Milduðu dóm yfir manni sem nauðgaði öðrum á salerni skemmtistaðar Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2023 07:10 Landsréttur taldi sannað að Faisal Mohed Freer hafi þvingað brotaþola til munnmaka á salerni skemmtistaðar í ágúst 2021. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur mildað dóm yfir Faisal Mohed Freer vegna nauðgunar inni á salerni skemmtistaðar í tveggja ára fangelsi. Maðurinn hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl á síðasta ári og var dómnum í kjölfarið áfrýjað. Freer var ákærður fyrir að hafa aðfararnótt 8. ágúst 2021 ruðst inn á salerni skemmtistaðar þar sem brotaþoli var staddur og reynt að hafa við hann endaþarms- og munnmök án hans samþykkis. Hann var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa sama kvöld og á sama skemmtistað, farið aftur á eftir brotaþola inn á salerni og haft við hann endaþarmsmök án hans samþykkis sem og þvingað hann til að hafa við sig munnmök og ekki hætt þótt maðurinn hafi ítrekað beðið hann um það. Landsréttur sýknaði manninn af þeim hluta ákærunnar sem snýr að endaþarmsmökum sem leiddi til þess að hæfileg refsing var metin tveggja ára fangelsi, auk þess að greiða brotaþola tvær milljónir króna í miskabætur. Stöðugur framburður brotaþola Í dómi Landsréttar kemur fram að Freer og brotaþoli hafi verið einir til frásagnar frásagnar um hvað hafi gerst inni á salerninu. Framburður brotaþola um að hann hafi þvingað hann til munnmaka hafi frá upphafi verið stöðugur og fengi sömuleiðis stoð í framburði vitna sem hafi lýst því að brotaþoli hafi verið í miklu uppnámi eftir að hafa hraðað sér út af salerninu og öskrað. Vitnið sagði brotaþola hafa verið grátandi, mjög taugaveiklaðan og í uppnámi og sagt að Freer hefði nauðgað sér. Hann hafi annars átt erfitt með að útskýra það sem hafi gerst og vitnið kallað á öryggisverði sem héldu ákærða þar til að lögregla kom á staðinn. Þá var framburður Freer um að hann myndi ekki eftir atburðum kvöldsins vegna áfengisdrykkju ekki talinn trúverðugur þar sem það stangist á við gögn málsins. Sömuleiðis hafi framburður ákærða um að hann hefði ekki áhuga á karlmönnum þótt ótrúverðugur. Dómur mildaður Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að Freer hafi þvingað manninn til munnmaka, en féllst þó ekki þá niðurstöðu héraðsdóms að fullnægjandi sönnun lægi fyrir um að Freer hafi haft endaþarmsmök við manninn án hans samþykkis. Hæfileg refsing var því talin tveggja ára fangelsi, en Freer var einnig sakfelldur fyrir að hafa verið með falsað ökuskírteini og kennivottorð frá Belgíu við handtöku. Til frádráttar kemur fjögurra daga gæsluvarðhald sem hann sætti, en hann var handtekinn sama kvöld eftir að hafa verið haldið af öryggisvörðum skemmtistaðarins. Freer var sömuleiðis gert að greiða tvo þriðjuhluta af áfrýjunarkostnaði málsins ásamt sama hlutfalls málsvarnarlauna veranda og þóknunar réttargæslumanns. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Freer var ákærður fyrir að hafa aðfararnótt 8. ágúst 2021 ruðst inn á salerni skemmtistaðar þar sem brotaþoli var staddur og reynt að hafa við hann endaþarms- og munnmök án hans samþykkis. Hann var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa sama kvöld og á sama skemmtistað, farið aftur á eftir brotaþola inn á salerni og haft við hann endaþarmsmök án hans samþykkis sem og þvingað hann til að hafa við sig munnmök og ekki hætt þótt maðurinn hafi ítrekað beðið hann um það. Landsréttur sýknaði manninn af þeim hluta ákærunnar sem snýr að endaþarmsmökum sem leiddi til þess að hæfileg refsing var metin tveggja ára fangelsi, auk þess að greiða brotaþola tvær milljónir króna í miskabætur. Stöðugur framburður brotaþola Í dómi Landsréttar kemur fram að Freer og brotaþoli hafi verið einir til frásagnar frásagnar um hvað hafi gerst inni á salerninu. Framburður brotaþola um að hann hafi þvingað hann til munnmaka hafi frá upphafi verið stöðugur og fengi sömuleiðis stoð í framburði vitna sem hafi lýst því að brotaþoli hafi verið í miklu uppnámi eftir að hafa hraðað sér út af salerninu og öskrað. Vitnið sagði brotaþola hafa verið grátandi, mjög taugaveiklaðan og í uppnámi og sagt að Freer hefði nauðgað sér. Hann hafi annars átt erfitt með að útskýra það sem hafi gerst og vitnið kallað á öryggisverði sem héldu ákærða þar til að lögregla kom á staðinn. Þá var framburður Freer um að hann myndi ekki eftir atburðum kvöldsins vegna áfengisdrykkju ekki talinn trúverðugur þar sem það stangist á við gögn málsins. Sömuleiðis hafi framburður ákærða um að hann hefði ekki áhuga á karlmönnum þótt ótrúverðugur. Dómur mildaður Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að Freer hafi þvingað manninn til munnmaka, en féllst þó ekki þá niðurstöðu héraðsdóms að fullnægjandi sönnun lægi fyrir um að Freer hafi haft endaþarmsmök við manninn án hans samþykkis. Hæfileg refsing var því talin tveggja ára fangelsi, en Freer var einnig sakfelldur fyrir að hafa verið með falsað ökuskírteini og kennivottorð frá Belgíu við handtöku. Til frádráttar kemur fjögurra daga gæsluvarðhald sem hann sætti, en hann var handtekinn sama kvöld eftir að hafa verið haldið af öryggisvörðum skemmtistaðarins. Freer var sömuleiðis gert að greiða tvo þriðjuhluta af áfrýjunarkostnaði málsins ásamt sama hlutfalls málsvarnarlauna veranda og þóknunar réttargæslumanns.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira