„Má vel vera að þetta komi sérfræðingunum eitthvað á óvart“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 6. júní 2023 22:36 Guðni skaut létt á sérfræðinga eftir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar FH sigruðu Selfoss 2-0 á heimavelli í Bestu deild kvenna í fótbolta nú kvöld. Liðið hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum og situr í 5. sæti deildarinnar. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, segir frammistöðuna í fyrri hálfleik hafa skilað liðinu þremur stigum í dag. „Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að þessum sigri. Liðið var vel undirbúið og var klárt á þessum grunnþáttum; baráttu, vilja og dugnaði“ Selfoss situr í neðsta sæti deildarinnar, hefur ekki tekist að halda marki sínu hreinu það sem af er móts og hefur nú tapað þremur leikjum í röð. „Við mættum liði Selfossar, sem við vissum að væri sært, en ætlaði sér að taka þrjú stig á móti okkur nýliðunum. En þetta er Kaplakrikavöllur og það er erfitt að koma hingað.“ Eftir algjöra yfirburði í fyrri hálfleik leiddi FH leikinn 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Selfyssingar komu út í seinni hálfleik af krafti og það virtist halla aðeins undan fæti hjá FH. Þá gerði þjálfarinn þrefalda breytingu á liði sínu. „Það er ekki ástæðan fyrir þrefaldri breytingu [að liðið hafi byrjað seinni hálfleik illa], ef að leikir okkar eru skoðaðir sést að við gerum nánast alltaf fimm skiptingar. Við viljum nota og nýta mannskapinn, við spilum af mikilli ákefð eins og sást í fyrri hálfleik og vildum bara ferskar lappir inn á, það er ástæðan fyrir breytingunum. Þær sem fóru útaf stóðu sig vel.“ Stigasöfnun FH í upphafi móts hefur vakið athygli, þær eru nýliðar Bestu deildarinnar og var af flestum spáð falli fyrir tímabil. En kemur það þjálfara liðsins á óvart hversu vel hefur gengið í upphafi móts? „Nei alls ekki, það má vel vera að þetta komi sérfræðingunum eitthvað á óvart að sjá lélegasta lið deildarinnar vera að safna stigum en það kemur FH liðinu ekki á óvart, alls ekki“ sagði Guðni kokhraustur að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira
„Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að þessum sigri. Liðið var vel undirbúið og var klárt á þessum grunnþáttum; baráttu, vilja og dugnaði“ Selfoss situr í neðsta sæti deildarinnar, hefur ekki tekist að halda marki sínu hreinu það sem af er móts og hefur nú tapað þremur leikjum í röð. „Við mættum liði Selfossar, sem við vissum að væri sært, en ætlaði sér að taka þrjú stig á móti okkur nýliðunum. En þetta er Kaplakrikavöllur og það er erfitt að koma hingað.“ Eftir algjöra yfirburði í fyrri hálfleik leiddi FH leikinn 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Selfyssingar komu út í seinni hálfleik af krafti og það virtist halla aðeins undan fæti hjá FH. Þá gerði þjálfarinn þrefalda breytingu á liði sínu. „Það er ekki ástæðan fyrir þrefaldri breytingu [að liðið hafi byrjað seinni hálfleik illa], ef að leikir okkar eru skoðaðir sést að við gerum nánast alltaf fimm skiptingar. Við viljum nota og nýta mannskapinn, við spilum af mikilli ákefð eins og sást í fyrri hálfleik og vildum bara ferskar lappir inn á, það er ástæðan fyrir breytingunum. Þær sem fóru útaf stóðu sig vel.“ Stigasöfnun FH í upphafi móts hefur vakið athygli, þær eru nýliðar Bestu deildarinnar og var af flestum spáð falli fyrir tímabil. En kemur það þjálfara liðsins á óvart hversu vel hefur gengið í upphafi móts? „Nei alls ekki, það má vel vera að þetta komi sérfræðingunum eitthvað á óvart að sjá lélegasta lið deildarinnar vera að safna stigum en það kemur FH liðinu ekki á óvart, alls ekki“ sagði Guðni kokhraustur að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira