„Ekki auðvelt að sækja gegn þessu varnarsinnaða leikkerfi“ Jón Már Ferro skrifar 9. júní 2023 18:46 Pep Guardiola fagnaði vel og innilega eftir að Manchester City tryggði sig í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Spurning hvort hann fagni eftir sjálfan úrslitaleikinn á morgun. Vísir/Getty „Ég er svo þakklátur fyrir það sem leikmennirnir mínir hafa gert og eru að gera. En úrslitaleikir eru gjörólíkir öðrum leikjum,“ segir Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, í aðdraganda úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu. Guardiola hefur tvisvar unnið Meistaradeild Evrópu. Fyrst árið 2009 og aftur tveimur árum síðar. Í bæði skiptin með Barcelona en hefur ekki komist nálægt því aftur nema einu sinni. Þegar City tapaði gegn Chelsea í úrslitaleiknum árið 2021. Þá var Guardiola sakaður um að ofhugsa taktíkina í aðdraganda leiksins. Hann ákvað að spila ekki með neinn varnarsinnaðan miðjumann og það kom heldur betur í bakið á honum. City getur fullkomnað þrennuna á morgun með sigri. Liðið vann enska bikarmeistaratitilinn síðastliðin laugardag með 2-1 sigri á Manchester United. Tveimur vikum áður varð City enskur meistari. Ekki auðvelt að sækja gegn varnarmúr Inter „Undanfarna daga hef ég reynt að skilja hvernig leik við þurfum að spila. Við þurfum að spila okkar leik en á sama tíma verður þetta leikur með mikið af hindrunum,“ segir Guardiola. "It's not easy to win the treble" Flashback to Pep Guardiola in 2014 pic.twitter.com/yhHrnUqkdC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 9, 2023 City er í svipaðri stöðu og fyrir úrslitaleikinn 2021. Þeir eru sigurstranglegri og spila á móti liði sem er tilbúið að leggjast með varnarlínuna neðarlega á völlinn. „Það er ekki auðvelt að sækja gegn þessu varnarsinnaða leikkerfi. Við þurfum að spila hratt en á sama tíma vera þolinmóðir. Við erum ekki að fara komast í gegn á þremur sendingum. Við þurfum að spila á réttum hraða. Það er eitt af því mikilvægasta í svona leik,“ segir Guardiola. „Stjórna flestum leikjum á Ítalíu“ Búist er við því að City verði meira með boltann í leiknum á morgun líkt og í flestum leikjum. Guardiola segir að leikmenn sínir gætu orðið stressaðir ef hlutirnir muni ekki ganga upp sóknarlega. „Þeir eru vanir að stjórna flestum leikjum á Ítalíu. Þeir eru mjög góðir sóknarlega, svo við verðum að verjast mjög vel. Þetta er úrslitaleikur á móti frábæru liði,“ segir Guardiola. Þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn gerir hann sér grein fyrir gæðum Inter Milan. „Auðvitað erum við spenntir og ég er mjög bjartsýnn en á sama tíma get ég ekki neitað fyrir gæði andstæðingsins. Ég hef aldrei gert það og sérstaklega ekki í úrslitaleik Meistaradeildarinnar,“ segir Guardiola. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Úrslitaleikurinn gegn Inter verði erfiðari fyrir City en gegn Man United Sparkspekingurinn Paul Merson segir að ítalska liðið Inter Milan verði erfiðara próf fyrir Englandsmeistara Manchester City á leið þeirra að þrennunni eftirsóttu. Inter og City mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. 9. júní 2023 14:02 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Handbolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Sjá meira
Guardiola hefur tvisvar unnið Meistaradeild Evrópu. Fyrst árið 2009 og aftur tveimur árum síðar. Í bæði skiptin með Barcelona en hefur ekki komist nálægt því aftur nema einu sinni. Þegar City tapaði gegn Chelsea í úrslitaleiknum árið 2021. Þá var Guardiola sakaður um að ofhugsa taktíkina í aðdraganda leiksins. Hann ákvað að spila ekki með neinn varnarsinnaðan miðjumann og það kom heldur betur í bakið á honum. City getur fullkomnað þrennuna á morgun með sigri. Liðið vann enska bikarmeistaratitilinn síðastliðin laugardag með 2-1 sigri á Manchester United. Tveimur vikum áður varð City enskur meistari. Ekki auðvelt að sækja gegn varnarmúr Inter „Undanfarna daga hef ég reynt að skilja hvernig leik við þurfum að spila. Við þurfum að spila okkar leik en á sama tíma verður þetta leikur með mikið af hindrunum,“ segir Guardiola. "It's not easy to win the treble" Flashback to Pep Guardiola in 2014 pic.twitter.com/yhHrnUqkdC— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) June 9, 2023 City er í svipaðri stöðu og fyrir úrslitaleikinn 2021. Þeir eru sigurstranglegri og spila á móti liði sem er tilbúið að leggjast með varnarlínuna neðarlega á völlinn. „Það er ekki auðvelt að sækja gegn þessu varnarsinnaða leikkerfi. Við þurfum að spila hratt en á sama tíma vera þolinmóðir. Við erum ekki að fara komast í gegn á þremur sendingum. Við þurfum að spila á réttum hraða. Það er eitt af því mikilvægasta í svona leik,“ segir Guardiola. „Stjórna flestum leikjum á Ítalíu“ Búist er við því að City verði meira með boltann í leiknum á morgun líkt og í flestum leikjum. Guardiola segir að leikmenn sínir gætu orðið stressaðir ef hlutirnir muni ekki ganga upp sóknarlega. „Þeir eru vanir að stjórna flestum leikjum á Ítalíu. Þeir eru mjög góðir sóknarlega, svo við verðum að verjast mjög vel. Þetta er úrslitaleikur á móti frábæru liði,“ segir Guardiola. Þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn gerir hann sér grein fyrir gæðum Inter Milan. „Auðvitað erum við spenntir og ég er mjög bjartsýnn en á sama tíma get ég ekki neitað fyrir gæði andstæðingsins. Ég hef aldrei gert það og sérstaklega ekki í úrslitaleik Meistaradeildarinnar,“ segir Guardiola. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 og leikurinn sjálfur klukkan 19:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Úrslitaleikurinn gegn Inter verði erfiðari fyrir City en gegn Man United Sparkspekingurinn Paul Merson segir að ítalska liðið Inter Milan verði erfiðara próf fyrir Englandsmeistara Manchester City á leið þeirra að þrennunni eftirsóttu. Inter og City mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. 9. júní 2023 14:02 Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Í beinni: Afturelding - ÍBV | Mosfellingar stefna aftur í úrslit Handbolti „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Sjá meira
Úrslitaleikurinn gegn Inter verði erfiðari fyrir City en gegn Man United Sparkspekingurinn Paul Merson segir að ítalska liðið Inter Milan verði erfiðara próf fyrir Englandsmeistara Manchester City á leið þeirra að þrennunni eftirsóttu. Inter og City mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. 9. júní 2023 14:02