„Ég þurfti að gefa brjóst í hálfleik“ Jón Már Ferro skrifar 12. júní 2023 21:54 Fanndís segist stolt af sjálfri sér eftir að spila sinn fyrsta leik í tæp tvö ár. Vísir/Hulda Margrét Fanndís Friðriksdóttir spilaði sinn fyrsta leik, fyrir Val í kvöld, síðan 10. september 2021. Síðan þá hefur hún slitið krossbönd og eignast sitt annað barn. Hún gerði sér lítið fyrir og skoraði mark eftir að hafa komið inn á sem varamaður gegn Tindastól í Bestu deild kvenna. „Tilfinningarnar eru mjög góðar. Þetta var leikurinn sem ég var búinn að vera með í huga síðan fyrsta 1. mars þegar ég eignaðist annað barnið mitt. Þetta var mjög sætt og ég er virkilega stolt af sjálfri mér,“ segir Fanndís. Þrátt fyrir að það sé langur tími liðin frá síðasta leik Fanndísar hefur hún ekki setið aðgerðarlaus. „Tíminn er búinn að vera furðu fljótur að líða þannig lagað. Þetta gekk allt ótrúlega vel. Það hjálpaði mér að ég varð ólétt. Þá gat ég gleymt mér í öðru en ég var ekkert búinn að vera með hugann við það. Ég ætlaði mér bara aftur í fótbolta,“ segir Fanndís. Eftir að hún sleit krossbönd nýtti hún tímann vel og var alltaf staðráðin í að snúa til baka á völlinn. „Ég sleit krossband mjög stuttu eftir að ég eignaðist fyrra barnið mitt. Ég held ég hafi aldrei orðið jafn móðguð þegar fólk spurði mig hvort ég ætlaði aftur í fótbolta. Ég sagði alltaf já! Þannig nei. Það kom aldrei neitt annað til greina,“ segir Fanndís. Fanndís Friðriksdóttir skoraði á sínum tíma 17 mörk fyrir íslenska landsliðið. Hún á að baki 109 landsleiki en síðast spilaði hún gegn úkraínu 10. mars 2020 fyrir landsliðið.Vísir/Getty Eðlilega er hún þreytt eftir fyrsta leikinn en vonandi spilar Fanndís meira á tímabilinu því fáar knattspyrnukonur á Íslandi eru skemmtilegri á vellinum. „Ég er stíf hér og þar vegna þess að álagið er að verða meira. Það var langt síðan ég var í fótbolta. Ég er bara að njóta þess að vera í fótbolta. Svo sjáum við bara hvað gerist,“ segir Fanndís. Það er ekki auðvelt verkefni að púsla saman fótboltanum samhliða því að vera nýbökuð móðir. „Þetta er mjög mikil vinna og mjög erfitt. Svo gleymir maður þessu öllu núna. En já þetta er mjög mikil vinna og mikið púsluspil. Ég þurfti að gefa brjóst í hálfleik. Það er allskonar bras sem fylgir þessu. Þú mætir ekki bara í leik og hugsar um sjálfan þig,“ segir Fanndís. Besta deild kvenna Valur Tindastóll Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Sjá meira
„Tilfinningarnar eru mjög góðar. Þetta var leikurinn sem ég var búinn að vera með í huga síðan fyrsta 1. mars þegar ég eignaðist annað barnið mitt. Þetta var mjög sætt og ég er virkilega stolt af sjálfri mér,“ segir Fanndís. Þrátt fyrir að það sé langur tími liðin frá síðasta leik Fanndísar hefur hún ekki setið aðgerðarlaus. „Tíminn er búinn að vera furðu fljótur að líða þannig lagað. Þetta gekk allt ótrúlega vel. Það hjálpaði mér að ég varð ólétt. Þá gat ég gleymt mér í öðru en ég var ekkert búinn að vera með hugann við það. Ég ætlaði mér bara aftur í fótbolta,“ segir Fanndís. Eftir að hún sleit krossbönd nýtti hún tímann vel og var alltaf staðráðin í að snúa til baka á völlinn. „Ég sleit krossband mjög stuttu eftir að ég eignaðist fyrra barnið mitt. Ég held ég hafi aldrei orðið jafn móðguð þegar fólk spurði mig hvort ég ætlaði aftur í fótbolta. Ég sagði alltaf já! Þannig nei. Það kom aldrei neitt annað til greina,“ segir Fanndís. Fanndís Friðriksdóttir skoraði á sínum tíma 17 mörk fyrir íslenska landsliðið. Hún á að baki 109 landsleiki en síðast spilaði hún gegn úkraínu 10. mars 2020 fyrir landsliðið.Vísir/Getty Eðlilega er hún þreytt eftir fyrsta leikinn en vonandi spilar Fanndís meira á tímabilinu því fáar knattspyrnukonur á Íslandi eru skemmtilegri á vellinum. „Ég er stíf hér og þar vegna þess að álagið er að verða meira. Það var langt síðan ég var í fótbolta. Ég er bara að njóta þess að vera í fótbolta. Svo sjáum við bara hvað gerist,“ segir Fanndís. Það er ekki auðvelt verkefni að púsla saman fótboltanum samhliða því að vera nýbökuð móðir. „Þetta er mjög mikil vinna og mjög erfitt. Svo gleymir maður þessu öllu núna. En já þetta er mjög mikil vinna og mikið púsluspil. Ég þurfti að gefa brjóst í hálfleik. Það er allskonar bras sem fylgir þessu. Þú mætir ekki bara í leik og hugsar um sjálfan þig,“ segir Fanndís.
Besta deild kvenna Valur Tindastóll Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Sjá meira