þ.e. varðandi rakningu á ferðum og eftirlit með því að afleysingabílstjórar sem aka fyrir viðkomandi rekstrarleyfishafa hafi tilskilin leyfi,“ skrifar Haraldur í svari sínu til Vísis. Segir um að ræða rangtúlkun „Að mínu mati þá rangtúlkar hún lögin en í lögunum stendur orðrétt í 12.grein: „Rekstrarleyfishafi skal hafa afgreiðslu á leigubifreiðastöð sem fengið hefur starfsleyfi hjá Samgöngustofu.“ Hann segir Hreyfil því ekki samþykkja að þeir bílstjórar sem hafi stöðvarpláss á Hreyfli keyri fyrir aðrar stöðvar á sama tíma. „Þetta er ekkert nýtt að greiða fyrir leigubíl með appi og hefur verið hægt að gera það á Hreyfli í þó nokkurn tíma. Einnig hefur verið hægt að gefa bílstjórum stjörnugjöf.“ 50 leigubílar komnir til Hopp Í tilkynningu frá Hopp sem barst Vísi á þriðja tímanum kemur fram að 50 leigubílstjórar hafi þegar skráð sig til að aka undir merkjum fyrirtækisins og geti því samanlagt keyrt yfir þúsund ferðir með farþega. Þar segir meðal annars að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hafi nýtt sér þjónustu fyrirtækisins í dag. Haft er eftir ráðherranum í tilkynningunni að hún fagni aukinni samkeppni á leigubílamarkaði. Þá er haft eftir Sæunni Ósk að leigubílstjórar greiði engin stöðvargjöld hjá Hopp heldur aðeins þjónustugjöld. „Við bjóðum öll velkomin að slást í hópinn. Þú mátt keyra fyrir okkur og aðra á sama tíma. Þannig nýtir þú betur vinnutímann og fjárfestinguna sem liggur í bílnum.“ Fréttin hefur verið uppfærð með nýrri tilkynningu frá Hopp.
Leigubílar Neytendur Samgöngur Tækni Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira