Utanríkisráðherra segir lítinn sóma af niðurstöðu Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2023 12:18 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra segir lítinn sóma af því að Alþingi skyldi ekki framlengja tollfrelsi á innflutningi á úkraínskum vörum eins og frosnum kjúklingi. vísir/vilhelm Utanríkisráðherra segir ekki mikinn sóma af því að Alþingi hafi ekki framlengt niðurfellingu tolla á innflutningi landbúnaðarvöru frá Úkraínu. Þetta hafi verið mikilvægur stuðningur við Úkraínu sem reki efnahagskerfi sitt núna á þrjátíu prósenta afköstum. Þingfundur hófst klukkan korter yfir ellefu með því að þingmenn minntust Árna Jonsen fyrrverandi alþingismanns sem lést í fyrradag 79 ára að aldri. Að loknum minningarorðum hófust óundirbúnar fyrirspurnir en fyrir þinginu liggur að afgreiða þau mál sem samþykkja á fyrir sumarhlé Alþingis sem hefst eftir þingfund á morgun. Meðal annars er á dagskrá í dag að afgreiða frumvörp til laga um stuðning við fjölmiðla, nýja tegund nafnskírteina sem gilt geta sem persónuskilríki á Evrópska efnahagssvæðinu og fleira. Í óundirbúnum fyrirspurnum spurði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra um hvað henni finndist um að Alþingi hefði ekki framlengt fyrir þinghlé tollfrelsi á vörum frá Úkraínu. En samtök landbúnaðarins lögðust gegn framlenginunni vegna innflutnings á frosnum kjúklingum. Utanríkisráðherra sagði þverpólitíska ákvörðun og mikla samstöðu á Alþingi um tollafrelsið í fyrra hafa verið bæði mikilvæga og táknræna og hún hafi skipt máli. Hún hefði gert sér vonir um að Alþingi myndi halda þessum stuðningi við Úkraínu áfram, þótt sjálfsagt væri að skoða af yfirvegun áhrif innflutningsins á einhverja geira landbúnaðarins. Það þyrfti þá að gera það. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra á fundi með Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu í Kænugarði fyrir nokkrum mánuðum.stjórnarráðið „Ég lít á þessa beiðni Úkraínumanna sem heilbrigða sjálfsbjargarviðleitni. Úkraínumenn eru ekki sérstaklega að kalla eftir matargjöfum. Þeir eru að kalla eftir því að fá tækifæri til að stunda viðskipti og keyra sitt efnahagslíf á að ég tel 30 prósenta afköstum,“ sagði Þórdís Kolbrún. Málið væri á forræði þingsins og hún hefði gert sér vonir um að efnahags- og viðskiptanefnd myndi leggja málið fram. „Það eru vonbrigðiað það hafi ekki tekist. Ég ætla ekki að útiloka að okkur takist að finna einhverja leið til að halda þessu áfram. Það er þó ljóst að það verður ekki hér núna. Það verður þá ekki fyrr en í haust sem mér finnst ekki mikill sómi af,“ sagði utanríkisráðherra. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata segir aðgerð Íslendinga til stuðnings Úkraínu fyrst verða táknræna þegar Alþingi hætti við stuðninginn.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna sagði aðgerðina fyrst verða táknræna núna. „Þetta er nú frekar táknræn aðgerð ef við hættum við um leið og það fer að kosta eitthvað. Því vil ég spyrja hæstvirtan ráðherra út í grein sem samflokksmaður ráðherra skrifaði í Bændablaðið. Háttvirtur þingmaður Birgir Þórarinsson, þar sem hann ver þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar,” sagði Þórhildur Sunna. Þórdís Kolbrún sagðist ekki hafa lesið greinina,. „Við vitum líka að innflutningur á alifuglakjöti - að stærstur hluti frosins kjúklings sem er seldur hér á landi kemur að utan. Það er svolítið eins og talað sé um að hér sé eingöngu um íslenskan kjúkling að ræða sem maður kaupir úti í búð. Svo komi úkraínskur kjúklingur. Það er auðvitað ekki þannig. Stór hluti frosins kjúklings sem þú kaupir úti í búð kemur frá útlöndum,” sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Landbúnaður Skattar og tollar Tengdar fréttir Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13 Vara við neyslu á kjúklingi vegna gruns um salmonellu Grunur hefur komið upp um salmonellusmit í tveimur framleiðslulotum af kjúklingi frá Reykjagarði. Fyrirtækið framleiðir kjúkling fyrir Holta, Kjörfugl og Krónuna. 16. janúar 2023 15:37 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Þingfundur hófst klukkan korter yfir ellefu með því að þingmenn minntust Árna Jonsen fyrrverandi alþingismanns sem lést í fyrradag 79 ára að aldri. Að loknum minningarorðum hófust óundirbúnar fyrirspurnir en fyrir þinginu liggur að afgreiða þau mál sem samþykkja á fyrir sumarhlé Alþingis sem hefst eftir þingfund á morgun. Meðal annars er á dagskrá í dag að afgreiða frumvörp til laga um stuðning við fjölmiðla, nýja tegund nafnskírteina sem gilt geta sem persónuskilríki á Evrópska efnahagssvæðinu og fleira. Í óundirbúnum fyrirspurnum spurði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra um hvað henni finndist um að Alþingi hefði ekki framlengt fyrir þinghlé tollfrelsi á vörum frá Úkraínu. En samtök landbúnaðarins lögðust gegn framlenginunni vegna innflutnings á frosnum kjúklingum. Utanríkisráðherra sagði þverpólitíska ákvörðun og mikla samstöðu á Alþingi um tollafrelsið í fyrra hafa verið bæði mikilvæga og táknræna og hún hafi skipt máli. Hún hefði gert sér vonir um að Alþingi myndi halda þessum stuðningi við Úkraínu áfram, þótt sjálfsagt væri að skoða af yfirvegun áhrif innflutningsins á einhverja geira landbúnaðarins. Það þyrfti þá að gera það. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra á fundi með Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu í Kænugarði fyrir nokkrum mánuðum.stjórnarráðið „Ég lít á þessa beiðni Úkraínumanna sem heilbrigða sjálfsbjargarviðleitni. Úkraínumenn eru ekki sérstaklega að kalla eftir matargjöfum. Þeir eru að kalla eftir því að fá tækifæri til að stunda viðskipti og keyra sitt efnahagslíf á að ég tel 30 prósenta afköstum,“ sagði Þórdís Kolbrún. Málið væri á forræði þingsins og hún hefði gert sér vonir um að efnahags- og viðskiptanefnd myndi leggja málið fram. „Það eru vonbrigðiað það hafi ekki tekist. Ég ætla ekki að útiloka að okkur takist að finna einhverja leið til að halda þessu áfram. Það er þó ljóst að það verður ekki hér núna. Það verður þá ekki fyrr en í haust sem mér finnst ekki mikill sómi af,“ sagði utanríkisráðherra. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata segir aðgerð Íslendinga til stuðnings Úkraínu fyrst verða táknræna þegar Alþingi hætti við stuðninginn.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna sagði aðgerðina fyrst verða táknræna núna. „Þetta er nú frekar táknræn aðgerð ef við hættum við um leið og það fer að kosta eitthvað. Því vil ég spyrja hæstvirtan ráðherra út í grein sem samflokksmaður ráðherra skrifaði í Bændablaðið. Háttvirtur þingmaður Birgir Þórarinsson, þar sem hann ver þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar,” sagði Þórhildur Sunna. Þórdís Kolbrún sagðist ekki hafa lesið greinina,. „Við vitum líka að innflutningur á alifuglakjöti - að stærstur hluti frosins kjúklings sem er seldur hér á landi kemur að utan. Það er svolítið eins og talað sé um að hér sé eingöngu um íslenskan kjúkling að ræða sem maður kaupir úti í búð. Svo komi úkraínskur kjúklingur. Það er auðvitað ekki þannig. Stór hluti frosins kjúklings sem þú kaupir úti í búð kemur frá útlöndum,” sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Landbúnaður Skattar og tollar Tengdar fréttir Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13 Vara við neyslu á kjúklingi vegna gruns um salmonellu Grunur hefur komið upp um salmonellusmit í tveimur framleiðslulotum af kjúklingi frá Reykjagarði. Fyrirtækið framleiðir kjúkling fyrir Holta, Kjörfugl og Krónuna. 16. janúar 2023 15:37 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Úkraínskar kjúklingabringur langtum ódýrari en þær íslensku Kílóið af frosnum úkraínskum kjúklingabringum kostar neytendur á bilinu 24-32 prósent minna en aðrar innfluttar bringur. 21. mars 2023 22:13
Vara við neyslu á kjúklingi vegna gruns um salmonellu Grunur hefur komið upp um salmonellusmit í tveimur framleiðslulotum af kjúklingi frá Reykjagarði. Fyrirtækið framleiðir kjúkling fyrir Holta, Kjörfugl og Krónuna. 16. janúar 2023 15:37