Repúblikanar halda þinginu í gíslingu Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2023 13:56 Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, er hann ræddi við blaðamenn í þinghúsi Bandaríkjanna í gær. AP/Andrew Harnik Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er í lamasessi vegna hóps þingmanna Repúblikanaflokksins sem stendur í uppreisn gegn Kevin McCarthy, forseta þingdeildarinnar. Engar atkvæðagreiðslur hafa farið fram í vikunni og eru uppi spurningar um það hvort McCarthy geti leitt meirihlutann áfram. Hópurinn, sem kallast House Freedom Caucus, inniheldur umdeilda og mjög svo hægri sinnaða þingmenn eins og Marjorie Taylor Greene og Matt Gaetz. Þingmennirnir eru reiðir út í McCarthy fyrir að hafa gert samkomulag við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, um að hækka skuldaþakið svokallaða. Frumvarp þar að lútandi var samþykkt af þingmönnum beggja flokka í fulltrúadeildinni og í kjölfarið í öldungadeildinni. Joe Biden, forseti, skrifaði undir frumvarpið um síðustu helgi, svo það varð að lögum. Meðlimir Freedom Caucus hafa haldið þinginu í gíslingu undanfarna daga en leiðtogar Repúblikanaflokksins ákváðu í gærkvöldi að fresta öllum atkvæðagreiðslum í fulltrúadeildinni út vikuna, þar sem engin lausn var í sjónmáli. McCarthy viðurkenndi í gær að atkvæðagreiðslan á þriðjudaginn hefði komið honum á óvart en þetta var fyrsta slíka atkvæðagreiðslan þar sem tillögur meirihlutans eru felldar frá því McCarthy tók við embætti. Sjá einnig: McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Meirihluti Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni eru mjög naumur en þar sitja 222 Repúblikanar gegn 212 Demókrötum en eitt sæti er laust. Þingmennirnir sem standa gegn McCarthy hafa ekki enn lýst yfir vantrausti á hann en einungis einn þingmaður þarf að lýsa yfir slíku svo halda þurfi atkvæðagreiðslu. Það er eftir að McCarthy varð við kröfum þessa sama hóps þegar hann var að reyna að tryggja sér embætti þingforseta. McCarthy ræddi við blaðamenn eftir að sú ákvörðun var tekin í gær þar sem hann talaði um erfiðleika í viðræðum við umrædda þingmenn. „Þetta er það erfiða,“ sagði hann samkvæmt Washington Post. „Sumir þessara þingmanna, þeir vita ekki hvað þeir vilja biðja um.“ Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Öldungadeildin samþykkti frumvarpið um hækkun skuldaþaksins Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um hækkun skuldaþaks bandaríska ríkisins í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst nú munu staðfesta frumvarpið þannig að koma megi í veg fyrir greiðslufall bandaríska ríkisins. 2. júní 2023 06:38 Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40 Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. 28. maí 2023 19:06 Vongóðir þó það styttist í fyrsta greiðsluþrot Bandaríkjanna Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Joe Biden, forseti, funduðu í gær um hið svokallaða skuldaþak Bandaríkjanna og sögðu báðir að fundurinn hefði verið jákvæður. Verði þakið ekki hækkað, gæti ríkissjóður Bandaríkjanna lent í greiðsluþroti á næstu dögum og yrði það í fyrsta sinn í sögu ríkisins. 23. maí 2023 16:27 Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Hópurinn, sem kallast House Freedom Caucus, inniheldur umdeilda og mjög svo hægri sinnaða þingmenn eins og Marjorie Taylor Greene og Matt Gaetz. Þingmennirnir eru reiðir út í McCarthy fyrir að hafa gert samkomulag við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, um að hækka skuldaþakið svokallaða. Frumvarp þar að lútandi var samþykkt af þingmönnum beggja flokka í fulltrúadeildinni og í kjölfarið í öldungadeildinni. Joe Biden, forseti, skrifaði undir frumvarpið um síðustu helgi, svo það varð að lögum. Meðlimir Freedom Caucus hafa haldið þinginu í gíslingu undanfarna daga en leiðtogar Repúblikanaflokksins ákváðu í gærkvöldi að fresta öllum atkvæðagreiðslum í fulltrúadeildinni út vikuna, þar sem engin lausn var í sjónmáli. McCarthy viðurkenndi í gær að atkvæðagreiðslan á þriðjudaginn hefði komið honum á óvart en þetta var fyrsta slíka atkvæðagreiðslan þar sem tillögur meirihlutans eru felldar frá því McCarthy tók við embætti. Sjá einnig: McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Meirihluti Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni eru mjög naumur en þar sitja 222 Repúblikanar gegn 212 Demókrötum en eitt sæti er laust. Þingmennirnir sem standa gegn McCarthy hafa ekki enn lýst yfir vantrausti á hann en einungis einn þingmaður þarf að lýsa yfir slíku svo halda þurfi atkvæðagreiðslu. Það er eftir að McCarthy varð við kröfum þessa sama hóps þegar hann var að reyna að tryggja sér embætti þingforseta. McCarthy ræddi við blaðamenn eftir að sú ákvörðun var tekin í gær þar sem hann talaði um erfiðleika í viðræðum við umrædda þingmenn. „Þetta er það erfiða,“ sagði hann samkvæmt Washington Post. „Sumir þessara þingmanna, þeir vita ekki hvað þeir vilja biðja um.“
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Öldungadeildin samþykkti frumvarpið um hækkun skuldaþaksins Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um hækkun skuldaþaks bandaríska ríkisins í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst nú munu staðfesta frumvarpið þannig að koma megi í veg fyrir greiðslufall bandaríska ríkisins. 2. júní 2023 06:38 Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40 Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. 28. maí 2023 19:06 Vongóðir þó það styttist í fyrsta greiðsluþrot Bandaríkjanna Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Joe Biden, forseti, funduðu í gær um hið svokallaða skuldaþak Bandaríkjanna og sögðu báðir að fundurinn hefði verið jákvæður. Verði þakið ekki hækkað, gæti ríkissjóður Bandaríkjanna lent í greiðsluþroti á næstu dögum og yrði það í fyrsta sinn í sögu ríkisins. 23. maí 2023 16:27 Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Öldungadeildin samþykkti frumvarpið um hækkun skuldaþaksins Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um hækkun skuldaþaks bandaríska ríkisins í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst nú munu staðfesta frumvarpið þannig að koma megi í veg fyrir greiðslufall bandaríska ríkisins. 2. júní 2023 06:38
Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40
Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. 28. maí 2023 19:06
Vongóðir þó það styttist í fyrsta greiðsluþrot Bandaríkjanna Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Joe Biden, forseti, funduðu í gær um hið svokallaða skuldaþak Bandaríkjanna og sögðu báðir að fundurinn hefði verið jákvæður. Verði þakið ekki hækkað, gæti ríkissjóður Bandaríkjanna lent í greiðsluþroti á næstu dögum og yrði það í fyrsta sinn í sögu ríkisins. 23. maí 2023 16:27
Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53