Gísli hóf TikTok ferilinn á mánudag í ferðalagi með fjölskyldunni í Lundúnum. Með í för er Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, og virðist hópurinn hafa farið á tónleika söngvarans vinsæla Harry Styles á Wembley leikvanginum í gær. Hann heldur þrenna tónleika á Wembley til viðbótar í þessari viku.
Algoriþminn kínverski virðist hafa áttað sig snemma á því að þarna væri á ferðinni vinsæll íslenskur leikari. Nokkur þúsund hafa þegar líkað við myndbönd hans, þar sem minni áhersla en vanalega er lögð á gæði framleiðslunnar - svona miðað við önnur verkefni Gísla Arnar. Hér eru þeir Sveppi að drekka bjór:
Og í slökun í almenningsgarði:
Og loks í gír fyrir tónleika Harry Styles:
Vel hefur gengið hjá Gísla Erni undanfarið og ekki bara á TikTok. Sem dæmi fengu þættirnir Verbúðin, framleiddir af Vesturport, mikið lof og tók hann í framhaldinu að sér leikstjórn tveggja þátta í þriðju þáttaröð af hinum geysivinsælu norsku Exit þáttunum: