Sjáðu mörkin: Dýrðleg Birta, Fanndís skoraði eftir brjóstagjöf og sautján ára nýliði stakk Sif af Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2023 11:01 Keflvíkingar fagna mark í góðum sigri sínum gegn Þrótti í Laugardalnum í gær. vísir/Anton FH blandaði sér í baráttuna í efsta hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta í gær með frábærum sigri á Stjörnunni, og Keflavík vann óvæntan sigur í Laugardal þar sem rauða spjaldið fór á loft. Öll mörkin úr áttundu umferð má nú sjá á Vísi. Valskonur styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með afar öruggum 5-0 sigri á Tindastóli, þar sem Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði þrennu og Fanndís Friðriksdóttir skoraði þremur mánuðum eftir að hafa fætt barn, eftir að hafa gefið barninu brjóst í hálfleik. Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði annað mark Vals í leiknum. Klippa: Mörk Vals gegn Tindastóli Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir fagnaði með afar hófstilltum hætti þegar hún skoraði fyrir FH gegn sínu gamla félagi Stjörnunni, í 2-0 sigri nýliðanna sem halda áfram að koma á óvart. Esther Rós Arnarsdóttir skoraði seinna markið strax á 12. mínútu og er FH nú fyrir ofan Stjörnuna, í 4. sæti með 13 stig, sex stigum frá toppnum. Klippa: Mörk FH gegn Stjörnunni Birta Georgsdóttir fékk sæti í byrjunarliði Breiðabliks og þakkaði fyrir sig með tveimur laglegum mörkum sem hún bjó til nánast upp á sitt einsdæmi. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði svo þriðja markið, í 3-0 sigri Blika sem eru þremur stigum frá toppnum. Klippa: Mörk Breiðabliks gegn ÍBV Keflavík vann 2-1 gegn Þrótti í Laugardal þar sem vendipunkturinn varð snemma í seinni hálfleik þegar fyrirliði Þróttar, Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, renndi sér á eftir Linli Tu og fékk rautt spjald. Tu skoraði svo beint úr aukaspyrnunni og Sandra Voitane bætti við öðru marki á 76. mínútu, áður en Ísabella Anna Húbertsdóttir náði að minnka muninn fyrir Þróttara með sinu fyrsta marki í efstu deild. Klippa: Mörkin og rauða spjaldið í leik Þróttar og Keflavíkur Hin 17 ára gamla Una Móeiður Hlynsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild og kom Þór/KA yfir, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í efstu deild, eftir að hafa haft betur í kapphlaupi við fyrrverandi landsliðskonuna Sif Atladóttur. Sandra María Jessen bætti við marki á 14. mínútu og Tahnai Annis skoraði þriðja markið snemma í seinni hálfleik. Klippa: Mörk Þórs/KA gegn Selfossi Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Valskonur styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar með afar öruggum 5-0 sigri á Tindastóli, þar sem Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði þrennu og Fanndís Friðriksdóttir skoraði þremur mánuðum eftir að hafa fætt barn, eftir að hafa gefið barninu brjóst í hálfleik. Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði annað mark Vals í leiknum. Klippa: Mörk Vals gegn Tindastóli Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir fagnaði með afar hófstilltum hætti þegar hún skoraði fyrir FH gegn sínu gamla félagi Stjörnunni, í 2-0 sigri nýliðanna sem halda áfram að koma á óvart. Esther Rós Arnarsdóttir skoraði seinna markið strax á 12. mínútu og er FH nú fyrir ofan Stjörnuna, í 4. sæti með 13 stig, sex stigum frá toppnum. Klippa: Mörk FH gegn Stjörnunni Birta Georgsdóttir fékk sæti í byrjunarliði Breiðabliks og þakkaði fyrir sig með tveimur laglegum mörkum sem hún bjó til nánast upp á sitt einsdæmi. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði svo þriðja markið, í 3-0 sigri Blika sem eru þremur stigum frá toppnum. Klippa: Mörk Breiðabliks gegn ÍBV Keflavík vann 2-1 gegn Þrótti í Laugardal þar sem vendipunkturinn varð snemma í seinni hálfleik þegar fyrirliði Þróttar, Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, renndi sér á eftir Linli Tu og fékk rautt spjald. Tu skoraði svo beint úr aukaspyrnunni og Sandra Voitane bætti við öðru marki á 76. mínútu, áður en Ísabella Anna Húbertsdóttir náði að minnka muninn fyrir Þróttara með sinu fyrsta marki í efstu deild. Klippa: Mörkin og rauða spjaldið í leik Þróttar og Keflavíkur Hin 17 ára gamla Una Móeiður Hlynsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild og kom Þór/KA yfir, í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í efstu deild, eftir að hafa haft betur í kapphlaupi við fyrrverandi landsliðskonuna Sif Atladóttur. Sandra María Jessen bætti við marki á 14. mínútu og Tahnai Annis skoraði þriðja markið snemma í seinni hálfleik. Klippa: Mörk Þórs/KA gegn Selfossi Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira