Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast strax Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. júní 2023 12:16 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Íbúasvæði í Kherson í Úkraínu eru á floti eftir að stór stífla brast og þúsundir þurfa að flýja heimili sín. Utanríkisráðherra segir hryllilegar afleiðingar þegar komnar í ljós og ljóst að Rússland Pútíns muni ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. Stjórnvöld í Kænugarði saka Rússa um að hafa sprengt stífluna á Dnípró-fljóti í Kherson-héraði í nótt. Héraðið er eitt þeirra sem Rússar hafa innlimað ólöglega en leppstjórn þeirra á svæðinu heldur því fram að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Stíflan er þrjátíu metra há og ríflega þriggja kílómetra löng og á myndum sést að vatn flæðir stjórnlaust úr uppistöðulóni hennar. Úkraínustjórn segir hið minnsta sextán þúsund manns í hættu og þurfa að flýja heimili sín. Úkraínsk stjórnvöld óttast flóð í um áttatíu bæjum eða þorpum á svæðinu.vísir/AP „Að ríki skuli haga sér með þessum hætti hættir ekki að koma manni á óvart. Þetta eru borgaralegir innviðir, líf fólks, heimili fólks, geta þeirra til þess að nálgast vatn. Óafturkræf gríðarleg áhrif á allt umhverfi, lífríki og svo framvegis. Þetta er algjörlega hryllilegt. Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast manni strax,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Fjölmargir leiðtogar hafa fordæmt Rússa harðlega og einhverjir sakað þá um að hafa með þessu gerst sekir um stríðsglæp. Þórdís Kolbrún væntir viðbragða á alþjóðavettvangi. „Það sem blasir við mér er að Pútíns Rússland mun ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. Ef einhver heldur því enn þá fram að þetta sé gert til að varðveita eða standa vörð um Úkraínu og bjarga þeim frá þeim hættum á vegum stjórnvalda, eða hver önnur þau rök sem maður hefur heyrt, þá held ég að það blasi nú við öllum að það er ekki um að ræða þarna,“ segir Þórdís. „Þannig viðbrögðin þurfa að vera hrein og klár fordæming, áframhaldandi stuðningur og við þurfum að sameinast um það að frjáls og fullvalda Úkraína fái það sem hún þarf til að geta staðið vörð um sitt land, sín landamæri og sína borgara,“ segir Þórdís Kolbrún. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Stjórnvöld í Kænugarði saka Rússa um að hafa sprengt stífluna á Dnípró-fljóti í Kherson-héraði í nótt. Héraðið er eitt þeirra sem Rússar hafa innlimað ólöglega en leppstjórn þeirra á svæðinu heldur því fram að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Stíflan er þrjátíu metra há og ríflega þriggja kílómetra löng og á myndum sést að vatn flæðir stjórnlaust úr uppistöðulóni hennar. Úkraínustjórn segir hið minnsta sextán þúsund manns í hættu og þurfa að flýja heimili sín. Úkraínsk stjórnvöld óttast flóð í um áttatíu bæjum eða þorpum á svæðinu.vísir/AP „Að ríki skuli haga sér með þessum hætti hættir ekki að koma manni á óvart. Þetta eru borgaralegir innviðir, líf fólks, heimili fólks, geta þeirra til þess að nálgast vatn. Óafturkræf gríðarleg áhrif á allt umhverfi, lífríki og svo framvegis. Þetta er algjörlega hryllilegt. Hryllilegt að sjá afleiðingarnar sem birtast manni strax,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Fjölmargir leiðtogar hafa fordæmt Rússa harðlega og einhverjir sakað þá um að hafa með þessu gerst sekir um stríðsglæp. Þórdís Kolbrún væntir viðbragða á alþjóðavettvangi. „Það sem blasir við mér er að Pútíns Rússland mun ekki stoppa fyrr en það verður stöðvað. Ef einhver heldur því enn þá fram að þetta sé gert til að varðveita eða standa vörð um Úkraínu og bjarga þeim frá þeim hættum á vegum stjórnvalda, eða hver önnur þau rök sem maður hefur heyrt, þá held ég að það blasi nú við öllum að það er ekki um að ræða þarna,“ segir Þórdís. „Þannig viðbrögðin þurfa að vera hrein og klár fordæming, áframhaldandi stuðningur og við þurfum að sameinast um það að frjáls og fullvalda Úkraína fái það sem hún þarf til að geta staðið vörð um sitt land, sín landamæri og sína borgara,“ segir Þórdís Kolbrún.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent