Hjalti, sem er fertugur að aldri, er einn af reynslumeiri þjálfurum landsins, en síðustu fjögur ár þjálfaði hann lið Keflavíkur í Subway-deild karla. Hann hætti með liðið í vor eftir að hafa beðið lægri hlut gegn Tindastóli í 4-liða úrslitum.
Valsarar greina frá ráðningunni á Facebook-síðu sinni, og fagna að vonum komu Hjalta Þórs.
Það er mikill fengur fyrir körfuknattleiksdeild Vals að fá jafn reynslumikinn og öflugan þjálfara til að taka þátt í að viðhalda því öfluga starfi sem hefur verið innan félagsins. Áfram hærra!