Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Maraþon en ekki spretthlaup“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2023 08:01 Úkraínskir hermenn búa sig undir að skjóta sprengjum að Úkraínumönnum. AP/Libkos Harðir bardagar hafa geisað í suður- og austurhluta Úkraínu undanfarnar daga, þar sem gagnsókn Úkraínumanna er hafin. Nokkur þorp hafa verið frelsuð úr höndum Rússa en Úkraínumenn hafa sótt tiltölulega grunnt inn í varnir Rússa en á víðu svæði. Enn sem komið er hafa umfangsmestu bardagarnir átt sér stað í sunnanverðri Úkraínu í Sapórisjíahéraði og Dónetsk. Enn virðist þó sem verið sé að leggja línurnar að enn harðari átökum á komandi vikum. Hanna Malyar, aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu, sagði á miðvikudaginn að varnir Rússa væru öflugar. Þeir beittu eldflaugum sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum og stórskotaliðsárásum stýrðum af drónum vel. Þá hefðu jarðsprengjusvæði Rússa reynst sérstaklega erfið yfirferðar. Hún sagði Úkraínumenn gera það sem þeir gætu og að Rússar hefðu gert nokkrar tilraunir til gagnárása. Malyar sagði svo í gær að sókn Úkraínumanna væri mjög erfið en ítrekaði að árangur hefði náðst. Malyar sagði að vestrænir skrið- og bryndrekar hefðu þegar sannað sig. Bradley bryndreki hefði til að mynda orðið fyrir eldflaugárás og ein þeirra hefði hæft hann en þrátt fyrir það hefði áhöfnin lifað af. „Það er alltaf hægt að skipta út stáli,“ sagði Malyar. Líf hermanna væru mun verðmætari. Ekki enn komnir að varnarlínunni Úkraínumenn hafa þegar orðið fyrir mannfalli og misst vestræna skrið- og bryndreka, flesta í einni misheppnaðri sókn á fyrstu dögum gagnsóknarinnar. Myndefni af þessari misheppnuðu sókn hefur verið birt víða á rússneskum samfélagsmiðlum en þetta var í fyrsta sinn sem Hlébarðarnir svokölluðu sáust á víglínunum í Úkraínu.Svo virðist þó sem að hermennirnir hafi flestir komist undan. Hér má sjá Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segja að Rússar hafi ítrekað birt myndir af sömu skrið og bryndrekunum úr mismunandi sjónarhornum. Hann segir Úkraínumenn ekki hafa misst mikla getu. "I think the Russians have showed us the same 5 vehicles about a thousand times from 10 different angles. " pic.twitter.com/0eMiH4m5Bq— Def Mon (@DefMon3) June 15, 2023 Í nýlegri grein á vef bresku hugveitunnar RUSI eða Royal United Services Institute skrifaði Jack Watling að Úkraínumenn væru ekki enn komnir að meginvörnum Rússa í suðri. Á bakvið fyrstu víglínur Rússa væru umfangsmikil jarðsprengjusvæði, drónar og stórskotalið. Eftir það kæmu Úkraínumenn að vel gröfnum skotgröfum með steyptum byrgjum, skriðdrekatálmum og enn fleiri jarðsprengjum. Því væri útlit fyrir að bardagarnir yrðu enn erfiðar á næstu vikum. Úkraínumenn muni þurfa að sækja fram í gegnum sprengjuregn og er þeir sækja fram muni þeirra eigin stórskotalið ekki geta skýlt þeim eins vel. Þá muni þeir verða viðkvæmari gagnvart árásum úr lofti þar sem sóknarleið þeirra verði bæði fyrirsjáanlegri eftir því sem þeir sækja meira fram og Úkraínumenn muni þurfa að fjarlægjast loftvarnir sínar. Stórskotalið Úkrainu og Rússlands eiga í nokkurs konar einvígi við víglínurnar í Úkraínu.AP/Efrem Lukatsky Einvígi konunga Úkraínumenn vinna því hörðum höndum að því að reyna að granda stórskotaliðsvopnum Rússa, með því markmiði að gera hermönnum auðveldara að sækja fram seinna meir. Úkraínskt og rússneskt stórskotalið hafa háð einvígi yfir víglínunum í Úkraínu á undanförnum dögum. Þegar Rússar skjóta á úkraínska hermenn, nota Úkraínumenn ratsjár til að sjá hvaðan skotin koma. Þeir reyna svo að svara þeirri skothríð með eigin stórskotaliði eða eldflaugum. Úkraínumenn þurfa svo sjálfir að færa sig, áður en Rússar svara skothríðinni. Þarna er hægt að tala um einvígi konunga þar sem stórskotalið hefur lengi verið kallað „konungur orrustu“. Í vikunni hafa Úkraínumenn birt myndbönd af árásum á stórskotaliðsvopn Rússa. Þar á meðal sýna myndbönd að minnst fimm 2S19 Msta-S vopnum var grandað. Það eru stórskotaliðsvopn sem ganga undir eigin afli. #Ukraine: At least three more Russian 2S19 Msta-S 152mm self-propelled howitzers were destroyed by GMLRS strikes of the Ukrainian army near Novopetrykivka, #Donetsk Oblast. pic.twitter.com/eZAUNXExIp— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) June 14, 2023 Einnig er unnið að því að grafa undan birgðaneti Rússa og skipulagi með árásum á birgðastöðvar og stjórnstöðvar en til þessara árása notast Úkraínumenn að mestu við Storm Shadow stýriflaugar og svokallaðar GMLRS-flaugar sem skotið er með HIMARS-eldflaugakerfum. Rússar nota sömuleiðis dróna og langdrægari eldflaugar til að reyna að grafa undan birgðaneti Úkraínumanna og gert þeim erfiðara að sækja fram og halda áfram árásum á Rússa. Hér að neðan má sjá myndband sem Úkraínumenn birtu í gær. Það sýnir árásir á tvær ratsjár sem hannaðar eru til að finna uppruna stórskotaliðsárása. Ratsjárs sem þessar eru gífurlega mikilvægar. Video from Ukraine s SSO showing HIMARS strikes on a 1L219 Zoopark-1 counter-battery radar and an EW system in the Bakhmut area. They says it s a Borisogoebsk-2 but it looks like a Zhitel. https://t.co/U6vqrrqWAs pic.twitter.com/9pE32H9qUK— Rob Lee (@RALee85) June 15, 2023 Vilja gera Rússum erfiðara að bregðast við Watling segir Úkraínumenn einnig reyna að þvinga Rússa til að senda varalið sitt í orrustu til að styrkja varnir þeirra á víglínunni. Þá hafa Rússar minni tök á því að bregðast við árásum annarsstaðar og auðveldara yrði fyrir Úkraínumenn að finna veikleika á vörnum Rússa og nýta sér hann. Frá því gagnsóknin hófst hafa hvorki Rússar né Úkraínumenn sent sínar helstu sveitir í orrustu. Sjá einnig: Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum Úkraínumenn vilja einnig sækja fram á eins breiðri víglínu og þeir geta, svo þeir hafi tækifæri til að sækja fram úr mismunandi áttum og verði ekki of fyrirsjáanlegir. Annars gætu Rússar fylkt allra þeirra mönnum á einum stað og gert varnirnar of öflugar fyrir Úkraínumenn. Hraðinn gífurlega mikilvægur Á einhverjum tímapunkti munu Úkraínumenn þurfa að ákveða hvar setja eigi mestan þunga í gagnsóknina en þangað til munu þeir reyna að nota frumkvæðið sem þeir hafa í átökunum til að skapa hentugar aðstæður. Watling segir að ef og þegar Úkraínumenn ná að mynda gat á vörnum Rússa, hvar sem það verður gert, verði gífurlega mikilvægt fyrir þá að eiga nægjanlegt varalið sem hægt sé að senda eins hratt og mögulegt er í gegnum gatið. Rússar munu einnig þurfa að reyna að bregðast hratt við og senda það varalið sem þeir eiga til að fylla upp í gatið. Hingað til hafa hvorki Úkraínumenn né Rússar sýnt fram á mikla getu til að nýta sér tækifæri sem þessi en til þess þarf mikla skipulagningu og hergögn eins og olíu og skotfæri. Áhugasamir geta séð grófa mynd af stöðunni í Úkraínu á gagnvirku korti bandarískuhugveitunnar Institute for the study of war. Here are today's control-of-terrain maps of #Russia's invasion of #Ukraine from @TheStudyofWar and @criticalthreats.Interactive map, updated daily: https://t.co/hwgxTnU2TrArchive of time-lapse maps, updated monthly: https://t.co/IT6FiqwgGO pic.twitter.com/pSQlNnjI98— ISW (@TheStudyofWar) June 15, 2023 Óvissa um baráttuanda Watling segir helstu óvissuna varðandi gagnsókn Rússa snúa að baráttuanda rússneskra hermanna. Þeir séu nú að berjast í vel undirbúnum skotgröfum gegn óvini sem þarf að sækja fram gegn þeim. Takist Úkraínumönnum að rjúfa varnir Rússa og þvinga þá á hreyfingu, sé líklegt að lítil þjálfun og agi muni gera Rússum erfitt að halda vörnum áfram. Úkraínumenn hafi þó mikið verk fyrir höndum varðandi það að gera gat á varnir Rússa og ekki sé víst að af því verði. Sérfræðingar RUSI slógu á svipaða strengi í síðasta mánuði, þegar hugveitan birti skýrslu um að rússneski herinn hefði gengið í gegnum umfangsmiklar breytingar frá því stríðið í Úkraínu hófst. Þær breytingar sneru meðal annars að því að stytta boðleiðir milli hermanna á víglínunni og stórskotaliðs svo stórskotaliðsárásir væru skilvirkari. Í skýrslunni kom einnig fram að loftvarnir Rússa væru betur skipulagðar en áður en þessar breytingar byggðu á því að víglínurnar hefðu lítið hreyfst í marga mánuði. Ef Úkraínumenn gætu komið Rússum á hreyfingu myndu þeir líklega missa allt skipulag. Bandaríkjamenn vörðu miklu púðri í vetur í að þjálfa Úkraínska hermenn í skipulagningu svokallaðs hreyfanlegs hernaðar. Ætla ekki að láta af stuðningi Talið er að gagnsókn Úkraínumanna muni standa yfir næstu mánuði. Úkraínumenn munu verða fyrir mannfalli og munu þurfa áframhaldandi aðstoð Vesturlanda til að fylla upp í raðir sínar á nýjan leik. Varnarmálaráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagins komu saman á fimmtudaginn þar sem þeir ræddu þann stuðning og hvernig hægt væri að halda honum áfram. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, Mark MIlley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og Oleksii Reznikov, varnarmálráðherra Úkraínu, í Brussel í gær.Getty/Omar Havana „Barátta Úkraínu er maraþon en ekki spretthlaup,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í gær. Hann sagði að bakhjarlar Úkraínu myndu ekki láta af stuðningi við Úkraínumenn. Til marks um það bárust fréttir af því í gær að 24 úkraínskir flugmenn myndu hefja þjálfun á F-16 herþotur í sumar og að sú þjálfun væri hafin. Yfirvöld Í Bretlandi, Bandaríkjunum, Hollandi og Danmörku tilkynntu svo í sameiningu að þau myndu vinna saman að því að útvega Úkraínumönnum mikilvæg loftvarnarkerfi. Sjá einnig: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Sænskir bryndrekar hafa sést í fyrsta sinn í Úkraínu en þeir kallast CV9040C og eru búnir 40mm byssu og eiga að sjást illa á hitasjónaukum. Svíar hafa sent fjörutíu slíka til Úkraínu. #Ukraine: The first photo of a Swedish CV9040C infantry fighting vehicle already on Ukrainian soil. About 50 of these armored vehicles with 40mm autocannons were donated to the Ukrainian army by Sweden. pic.twitter.com/ukCnhSU2wk— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) June 15, 2023 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í viðtali sem birt var í gær að ef gagnsókn Úkraínumanna heppnist muni Rússar tapa stríðinu að endingu. Forsetinn sagði fregnirnar frá víglínunum vera jákvæðar en ástandið væri erfitt. „Hetjur okkar, hermenn okkar á víglínunum standa frammi fyrir harðri mótspyrnu,“ sagði hann meðal annars. Hér að neðan má sjá smá bút úr viðtalinu og fréttamanninn Richard Engel fara yfir það helsta sem Selenskí sagði við hann. NEW: Ukrainian President Zelenskyy says he keeps what U.S. and European leaders think in mind as the war with Russia continues.@RichardEngel: "Does it feel like you are sometimes fighting to a U.S. political timeline?"Zelenskyy: "Yes. We have to think about that." pic.twitter.com/cEe5KNo2w1— Meet the Press (@MeetThePress) June 15, 2023 Rýnt í stöðuna í Úkraínu Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Fréttaskýringar Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Enn sem komið er hafa umfangsmestu bardagarnir átt sér stað í sunnanverðri Úkraínu í Sapórisjíahéraði og Dónetsk. Enn virðist þó sem verið sé að leggja línurnar að enn harðari átökum á komandi vikum. Hanna Malyar, aðstoðarvarnarmálaráðherra Úkraínu, sagði á miðvikudaginn að varnir Rússa væru öflugar. Þeir beittu eldflaugum sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum og stórskotaliðsárásum stýrðum af drónum vel. Þá hefðu jarðsprengjusvæði Rússa reynst sérstaklega erfið yfirferðar. Hún sagði Úkraínumenn gera það sem þeir gætu og að Rússar hefðu gert nokkrar tilraunir til gagnárása. Malyar sagði svo í gær að sókn Úkraínumanna væri mjög erfið en ítrekaði að árangur hefði náðst. Malyar sagði að vestrænir skrið- og bryndrekar hefðu þegar sannað sig. Bradley bryndreki hefði til að mynda orðið fyrir eldflaugárás og ein þeirra hefði hæft hann en þrátt fyrir það hefði áhöfnin lifað af. „Það er alltaf hægt að skipta út stáli,“ sagði Malyar. Líf hermanna væru mun verðmætari. Ekki enn komnir að varnarlínunni Úkraínumenn hafa þegar orðið fyrir mannfalli og misst vestræna skrið- og bryndreka, flesta í einni misheppnaðri sókn á fyrstu dögum gagnsóknarinnar. Myndefni af þessari misheppnuðu sókn hefur verið birt víða á rússneskum samfélagsmiðlum en þetta var í fyrsta sinn sem Hlébarðarnir svokölluðu sáust á víglínunum í Úkraínu.Svo virðist þó sem að hermennirnir hafi flestir komist undan. Hér má sjá Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segja að Rússar hafi ítrekað birt myndir af sömu skrið og bryndrekunum úr mismunandi sjónarhornum. Hann segir Úkraínumenn ekki hafa misst mikla getu. "I think the Russians have showed us the same 5 vehicles about a thousand times from 10 different angles. " pic.twitter.com/0eMiH4m5Bq— Def Mon (@DefMon3) June 15, 2023 Í nýlegri grein á vef bresku hugveitunnar RUSI eða Royal United Services Institute skrifaði Jack Watling að Úkraínumenn væru ekki enn komnir að meginvörnum Rússa í suðri. Á bakvið fyrstu víglínur Rússa væru umfangsmikil jarðsprengjusvæði, drónar og stórskotalið. Eftir það kæmu Úkraínumenn að vel gröfnum skotgröfum með steyptum byrgjum, skriðdrekatálmum og enn fleiri jarðsprengjum. Því væri útlit fyrir að bardagarnir yrðu enn erfiðar á næstu vikum. Úkraínumenn muni þurfa að sækja fram í gegnum sprengjuregn og er þeir sækja fram muni þeirra eigin stórskotalið ekki geta skýlt þeim eins vel. Þá muni þeir verða viðkvæmari gagnvart árásum úr lofti þar sem sóknarleið þeirra verði bæði fyrirsjáanlegri eftir því sem þeir sækja meira fram og Úkraínumenn muni þurfa að fjarlægjast loftvarnir sínar. Stórskotalið Úkrainu og Rússlands eiga í nokkurs konar einvígi við víglínurnar í Úkraínu.AP/Efrem Lukatsky Einvígi konunga Úkraínumenn vinna því hörðum höndum að því að reyna að granda stórskotaliðsvopnum Rússa, með því markmiði að gera hermönnum auðveldara að sækja fram seinna meir. Úkraínskt og rússneskt stórskotalið hafa háð einvígi yfir víglínunum í Úkraínu á undanförnum dögum. Þegar Rússar skjóta á úkraínska hermenn, nota Úkraínumenn ratsjár til að sjá hvaðan skotin koma. Þeir reyna svo að svara þeirri skothríð með eigin stórskotaliði eða eldflaugum. Úkraínumenn þurfa svo sjálfir að færa sig, áður en Rússar svara skothríðinni. Þarna er hægt að tala um einvígi konunga þar sem stórskotalið hefur lengi verið kallað „konungur orrustu“. Í vikunni hafa Úkraínumenn birt myndbönd af árásum á stórskotaliðsvopn Rússa. Þar á meðal sýna myndbönd að minnst fimm 2S19 Msta-S vopnum var grandað. Það eru stórskotaliðsvopn sem ganga undir eigin afli. #Ukraine: At least three more Russian 2S19 Msta-S 152mm self-propelled howitzers were destroyed by GMLRS strikes of the Ukrainian army near Novopetrykivka, #Donetsk Oblast. pic.twitter.com/eZAUNXExIp— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) June 14, 2023 Einnig er unnið að því að grafa undan birgðaneti Rússa og skipulagi með árásum á birgðastöðvar og stjórnstöðvar en til þessara árása notast Úkraínumenn að mestu við Storm Shadow stýriflaugar og svokallaðar GMLRS-flaugar sem skotið er með HIMARS-eldflaugakerfum. Rússar nota sömuleiðis dróna og langdrægari eldflaugar til að reyna að grafa undan birgðaneti Úkraínumanna og gert þeim erfiðara að sækja fram og halda áfram árásum á Rússa. Hér að neðan má sjá myndband sem Úkraínumenn birtu í gær. Það sýnir árásir á tvær ratsjár sem hannaðar eru til að finna uppruna stórskotaliðsárása. Ratsjárs sem þessar eru gífurlega mikilvægar. Video from Ukraine s SSO showing HIMARS strikes on a 1L219 Zoopark-1 counter-battery radar and an EW system in the Bakhmut area. They says it s a Borisogoebsk-2 but it looks like a Zhitel. https://t.co/U6vqrrqWAs pic.twitter.com/9pE32H9qUK— Rob Lee (@RALee85) June 15, 2023 Vilja gera Rússum erfiðara að bregðast við Watling segir Úkraínumenn einnig reyna að þvinga Rússa til að senda varalið sitt í orrustu til að styrkja varnir þeirra á víglínunni. Þá hafa Rússar minni tök á því að bregðast við árásum annarsstaðar og auðveldara yrði fyrir Úkraínumenn að finna veikleika á vörnum Rússa og nýta sér hann. Frá því gagnsóknin hófst hafa hvorki Rússar né Úkraínumenn sent sínar helstu sveitir í orrustu. Sjá einnig: Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum Úkraínumenn vilja einnig sækja fram á eins breiðri víglínu og þeir geta, svo þeir hafi tækifæri til að sækja fram úr mismunandi áttum og verði ekki of fyrirsjáanlegir. Annars gætu Rússar fylkt allra þeirra mönnum á einum stað og gert varnirnar of öflugar fyrir Úkraínumenn. Hraðinn gífurlega mikilvægur Á einhverjum tímapunkti munu Úkraínumenn þurfa að ákveða hvar setja eigi mestan þunga í gagnsóknina en þangað til munu þeir reyna að nota frumkvæðið sem þeir hafa í átökunum til að skapa hentugar aðstæður. Watling segir að ef og þegar Úkraínumenn ná að mynda gat á vörnum Rússa, hvar sem það verður gert, verði gífurlega mikilvægt fyrir þá að eiga nægjanlegt varalið sem hægt sé að senda eins hratt og mögulegt er í gegnum gatið. Rússar munu einnig þurfa að reyna að bregðast hratt við og senda það varalið sem þeir eiga til að fylla upp í gatið. Hingað til hafa hvorki Úkraínumenn né Rússar sýnt fram á mikla getu til að nýta sér tækifæri sem þessi en til þess þarf mikla skipulagningu og hergögn eins og olíu og skotfæri. Áhugasamir geta séð grófa mynd af stöðunni í Úkraínu á gagnvirku korti bandarískuhugveitunnar Institute for the study of war. Here are today's control-of-terrain maps of #Russia's invasion of #Ukraine from @TheStudyofWar and @criticalthreats.Interactive map, updated daily: https://t.co/hwgxTnU2TrArchive of time-lapse maps, updated monthly: https://t.co/IT6FiqwgGO pic.twitter.com/pSQlNnjI98— ISW (@TheStudyofWar) June 15, 2023 Óvissa um baráttuanda Watling segir helstu óvissuna varðandi gagnsókn Rússa snúa að baráttuanda rússneskra hermanna. Þeir séu nú að berjast í vel undirbúnum skotgröfum gegn óvini sem þarf að sækja fram gegn þeim. Takist Úkraínumönnum að rjúfa varnir Rússa og þvinga þá á hreyfingu, sé líklegt að lítil þjálfun og agi muni gera Rússum erfitt að halda vörnum áfram. Úkraínumenn hafi þó mikið verk fyrir höndum varðandi það að gera gat á varnir Rússa og ekki sé víst að af því verði. Sérfræðingar RUSI slógu á svipaða strengi í síðasta mánuði, þegar hugveitan birti skýrslu um að rússneski herinn hefði gengið í gegnum umfangsmiklar breytingar frá því stríðið í Úkraínu hófst. Þær breytingar sneru meðal annars að því að stytta boðleiðir milli hermanna á víglínunni og stórskotaliðs svo stórskotaliðsárásir væru skilvirkari. Í skýrslunni kom einnig fram að loftvarnir Rússa væru betur skipulagðar en áður en þessar breytingar byggðu á því að víglínurnar hefðu lítið hreyfst í marga mánuði. Ef Úkraínumenn gætu komið Rússum á hreyfingu myndu þeir líklega missa allt skipulag. Bandaríkjamenn vörðu miklu púðri í vetur í að þjálfa Úkraínska hermenn í skipulagningu svokallaðs hreyfanlegs hernaðar. Ætla ekki að láta af stuðningi Talið er að gagnsókn Úkraínumanna muni standa yfir næstu mánuði. Úkraínumenn munu verða fyrir mannfalli og munu þurfa áframhaldandi aðstoð Vesturlanda til að fylla upp í raðir sínar á nýjan leik. Varnarmálaráðherra aðildarríkja Atlantshafsbandalagins komu saman á fimmtudaginn þar sem þeir ræddu þann stuðning og hvernig hægt væri að halda honum áfram. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, Mark MIlley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og Oleksii Reznikov, varnarmálráðherra Úkraínu, í Brussel í gær.Getty/Omar Havana „Barátta Úkraínu er maraþon en ekki spretthlaup,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í gær. Hann sagði að bakhjarlar Úkraínu myndu ekki láta af stuðningi við Úkraínumenn. Til marks um það bárust fréttir af því í gær að 24 úkraínskir flugmenn myndu hefja þjálfun á F-16 herþotur í sumar og að sú þjálfun væri hafin. Yfirvöld Í Bretlandi, Bandaríkjunum, Hollandi og Danmörku tilkynntu svo í sameiningu að þau myndu vinna saman að því að útvega Úkraínumönnum mikilvæg loftvarnarkerfi. Sjá einnig: F-16 engin töfralausn fyrir Úkraínumenn Sænskir bryndrekar hafa sést í fyrsta sinn í Úkraínu en þeir kallast CV9040C og eru búnir 40mm byssu og eiga að sjást illa á hitasjónaukum. Svíar hafa sent fjörutíu slíka til Úkraínu. #Ukraine: The first photo of a Swedish CV9040C infantry fighting vehicle already on Ukrainian soil. About 50 of these armored vehicles with 40mm autocannons were donated to the Ukrainian army by Sweden. pic.twitter.com/ukCnhSU2wk— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) June 15, 2023 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í viðtali sem birt var í gær að ef gagnsókn Úkraínumanna heppnist muni Rússar tapa stríðinu að endingu. Forsetinn sagði fregnirnar frá víglínunum vera jákvæðar en ástandið væri erfitt. „Hetjur okkar, hermenn okkar á víglínunum standa frammi fyrir harðri mótspyrnu,“ sagði hann meðal annars. Hér að neðan má sjá smá bút úr viðtalinu og fréttamanninn Richard Engel fara yfir það helsta sem Selenskí sagði við hann. NEW: Ukrainian President Zelenskyy says he keeps what U.S. and European leaders think in mind as the war with Russia continues.@RichardEngel: "Does it feel like you are sometimes fighting to a U.S. political timeline?"Zelenskyy: "Yes. We have to think about that." pic.twitter.com/cEe5KNo2w1— Meet the Press (@MeetThePress) June 15, 2023
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Fréttaskýringar Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira