„Ég vil ekki segja að ég sé sá besti“ Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 15:31 Novak Djokovic með bikarinn eftir að hafa unnið sitt 23. risamót á ferlinum, sem er met. EPA-EFE/MOHAMMED BADRA Serbinn Novak Djokovic segir að aðrir verði að dæma um það hvort að hann sé merkasti tennisspilari allra tíma. Staðreyndin er þó að minnsta kosti sú að enginn hefur unnið eins mörg risamót í tennis karla. Djokovic, sem er 36 ára gamall, vann Opna franska mótið á sunnudag þar sem hann hafði betur gegn Norðmanninum Casper Ruud í úrslitaleik. Þar með hefur hann unnið 23 risamót, einn karla, og er jafnframt sá eini sem unnið hefur risamótin fjögur að minnsta kosti þrisvar sinnum hvert. Hann sló metið sem hann deildi með Spánverjanum Rafael Nadal. HISTORY #RolandGarros pic.twitter.com/5d4r8keSE6— Roland-Garros (@rolandgarros) June 11, 2023 Djokovic hefur nú unnið jafnmörg risamót og Serena Williams og er einum titli frá því að jafna met Margaret Court, sem hann gæti náð að gera á Wimbledon-mótinu í næsta mánuði. „Ég vil ekki taka þátt í þessum umræðum. Ég er að skrifa mína eigin sögu,“ sagði Djokovic eftir sigurinn í gær, þegar hann var spurður út í það hvort að hann væri orðinn sá besti í sögunni. „Ég vil ekki segja að ég sé sá besti. Ég eftirlæt öðrum þær umræður,“ sagði Djokovic. Í fyrsta sinn í tvo áratugi Djokovic hefur helst glímt við þá Rafael Nadal og Roger Federer í gegnum árin en Federer lagði spaðann á hilluna í fyrra, eftir að hafa unnið tuttugu risatitla. Nadal er svo kominn niður fyrir 100. sæti á heimslistanum, í fyrsta sinn síðan árið 2003 þegar hann var aðeins 16 ára gamall. Nadal hefur glímt við langvinn meiðsli sem komu í veg fyrir að þessi 37 ára Spánverji gæti varið titilinn sinn á Opna franska mótinu í ár. Nadal er nú númer 136 á heimslistanum. Tennis Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Djokovic, sem er 36 ára gamall, vann Opna franska mótið á sunnudag þar sem hann hafði betur gegn Norðmanninum Casper Ruud í úrslitaleik. Þar með hefur hann unnið 23 risamót, einn karla, og er jafnframt sá eini sem unnið hefur risamótin fjögur að minnsta kosti þrisvar sinnum hvert. Hann sló metið sem hann deildi með Spánverjanum Rafael Nadal. HISTORY #RolandGarros pic.twitter.com/5d4r8keSE6— Roland-Garros (@rolandgarros) June 11, 2023 Djokovic hefur nú unnið jafnmörg risamót og Serena Williams og er einum titli frá því að jafna met Margaret Court, sem hann gæti náð að gera á Wimbledon-mótinu í næsta mánuði. „Ég vil ekki taka þátt í þessum umræðum. Ég er að skrifa mína eigin sögu,“ sagði Djokovic eftir sigurinn í gær, þegar hann var spurður út í það hvort að hann væri orðinn sá besti í sögunni. „Ég vil ekki segja að ég sé sá besti. Ég eftirlæt öðrum þær umræður,“ sagði Djokovic. Í fyrsta sinn í tvo áratugi Djokovic hefur helst glímt við þá Rafael Nadal og Roger Federer í gegnum árin en Federer lagði spaðann á hilluna í fyrra, eftir að hafa unnið tuttugu risatitla. Nadal er svo kominn niður fyrir 100. sæti á heimslistanum, í fyrsta sinn síðan árið 2003 þegar hann var aðeins 16 ára gamall. Nadal hefur glímt við langvinn meiðsli sem komu í veg fyrir að þessi 37 ára Spánverji gæti varið titilinn sinn á Opna franska mótinu í ár. Nadal er nú númer 136 á heimslistanum.
Tennis Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira