Allra augu á boðuðum ráðherrakapal: „Ég hef ekki hugmynd um það“ Árni Sæberg skrifar 9. júní 2023 21:31 Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekkert um það hvenær hún verður dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa hugmynd um það hvenær hún tekur við embætti dómsmálaráðherra, sem henni var lofað í kjölfar myndunar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Tiltölulega átakalitlu vorþingi lauk í dag, sem þó náði að afgreiða fjölda mála. Nú þegar þingið fer í sumarleyfi beinist athyglin að ráðherrakapal Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Við myndun ríkisstjórnarinnar var það ákveðið að Jón Gunnarsson myndi gegna embætti dómsmálaráðherra fyrstu átján mánuði kjörtímabilsins en Guðrún Hafsteinsdóttir myndi svo taka við af honum. Þar með yrði Guðrún eini ráðherra Sjálfstæðisflokksins úr suðurkjördæmi. Nú þegar átján mánuðir og tólf dagar eru frá því að önnur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum, situr Jón Gunnarsson sem fastast í stól dómsmálaráðherra. Veist þú eitthvað hvenær það gæti gerst? Bjarni sagði að það mundi gerast á næstu dögum. „Nei, ég hef ekki hugmynd um það,“ segir Guðrún. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2: Hún segist þó ekki efast um það að hún fá dómsmálaráðuneytið á endanum, enda hafi aldrei verið talað um neitt annað. Hún geti þó gengið í hvaða verkefni sem er og treysti sér til þess. Sveitungar orðnir óþreyjufullir Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur skorað á formann flokksins, Bjarna Benediktsson, að „efna gefin loforð um að gera Guðrúnu Hafsteinsdóttur að ráðherra“. Ég verð að lýsa þakklæti yfir félögum mínum í kjördæminu. Ég vissi nú ekki af því að þetta stæði til en það lýsir auðvitað óþreyju fólks og Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi eftir þessu loforði, að það verði staðið við það,“ segir Guðrún. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Tiltölulega átakalitlu vorþingi lauk í dag, sem þó náði að afgreiða fjölda mála. Nú þegar þingið fer í sumarleyfi beinist athyglin að ráðherrakapal Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Við myndun ríkisstjórnarinnar var það ákveðið að Jón Gunnarsson myndi gegna embætti dómsmálaráðherra fyrstu átján mánuði kjörtímabilsins en Guðrún Hafsteinsdóttir myndi svo taka við af honum. Þar með yrði Guðrún eini ráðherra Sjálfstæðisflokksins úr suðurkjördæmi. Nú þegar átján mánuðir og tólf dagar eru frá því að önnur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum, situr Jón Gunnarsson sem fastast í stól dómsmálaráðherra. Veist þú eitthvað hvenær það gæti gerst? Bjarni sagði að það mundi gerast á næstu dögum. „Nei, ég hef ekki hugmynd um það,“ segir Guðrún. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2: Hún segist þó ekki efast um það að hún fá dómsmálaráðuneytið á endanum, enda hafi aldrei verið talað um neitt annað. Hún geti þó gengið í hvaða verkefni sem er og treysti sér til þess. Sveitungar orðnir óþreyjufullir Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur skorað á formann flokksins, Bjarna Benediktsson, að „efna gefin loforð um að gera Guðrúnu Hafsteinsdóttur að ráðherra“. Ég verð að lýsa þakklæti yfir félögum mínum í kjördæminu. Ég vissi nú ekki af því að þetta stæði til en það lýsir auðvitað óþreyju fólks og Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi eftir þessu loforði, að það verði staðið við það,“ segir Guðrún.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira