Allt gerist svo hægt Haukur Logi Jóhannsson skrifar 9. júní 2023 13:01 Við vinnum á hraða snigilsins þegar við ættum að vera á hraða blettatígurs þegar kemur að því að sinna aðgerðum í loftslagsmálum. Þetta er alls ekki eitthvað séríslenskt, langt í frá, en við þurfum ekki að vera eins og restin að heiminum. Við hér á landi ættum að geta hlaupið mun hraðar þegar kemur að þessum málaflokki og sett öðrum gott fordæmi til að gera slíkt hið sama. Það er í raun mun auðveldara fyrir okkur að gera slíkt heldur en stórþjóðir þessa heim. Hér á landi eru boðleiðir mun styttri, aðgangur að sérþekkingu mun aðgengilegri og við búum yfir tækni, þekkingu og samtakamátti sem er einstakur. Meðan aðrir þurfa að hlaupa maraþon ætti 100 metra spretthlaup að duga okkur. Þetta er í raun svo einfalt, við þurfum bara að ákveða það og framkvæma. Af hverju þessi seinagangur? Það má rekja það að vissu leiti til þess hvað loftslagbreytingar fram til þessa hafa verið að raungerast hægt. Við erum eins og froskurinn í pottinum, finnum það svo lítið á eigin skinni hversu mikið plánetan er að hlýna í raun eða aðlögumst breytingum fremur en að gera eitthvað í þeim. Norðurheimskautið er sem dæmi að hlýna fjórum sinnum hraðar heldur en önnur landssvæði á jörðinni eru að gera, en við finnum það kannski ekki eins vel á eigin skinni. Hafís og jöklar finna hinsvegar vel fyrir þeim hitabreytingum sem eru að eiga sér stað. En sú staðreynd virðist samt ekki flýta aðgerðum. Það sem hefur verið að gerast hægt er nú farið að gerast hratt. Í raun erum við komin á þann stað að þurfa að lýsa yfir neyðarástandi á alheimsvísu. Síðustu rúmu 10 ár höfum við sett met á ýmsum hamfara sviðum tengdum loftslagsbreytingum. Skógareldar hafa aukist á svæðum eins og Kaliforníu, Síberíu og í Amazon, flóð í Kína, Bangladesh og Indlandi hafa aukist til muna og hitabylgjur sem við höfum ekki upplifað áður um allt norðurhvel jarðar átt sér stað. Allt saman leitt af sér mikinn mannlegan harmleik, neytt fólk til að yfirgefa heimahaga sína eða tapa lífi sínu. Við höfum breytt plánetunni úr því að bjóða okkur hagstæð lífsskilyrði yfir í að kerfin á plánetunni eru nú farin að byrja að vinna gegn okkur. Við erum í fyrsta sinn komin á þann stall að það er raunveruleg áhætta á því að við séum búin að koma öllu úr jafnvægi. Ef það gerist þá verður of seint að gera eitthvað í málinu og allar aðgerðir í aðlögun að loftslagsbreytingum verða marklausar. Við þurfum að hlaupa hraðar í dag, á morgun og næstu árin. Listinn heldur bara áfram Fyrir rúmum áratug síðan tóku loftslagsvísindafólk saman alla þekkingu á stöðu lífeðlisfræðilegra kerfa plánetunnar og komust þau að því að aðeins einn hluti þeirra kerfa plánetunnar væri á hættulegum stað, það er norðurheimskautsísinn. Önnur kerfi heimsins væru enn sem komið er í betra ásigkomulagi og því væri kannski ekki þörf á því að óttast. Tíminn væri nægur til að bregðast við. Núna rúmum tíu árum síðar hefur þetta sama vísindafólk endurmetið stöðuna og hún er vægast sagt slæm. Það sem hefur verið að gerast við norðurheimskautið hefur nú breiðst út um allt og fleiri lífeðlisfræðileg kerfi plánetunnar komin á hættulegar slóðir. Staðan er í raun þessi núna: Við erum aðeins nokkrum áratugum frá því að hafísinn á norðurskauti hverfi alveg að sumri til Sífreri í Síberíu bráðnar nú margfalt hraðar en áður Grænlandsjökull tapar milljörðum tonna af ís á hverju ári Skógareldar á norðurhveli jarðar eru að aukast Hægst hefur á hafstraumum í Atlantshafinu Amazon regnskógurinn hefur veikst og gæti farið að losa kolefni innan ákveðins tíma Helmingur kóralrifsins mikla hefur horfið (The great barrier reef) Vesturhluti Suðurheimskautsins líklegast komið að vendipunkti og verður ekki bjargað Austurhluti Suðurheimskautsins komið í óstöðugt ástand Á jörðinni eru fimmtán stór lífeðlisfræðileg kerfi sem hafa áhrif á loftslagið, níu af þeim eru komin á hættulegan stað núþegar og ef ekkert er að gert mun hnignun þeirra halda áfram á hraða sem við höfum ekki upplifað áður með tilheyrandi afleiðingum. Afleiðingarnar verða fyrst og fremst af þrennum toga: Hækkun sjávarborðsins á þessari öld sem mun leiða af sér að hundruð milljóna mun þurfa að yfirgefa heimili sín á komandi áratugum og munu bætast við þann fjölda flóttafólks sem núþegar er farið að flýja heimkynni sín sökum loftslagsbreytinga. Bráðnun ís á norður og suður heimskautinu ásamt Grænlandsjökli mun leiða af sér nokkra metra hækkun sjávarborðs. Líklegast að það verði allavega einn metri á þessari öld og mögulega enn meir. Ef sífrera svæði eins og í Síberíu eða Amazon skógur Suður Ameríku fer að losa kolefni út í andrúmsloftið á næstu tuttugu til þrjátíu árum verður mun erfiðara að glíma við loftslagsbreytingar, svo um munar. Ef eitt af þessum fimmtán lífeðlisfræðilegu kerfum gefur sig eru líkurnar á að hin geri slíkt hið sama orðnar ansi miklar því þessi kerfi eru öll nátengd. Allt líf á jörðinni er byggt á þessum grundvallarkerfum og án þeirra verður plánetan ekki lífvænleg fyrir framtíðarkynslóðir. Líka fyrir framtíðarkynslóðir á Íslandi. Það sem við þurfum að gera hratt? Síðustu tíu þúsund ár hefur hitastig á plánetunni verið stöðugt, það er að segja ekki of heitt eða kalt. Og ef við förum nokkrar milljónir ára aftur í tímann vitum við að hitastig hefur aldrei farið upp fyrir tveggja gráðu mörkin en núna erum við að stefna að þremur til fjórum gráðum sem er grafalvarlegt mál. Til þess að tryggja framtíðarkynslóðum lífvænlega plánetum þurfum við að draga úr losun um helming fyrir árið 2030 og við þurfum að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050, helst mun fyrr. Þetta er ekkert smá verkefni og tekur til allra þátta mannlegs veruleika. Orka, iðnaður, samgöngur, byggingar, matvælaframleiðsla og neysla. Við þurfum að láta iðnað sem vinnur jarðefnaeldsneyti hverfa. Landbúnaður þarf að taka miklum stakkaskiptum og við Íslendingar erum ekki undanþegin því þó okkar framleiðsla megi vel vera umhverfisvænni en víðast annarsstaðar. Það þarf að gera mun betur þar á bæ hér á landi sem og annarsstaðar. Við þurfum að vernda líffræðilegan fjölbreytileika sem er lykilþáttur við alla matvælaframleiðslu og einnig í baráttunni við loftslagsbreytingar og listinn er hreint ekki tæmandi af aðgerðum sem við þurfum og eigum að grípa til. Hvernig berum við okkur að? Góðu fréttirnar eru að við getum alveg gert allt þetta á sama tíma og við skerðum ekki lífsskilyrði fólks. Það er þekking til staðar og tæknin leggur enn meira til en áður. Við þurfum að fylgja stöðluðum aðgerðum sem tryggja árangur. Staðlar eru eftir sem áður frábær leiðsögn við að framkvæma loftslagsvænar breytingar hratt og örugglega. Það er búið að skrifa niður allt sem við þurfum að gera og hvernig með stöðlum og rannsóknir hafa sýnt fram á að það virkar að fylgja stöðlum. Þeir vísa veginn ef svo má af orði komast og sé þeim fylgt, þeir innleiddir í fyrirtæki, í allskonar iðnað eða nýttir sem vegvísir af stjórnvöldum náum við árangri hratt og örugglega. 2030 er á morgun, 2050 er hinn daginn. Af hverju er ég að þylja þetta upp fyrir ykkur? Hluti sem margt vísindafólk hefur sagt margsinnis áður? Jú börnin mín! Börnin mín munu verða orðin vel fullorðin árið 2050 en hver verður framtíð barnanna þeirra? Ég vil vita að þeim verði óhætt þó ég verði horfin á braut. Hvað með þig? Höfundur er verkefnastjóri loftslagsverkefna hjá Íslenskum stöðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Haukur Logi Jóhannsson Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Við vinnum á hraða snigilsins þegar við ættum að vera á hraða blettatígurs þegar kemur að því að sinna aðgerðum í loftslagsmálum. Þetta er alls ekki eitthvað séríslenskt, langt í frá, en við þurfum ekki að vera eins og restin að heiminum. Við hér á landi ættum að geta hlaupið mun hraðar þegar kemur að þessum málaflokki og sett öðrum gott fordæmi til að gera slíkt hið sama. Það er í raun mun auðveldara fyrir okkur að gera slíkt heldur en stórþjóðir þessa heim. Hér á landi eru boðleiðir mun styttri, aðgangur að sérþekkingu mun aðgengilegri og við búum yfir tækni, þekkingu og samtakamátti sem er einstakur. Meðan aðrir þurfa að hlaupa maraþon ætti 100 metra spretthlaup að duga okkur. Þetta er í raun svo einfalt, við þurfum bara að ákveða það og framkvæma. Af hverju þessi seinagangur? Það má rekja það að vissu leiti til þess hvað loftslagbreytingar fram til þessa hafa verið að raungerast hægt. Við erum eins og froskurinn í pottinum, finnum það svo lítið á eigin skinni hversu mikið plánetan er að hlýna í raun eða aðlögumst breytingum fremur en að gera eitthvað í þeim. Norðurheimskautið er sem dæmi að hlýna fjórum sinnum hraðar heldur en önnur landssvæði á jörðinni eru að gera, en við finnum það kannski ekki eins vel á eigin skinni. Hafís og jöklar finna hinsvegar vel fyrir þeim hitabreytingum sem eru að eiga sér stað. En sú staðreynd virðist samt ekki flýta aðgerðum. Það sem hefur verið að gerast hægt er nú farið að gerast hratt. Í raun erum við komin á þann stað að þurfa að lýsa yfir neyðarástandi á alheimsvísu. Síðustu rúmu 10 ár höfum við sett met á ýmsum hamfara sviðum tengdum loftslagsbreytingum. Skógareldar hafa aukist á svæðum eins og Kaliforníu, Síberíu og í Amazon, flóð í Kína, Bangladesh og Indlandi hafa aukist til muna og hitabylgjur sem við höfum ekki upplifað áður um allt norðurhvel jarðar átt sér stað. Allt saman leitt af sér mikinn mannlegan harmleik, neytt fólk til að yfirgefa heimahaga sína eða tapa lífi sínu. Við höfum breytt plánetunni úr því að bjóða okkur hagstæð lífsskilyrði yfir í að kerfin á plánetunni eru nú farin að byrja að vinna gegn okkur. Við erum í fyrsta sinn komin á þann stall að það er raunveruleg áhætta á því að við séum búin að koma öllu úr jafnvægi. Ef það gerist þá verður of seint að gera eitthvað í málinu og allar aðgerðir í aðlögun að loftslagsbreytingum verða marklausar. Við þurfum að hlaupa hraðar í dag, á morgun og næstu árin. Listinn heldur bara áfram Fyrir rúmum áratug síðan tóku loftslagsvísindafólk saman alla þekkingu á stöðu lífeðlisfræðilegra kerfa plánetunnar og komust þau að því að aðeins einn hluti þeirra kerfa plánetunnar væri á hættulegum stað, það er norðurheimskautsísinn. Önnur kerfi heimsins væru enn sem komið er í betra ásigkomulagi og því væri kannski ekki þörf á því að óttast. Tíminn væri nægur til að bregðast við. Núna rúmum tíu árum síðar hefur þetta sama vísindafólk endurmetið stöðuna og hún er vægast sagt slæm. Það sem hefur verið að gerast við norðurheimskautið hefur nú breiðst út um allt og fleiri lífeðlisfræðileg kerfi plánetunnar komin á hættulegar slóðir. Staðan er í raun þessi núna: Við erum aðeins nokkrum áratugum frá því að hafísinn á norðurskauti hverfi alveg að sumri til Sífreri í Síberíu bráðnar nú margfalt hraðar en áður Grænlandsjökull tapar milljörðum tonna af ís á hverju ári Skógareldar á norðurhveli jarðar eru að aukast Hægst hefur á hafstraumum í Atlantshafinu Amazon regnskógurinn hefur veikst og gæti farið að losa kolefni innan ákveðins tíma Helmingur kóralrifsins mikla hefur horfið (The great barrier reef) Vesturhluti Suðurheimskautsins líklegast komið að vendipunkti og verður ekki bjargað Austurhluti Suðurheimskautsins komið í óstöðugt ástand Á jörðinni eru fimmtán stór lífeðlisfræðileg kerfi sem hafa áhrif á loftslagið, níu af þeim eru komin á hættulegan stað núþegar og ef ekkert er að gert mun hnignun þeirra halda áfram á hraða sem við höfum ekki upplifað áður með tilheyrandi afleiðingum. Afleiðingarnar verða fyrst og fremst af þrennum toga: Hækkun sjávarborðsins á þessari öld sem mun leiða af sér að hundruð milljóna mun þurfa að yfirgefa heimili sín á komandi áratugum og munu bætast við þann fjölda flóttafólks sem núþegar er farið að flýja heimkynni sín sökum loftslagsbreytinga. Bráðnun ís á norður og suður heimskautinu ásamt Grænlandsjökli mun leiða af sér nokkra metra hækkun sjávarborðs. Líklegast að það verði allavega einn metri á þessari öld og mögulega enn meir. Ef sífrera svæði eins og í Síberíu eða Amazon skógur Suður Ameríku fer að losa kolefni út í andrúmsloftið á næstu tuttugu til þrjátíu árum verður mun erfiðara að glíma við loftslagsbreytingar, svo um munar. Ef eitt af þessum fimmtán lífeðlisfræðilegu kerfum gefur sig eru líkurnar á að hin geri slíkt hið sama orðnar ansi miklar því þessi kerfi eru öll nátengd. Allt líf á jörðinni er byggt á þessum grundvallarkerfum og án þeirra verður plánetan ekki lífvænleg fyrir framtíðarkynslóðir. Líka fyrir framtíðarkynslóðir á Íslandi. Það sem við þurfum að gera hratt? Síðustu tíu þúsund ár hefur hitastig á plánetunni verið stöðugt, það er að segja ekki of heitt eða kalt. Og ef við förum nokkrar milljónir ára aftur í tímann vitum við að hitastig hefur aldrei farið upp fyrir tveggja gráðu mörkin en núna erum við að stefna að þremur til fjórum gráðum sem er grafalvarlegt mál. Til þess að tryggja framtíðarkynslóðum lífvænlega plánetum þurfum við að draga úr losun um helming fyrir árið 2030 og við þurfum að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050, helst mun fyrr. Þetta er ekkert smá verkefni og tekur til allra þátta mannlegs veruleika. Orka, iðnaður, samgöngur, byggingar, matvælaframleiðsla og neysla. Við þurfum að láta iðnað sem vinnur jarðefnaeldsneyti hverfa. Landbúnaður þarf að taka miklum stakkaskiptum og við Íslendingar erum ekki undanþegin því þó okkar framleiðsla megi vel vera umhverfisvænni en víðast annarsstaðar. Það þarf að gera mun betur þar á bæ hér á landi sem og annarsstaðar. Við þurfum að vernda líffræðilegan fjölbreytileika sem er lykilþáttur við alla matvælaframleiðslu og einnig í baráttunni við loftslagsbreytingar og listinn er hreint ekki tæmandi af aðgerðum sem við þurfum og eigum að grípa til. Hvernig berum við okkur að? Góðu fréttirnar eru að við getum alveg gert allt þetta á sama tíma og við skerðum ekki lífsskilyrði fólks. Það er þekking til staðar og tæknin leggur enn meira til en áður. Við þurfum að fylgja stöðluðum aðgerðum sem tryggja árangur. Staðlar eru eftir sem áður frábær leiðsögn við að framkvæma loftslagsvænar breytingar hratt og örugglega. Það er búið að skrifa niður allt sem við þurfum að gera og hvernig með stöðlum og rannsóknir hafa sýnt fram á að það virkar að fylgja stöðlum. Þeir vísa veginn ef svo má af orði komast og sé þeim fylgt, þeir innleiddir í fyrirtæki, í allskonar iðnað eða nýttir sem vegvísir af stjórnvöldum náum við árangri hratt og örugglega. 2030 er á morgun, 2050 er hinn daginn. Af hverju er ég að þylja þetta upp fyrir ykkur? Hluti sem margt vísindafólk hefur sagt margsinnis áður? Jú börnin mín! Börnin mín munu verða orðin vel fullorðin árið 2050 en hver verður framtíð barnanna þeirra? Ég vil vita að þeim verði óhætt þó ég verði horfin á braut. Hvað með þig? Höfundur er verkefnastjóri loftslagsverkefna hjá Íslenskum stöðlum.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun