„Hvar eru Garðbæingar?“ Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2023 20:00 Yfir 800 áhorfendur voru á leik Breiðabliks og Stjörnunnar í gærkvöld en Helena kallar eftir fleira bláklæddu Stjörnufólki. VÍSIR/VILHELM Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna á Stöð 2 Sport, gagnrýndi Stjörnufólk fyrir að mæta ekki betur á stórleikinn við Breiðablik á Kópavogsvelli í gærkvöld. Mikið var í húfi hjá Breiðabliki og Stjörnunni sem bæði ætla sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn en þau gerðu 1-1 jafntefli. Samkvæmt ksi.is mættu 823 áhorfendur á leikinn sem er metfjöldi á þessari leiktíð, en Helena segir það vera allt Blikum að þakka sem buðu grænklæddum til að mynda upp á fríar pylsur á vellinum. „Blikasamfélagið auglýsti þennan leik vel. Það átti að blása til veislu og það hafa ekki alltaf verið svona margir á vellinum, og ég ætla að hrósa Blikum sérstaklega, sem mættu gríðarlega vel á völlinn. Ég ætla líka að hrósa þeim Stjörnumönnum sem mættu en þeir voru allt of fáir. Þegar það er búið að hóta þér að Blikar ætli að mæta vel… Hvar eru Garðbæingar?“ spurði Helena og Margrét Lára Viðarsdóttir svaraði: „Þetta er stór leikur og það var búið að auglýsa hann vel. Húllumhæ fyrir leik og Blikar stóðu vel að því. En við höfum líka séð þetta svolítið. Eins og á Valsvellinum í síðasta leik, þar sem var fátt í stúkunni. Við vonum öll að þetta fari að aukast. Veðrið spilar eitthvað inn í en það var ekki slæmt í [gær]kvöld,“ sagði Margrét. „Veðrið var nú með besta móti og það var nú ekki annað hægt en að mæta á völlinn. Ef maður mætti grænn gat maður fengið pylsu og svala, og sá flokkur sem mætti best fékk Dominos-pítsur. Það var því verið að búa til eitthvað á milli flokkanna, og mér finnst það frábært. Það var vel mætt á völlinn, en svo sá maður að í þeim hluta stúkunnar þar sem önnur lið mæta, að það var bara enginn,“ sagði Helena en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Fleiri á völlinn Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Bestu mörkin Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Sjá meira
Mikið var í húfi hjá Breiðabliki og Stjörnunni sem bæði ætla sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn en þau gerðu 1-1 jafntefli. Samkvæmt ksi.is mættu 823 áhorfendur á leikinn sem er metfjöldi á þessari leiktíð, en Helena segir það vera allt Blikum að þakka sem buðu grænklæddum til að mynda upp á fríar pylsur á vellinum. „Blikasamfélagið auglýsti þennan leik vel. Það átti að blása til veislu og það hafa ekki alltaf verið svona margir á vellinum, og ég ætla að hrósa Blikum sérstaklega, sem mættu gríðarlega vel á völlinn. Ég ætla líka að hrósa þeim Stjörnumönnum sem mættu en þeir voru allt of fáir. Þegar það er búið að hóta þér að Blikar ætli að mæta vel… Hvar eru Garðbæingar?“ spurði Helena og Margrét Lára Viðarsdóttir svaraði: „Þetta er stór leikur og það var búið að auglýsa hann vel. Húllumhæ fyrir leik og Blikar stóðu vel að því. En við höfum líka séð þetta svolítið. Eins og á Valsvellinum í síðasta leik, þar sem var fátt í stúkunni. Við vonum öll að þetta fari að aukast. Veðrið spilar eitthvað inn í en það var ekki slæmt í [gær]kvöld,“ sagði Margrét. „Veðrið var nú með besta móti og það var nú ekki annað hægt en að mæta á völlinn. Ef maður mætti grænn gat maður fengið pylsu og svala, og sá flokkur sem mætti best fékk Dominos-pítsur. Það var því verið að búa til eitthvað á milli flokkanna, og mér finnst það frábært. Það var vel mætt á völlinn, en svo sá maður að í þeim hluta stúkunnar þar sem önnur lið mæta, að það var bara enginn,“ sagði Helena en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Fleiri á völlinn Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Bestu mörkin Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Sjá meira