Þetta kemur fram í tilkynningu Vegan búðarinnar á Facebook. Þar kemur fram að með yfirtöku Vegan Junk hyggst fyrirtækið efla stöðu sína á vegan neytendamarkaði en Vegan búðin er sögð stærsta vegan dagvöruverslun heims. Bæði fyrirtækin voru stofnuð árið 2019 og eru byggð á hugsjónum stofnenda um dýraafurðalausa lífshætti.
Eigandi Vegan Junk, Daniel Ivanovici, segir að viðskiptin marki upphaf breytinga sem sameina muni ólíkar rekstrareiningar á einum stað, í samþættu framboði vegan verslunar og þjónustu.