Sáttagreiðsla hafi ráðið úrslitum Helena Rós Sturludóttir skrifar 10. júní 2023 21:30 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Stöð 2/Steingrímur Dúi Tillaga sáttasemjara um svokallaða sáttagreiðslu réði úrslitum í nótt og varð til þess að nýr kjarasamningur var undirritaður eftir tæplega sólarhrings samningalotu mili Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB, að sögn formannsins. Samningurinn var undirritaður um sjöleytið í morgun og hefur verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum nú verið aflýst. Formaður BSRB er ánægð að deilunni sé lokið. „Þegar við lögðum af stað í baráttuna og raunverulega fórum í atkvæðagreiðsluna um verkföll þá voru þrjú atriði sem stóðu út af það var þessi krafa um eingreiðslu upp á 128 þúsund, þetta var hækkun á lægstu laununum, sem að nær til um helmings okkar félagsfólks og síðan var það þá aukagreiðslur fyrir starfsfólk leikskóla og heimaþjónustu. Og við teljum okkur hafa náð ansi langt í áttina að þessum markmiðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Tillaga sáttasemjara landaði samningnum Mánaðarlaun félagsfólks hækka að lágmarki um 35 þúsund krónur og desemberuppbót þess árs verður 131 þúsund krónur. Auk þess var samið um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti. Þá náðist samkomulag um sáttagreiðslu að upphæð 105 þúsund krónur sem verður greidd út næstu mánaðarmót. „Það sem réðu raunverulega úrslitum í nótt var þessi tillaga sáttasemjaranna, svokölluð innanhúss tillaga um þá þessa sáttagreiðslu og hún er þá komin til vegna þess að við vildum leysa úr deilunni og fara í sáttina,“ segir Sonja Ýr. Samstaðan stendur upp úr Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði í hádegisfréttum í dag að það sem stæði upp úr væri að sátt hafi náðst og að verkföllum væri nú lokið. „Í grunninn það sem stendur upp úr í þessari baráttu er auðvitað bara gríðarleg samstaða milli okkar fólks og baráttu þrekið og líka stuðningurinn í samfélaginu öllu. Og ég held að það hafi leitt til þess að við höfum svona náð langleiðina í átt að okkar markmiðum,“ segir Sonja Ýr. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. 10. júní 2023 11:31 Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Samningurinn var undirritaður um sjöleytið í morgun og hefur verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum nú verið aflýst. Formaður BSRB er ánægð að deilunni sé lokið. „Þegar við lögðum af stað í baráttuna og raunverulega fórum í atkvæðagreiðsluna um verkföll þá voru þrjú atriði sem stóðu út af það var þessi krafa um eingreiðslu upp á 128 þúsund, þetta var hækkun á lægstu laununum, sem að nær til um helmings okkar félagsfólks og síðan var það þá aukagreiðslur fyrir starfsfólk leikskóla og heimaþjónustu. Og við teljum okkur hafa náð ansi langt í áttina að þessum markmiðum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Tillaga sáttasemjara landaði samningnum Mánaðarlaun félagsfólks hækka að lágmarki um 35 þúsund krónur og desemberuppbót þess árs verður 131 þúsund krónur. Auk þess var samið um hækkun á lægstu launum og viðbótargreiðslur fyrir tiltekin starfsheiti. Þá náðist samkomulag um sáttagreiðslu að upphæð 105 þúsund krónur sem verður greidd út næstu mánaðarmót. „Það sem réðu raunverulega úrslitum í nótt var þessi tillaga sáttasemjaranna, svokölluð innanhúss tillaga um þá þessa sáttagreiðslu og hún er þá komin til vegna þess að við vildum leysa úr deilunni og fara í sáttina,“ segir Sonja Ýr. Samstaðan stendur upp úr Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði í hádegisfréttum í dag að það sem stæði upp úr væri að sátt hafi náðst og að verkföllum væri nú lokið. „Í grunninn það sem stendur upp úr í þessari baráttu er auðvitað bara gríðarleg samstaða milli okkar fólks og baráttu þrekið og líka stuðningurinn í samfélaginu öllu. Og ég held að það hafi leitt til þess að við höfum svona náð langleiðina í átt að okkar markmiðum,“ segir Sonja Ýr.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. 10. júní 2023 11:31 Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. 10. júní 2023 11:31
Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54