Segir gríðarlega ólgu á vinnustöðunum en er ekkert sérlega bjartsýn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. júní 2023 11:11 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, var ekkert sérstaklega bjartsýn fyrir fundinn sem nú stendur yfir. Stöð 2/Einar Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagðist fyrir samningafundinn sem nú stendur yfir hjá ríkissáttasemjara vonast eftir afstöðubreytingu af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir. Hún ætti hins vegar ekkert frekar von á því. Sonja segir gríðarlega ólgu á þeim vinnustöðum þar sem fólk sem sinnir sömu störfum sé að fá mishá laun og það sé sjálfsögð og réttlát krafa að fólk fái sömu laun fyrir sömu störf. „Það vill engin búa við það að þeir séu að sinna nákvæmlega sömu störfunum og aðrir, og eins og sumt okkar félagsfólk hefur bent á eru janúar, febrúar og mars bara eins og hefðbundnir mánuðir; þeir eru erfiðir og það er verið að sinna mikilvægum störfum, og þá eiga þau ekki að vera á lægri launum en sá sem er við hliðina á þeim,“ sagði Sonja í samtali við fréttastofu fyrir fundinn. Greint hefur verið frá því að mistök hafi orðið til þess að síðasti samningur BSRB innihélt ekki ákvæði sambærileg þeim sem finna má í samningi Starfsgreinasambandsins um að ef laun hækkuðu á almennum vinnumarkaði fengju félagsmenn samsvarandi hækkun í janúar. BSRB fer fram á eingreiðslu til að leiðrétta þetta, upp á 128 þúsund krónur. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands Íslenskra sveitarfélaga, segir kostnað við leiðréttinguna myndu nema milljarði króna. Sonja segir það hafa komið mjög skýrt fram af hálfu viðsemjenda BSRB að það yrði ekki farið í „afturvirkni“. „Þá sögðum við bara; Ok, þá getum við bara leiðrétt þetta með því að horfa til framtíðar, tryggja sátt á vinnustöðunum og það eru 128 þúsund að meðaltali á okkar félagsfólk. En þetta eru bara 0,3 prósent af heildarlaunakostnaði sveitarfélaganna á ársgrundvelli,“ segir Sonja. Samningur BRSB rann út í mars en samningur SGS í september. Sonja segir unnið að því að tryggja að samskonar misræmi verði ekki aftur á milli samninga. „Ég held að það sé vilji allra að koma í veg fyrir að þetta gerist,“ segir hún. Spurð um áhrifamátt alsherjarverkfallsins sem hófst í gær segir Sonja kröfu BSRB sanngjarna þar sem það blasi við að fólk geti ekki verið að sinna sömu störfum á mismunandi launum. „Það er hins vegar auðvitað neyðarúrræði að fara í verkföll til að knýja fram þessa sjálfsögðu kröfu og hingað erum við komin.“ Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Hún ætti hins vegar ekkert frekar von á því. Sonja segir gríðarlega ólgu á þeim vinnustöðum þar sem fólk sem sinnir sömu störfum sé að fá mishá laun og það sé sjálfsögð og réttlát krafa að fólk fái sömu laun fyrir sömu störf. „Það vill engin búa við það að þeir séu að sinna nákvæmlega sömu störfunum og aðrir, og eins og sumt okkar félagsfólk hefur bent á eru janúar, febrúar og mars bara eins og hefðbundnir mánuðir; þeir eru erfiðir og það er verið að sinna mikilvægum störfum, og þá eiga þau ekki að vera á lægri launum en sá sem er við hliðina á þeim,“ sagði Sonja í samtali við fréttastofu fyrir fundinn. Greint hefur verið frá því að mistök hafi orðið til þess að síðasti samningur BSRB innihélt ekki ákvæði sambærileg þeim sem finna má í samningi Starfsgreinasambandsins um að ef laun hækkuðu á almennum vinnumarkaði fengju félagsmenn samsvarandi hækkun í janúar. BSRB fer fram á eingreiðslu til að leiðrétta þetta, upp á 128 þúsund krónur. Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs Sambands Íslenskra sveitarfélaga, segir kostnað við leiðréttinguna myndu nema milljarði króna. Sonja segir það hafa komið mjög skýrt fram af hálfu viðsemjenda BSRB að það yrði ekki farið í „afturvirkni“. „Þá sögðum við bara; Ok, þá getum við bara leiðrétt þetta með því að horfa til framtíðar, tryggja sátt á vinnustöðunum og það eru 128 þúsund að meðaltali á okkar félagsfólk. En þetta eru bara 0,3 prósent af heildarlaunakostnaði sveitarfélaganna á ársgrundvelli,“ segir Sonja. Samningur BRSB rann út í mars en samningur SGS í september. Sonja segir unnið að því að tryggja að samskonar misræmi verði ekki aftur á milli samninga. „Ég held að það sé vilji allra að koma í veg fyrir að þetta gerist,“ segir hún. Spurð um áhrifamátt alsherjarverkfallsins sem hófst í gær segir Sonja kröfu BSRB sanngjarna þar sem það blasi við að fólk geti ekki verið að sinna sömu störfum á mismunandi launum. „Það er hins vegar auðvitað neyðarúrræði að fara í verkföll til að knýja fram þessa sjálfsögðu kröfu og hingað erum við komin.“
Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira