Ný ákæra í hryðjuverkamálinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. júní 2023 09:58 Þeir Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson voru ákærðir fyrir tilraun og hlutdeild í tilraun til hryðjuverka. Ákærunni var vísað frá bæði í héraði og Landsrétti en nú ætlar héraðssakskónari að gefa út nýja ákæru. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákveðið að gefa út nýja ákæru í hryðjuverkamálinu svokallaða, þar sem tveir menn voru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Fyrri ákæru var vísað frá dómi, bæði í héraði og fyrir Landsrétti. Karl Ingi Vilbergsson staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. RÚV greindi fyrst frá. Ákæran hafi ekki verið birt þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni en það verði gert á mánudag þegar hún verður þingfest. „Þessi ákæra er sniðin að þeim athugasemdum sem gerðar voru í Landsrétti“segir Karl Ingi við fréttastofu. Embætti hans fékk sjö vikna frest í mars til að taka afstöðu til útgáfu nýrrar ákæru. „Við byrjum á því að fá afstöðu til ákærunnar og svo ræðst framhaldið af því.“ Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá köflum ákæru á hendur mönnunum tveimur, sem fjölluðu um hryðjuverk og staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu. Eftir stóðu ákæruliðir vegna vopnalagabrota á hendur þeim báðum og vegna fíkniefnabrots og brots á lyfjalögum á hendur öðrum þeirra. Verða málin tvö sameinuð og rekin sem eitt mál fyrir hérasðdómi. Í niðurstöðu Landsréttar kom fram að slíkir ágallar væru á tilgreiningu hinnar ætluðu refsiverðu háttsemi er varðaði hryðjuverk að erfitt væri að halda uppi vörnum fyrir þá Sindra og Ísidór. Sindri Snær var ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka en Ísidór fyrir hlutdeild í brotinu. Símon Sigvaldason einn þriggja Landsréttardómara sagði vissulega galla á ákærunni en þó ekki slíkir að vísa þyrfti frá dómi. Hann taldi að fella ætti úr gildi úrskurðinn úr héraði. Meirihlutinn taldi hins vegar að ákæruvald hafi þurft að tilgreina mun skýrar hvaða orðfæri og yfirlýsingar í samskiptum Sindra og Ísidórs sýndu að Sindri Snær hefði tekið ákvörðun um að fremja hryðjuverk. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. 18. janúar 2023 11:45 Tók dæmi af bankaráni til að útskýra ákæruna í hryðjuverkamálinu Saksóknari og verjendur í hryðjuverkamálinu svokallaða takast nú um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í brotinu. Saksóknari segir ekki unnt að lýsa ætluðum brotum ákærðu með nákvæmari hætti en gert sé í ákærunni. Hann tók sem dæmi ímyndað bankarán til að styðja þá skoðun sína að ákæran ætti að fá efnislega meðferð fyrir dómi. 26. janúar 2023 11:01 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Karl Ingi Vilbergsson staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. RÚV greindi fyrst frá. Ákæran hafi ekki verið birt þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni en það verði gert á mánudag þegar hún verður þingfest. „Þessi ákæra er sniðin að þeim athugasemdum sem gerðar voru í Landsrétti“segir Karl Ingi við fréttastofu. Embætti hans fékk sjö vikna frest í mars til að taka afstöðu til útgáfu nýrrar ákæru. „Við byrjum á því að fá afstöðu til ákærunnar og svo ræðst framhaldið af því.“ Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá köflum ákæru á hendur mönnunum tveimur, sem fjölluðu um hryðjuverk og staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu. Eftir stóðu ákæruliðir vegna vopnalagabrota á hendur þeim báðum og vegna fíkniefnabrots og brots á lyfjalögum á hendur öðrum þeirra. Verða málin tvö sameinuð og rekin sem eitt mál fyrir hérasðdómi. Í niðurstöðu Landsréttar kom fram að slíkir ágallar væru á tilgreiningu hinnar ætluðu refsiverðu háttsemi er varðaði hryðjuverk að erfitt væri að halda uppi vörnum fyrir þá Sindra og Ísidór. Sindri Snær var ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka en Ísidór fyrir hlutdeild í brotinu. Símon Sigvaldason einn þriggja Landsréttardómara sagði vissulega galla á ákærunni en þó ekki slíkir að vísa þyrfti frá dómi. Hann taldi að fella ætti úr gildi úrskurðinn úr héraði. Meirihlutinn taldi hins vegar að ákæruvald hafi þurft að tilgreina mun skýrar hvaða orðfæri og yfirlýsingar í samskiptum Sindra og Ísidórs sýndu að Sindri Snær hefði tekið ákvörðun um að fremja hryðjuverk.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. 18. janúar 2023 11:45 Tók dæmi af bankaráni til að útskýra ákæruna í hryðjuverkamálinu Saksóknari og verjendur í hryðjuverkamálinu svokallaða takast nú um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í brotinu. Saksóknari segir ekki unnt að lýsa ætluðum brotum ákærðu með nákvæmari hætti en gert sé í ákærunni. Hann tók sem dæmi ímyndað bankarán til að styðja þá skoðun sína að ákæran ætti að fá efnislega meðferð fyrir dómi. 26. janúar 2023 11:01 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. 18. janúar 2023 11:45
Tók dæmi af bankaráni til að útskýra ákæruna í hryðjuverkamálinu Saksóknari og verjendur í hryðjuverkamálinu svokallaða takast nú um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í brotinu. Saksóknari segir ekki unnt að lýsa ætluðum brotum ákærðu með nákvæmari hætti en gert sé í ákærunni. Hann tók sem dæmi ímyndað bankarán til að styðja þá skoðun sína að ákæran ætti að fá efnislega meðferð fyrir dómi. 26. janúar 2023 11:01