Pence segir óbeinum orðum að Trump sé vanhæfur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júní 2023 08:12 Pence sagði Repúblikanaflokkinn verða að standa vörð um stjórnarskrá Bandaríkjanna. AP/Charlie Neibergall „Sjötti janúar var sorgardagur í sögu þjóðar okkar. En þökk sé hugrekki löggæsluyfirvalda náðist að kveða ofbeldið niður og hefja þingfund á ný. Sama dag ógnuðu kæruleysisleg orð Trump forseta fjölskyldu minni og öllum í þinghúsinu.“ Þetta sagði Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í gær og tilkynnti formlega um hann sæktist eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosningunum 2024. Pence sagði enn fremur að Bandaríkjamenn verðskulduðu að vita að Donald Trump, þáverandi forseti, hefði krafist þess að Pence, þá varaforseti, myndi velja milli hans og stjórnarskrárinnar. „Nú standa kjósendur frammi fyrir sama valinu. Ég vel stjórnarskrána og mun alltaf gera það.“ Eins og þekkt er orðið lagði Trump hart að Pence á sínum tíma um að nota vald sitt á þinginu til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði staðfestur sigurvegari forstakosninganna 2020. Þá greindu tvö vitni frá því fyrir þingnefnd að Trump hefði látið þau orð falla að ef til vill hefðu þeir mótmælendur haft rétt fyrir sér sem kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. Pence er fyrsti frambjóðandinn úr röðum Repúblikana til að ráðast að Trump en hann sagði einnig í gær að hver sá sem raðaði sjálfum sér framar stjórnarskránni væri óhæfur til að vera forseti. Spekingar gera lítið úr möguleikum Pence að verða forsetaefni Repúblikana en framboð hans og framboð Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóra New jersey, sem einnig er sagður eiga litla sem enga möguleika, þykja áhugaverð og spennandi að því leiti að þeir eru einu þekktu frambjóðendurnir sem eru taldir munu verða óhræddir við að ráðast beint gegn Trump. Aðrir frambjóðendur eiga of mikið undir stuðningsmönnum Trump og eru sagðir munu veigra sér við því að hjóla beint í forsetann fyrrverandi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira
Þetta sagði Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í gær og tilkynnti formlega um hann sæktist eftir því að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosningunum 2024. Pence sagði enn fremur að Bandaríkjamenn verðskulduðu að vita að Donald Trump, þáverandi forseti, hefði krafist þess að Pence, þá varaforseti, myndi velja milli hans og stjórnarskrárinnar. „Nú standa kjósendur frammi fyrir sama valinu. Ég vel stjórnarskrána og mun alltaf gera það.“ Eins og þekkt er orðið lagði Trump hart að Pence á sínum tíma um að nota vald sitt á þinginu til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði staðfestur sigurvegari forstakosninganna 2020. Þá greindu tvö vitni frá því fyrir þingnefnd að Trump hefði látið þau orð falla að ef til vill hefðu þeir mótmælendur haft rétt fyrir sér sem kölluðu eftir því að Pence yrði hengdur. Pence er fyrsti frambjóðandinn úr röðum Repúblikana til að ráðast að Trump en hann sagði einnig í gær að hver sá sem raðaði sjálfum sér framar stjórnarskránni væri óhæfur til að vera forseti. Spekingar gera lítið úr möguleikum Pence að verða forsetaefni Repúblikana en framboð hans og framboð Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóra New jersey, sem einnig er sagður eiga litla sem enga möguleika, þykja áhugaverð og spennandi að því leiti að þeir eru einu þekktu frambjóðendurnir sem eru taldir munu verða óhræddir við að ráðast beint gegn Trump. Aðrir frambjóðendur eiga of mikið undir stuðningsmönnum Trump og eru sagðir munu veigra sér við því að hjóla beint í forsetann fyrrverandi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira