Einn alræmdasti njósnari í sögu Bandaríkjanna látinn Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2023 11:01 Robert Hanssen (í grænu) á teikningu úr dómsal þegar hann hlaut lífstíðardóm fyrir njósnir árið 2002. AP/William Hennessy yngri Robert Hanssen, fyrrverandi alríkislögreglumaður sem þáði mútur fyrir að njósna um Bandaríkin fyrir Rússa, er látinn í fangelsi. Hann er meðal annars talinn hafa verið ábyrgur að hluta til á dauða þriggja sovéskra embættismanna sem njósnuðu fyrir Bandaríkjamenn. Hanssen fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í alríkisfangelsi í Koloradó og síðar úrskurðaður látinn í gær. Hann var 79 ára gamall. AP-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni sínum að talið sé að hann hafi látist af náttúrulegum orsökum. Njósnir Hanssen fyrir Sovétríkin og síðar Rússland fóru fram hjá yfirmönnum hans hjá alríkislögreglunni FBI um árabil. Hann kom um 6.000 skjölum og 26 tölvudiskum til tengiliða sinna við stjórnvöld í Kreml. Gögnin vörðuðu meðal annars hvernig bandaríska leyniþjónustan stæði að hlerunum og afhjúpuðu rússneska gagnnjósnara. Þannig er Hanssen talinn bera að minnsta kosti hluta ábyrgðarinnar á dauða í það minnsta þriggja sovéskra gagnnjósnara sem störfuðu fyrir bandarísku leyniþjónustuna sem voru teknir af lífi eftir að ljóstrað var upp um þá. Robert Hanssen árið 2001. Getty Drifinn áfram af græðgi FBI lýsti máli Hanssen sem „hugsanlega mestu leyniþjónustuhörmungum í sögu Bandaríkjanna“ á sínum tíma, að sögn Washington Post. Innri endurskoðandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu árið 2007 að njósnir Hanssen hefðu hafist árið 1979, aðeins þremur árum eftir að hann hóf störf fyrir FBI. Fyrir njósnirnar þáði Hanssen meira en 1,4 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 200 milljóna íslenskra króna, í formi reiðufjár og demanta. Hann sagði síðar að hann hafi verið drifinn áfram af fégræðgi frekar en hugmyndafræði. Til þess að vekja ekki athygli á sér lifði Hanssen þó ekki í augljósum vellystingum heldur frekar dæmigerðu úthverfalífi Þegar yfirvöld komust loks á spor Hanssen var hann gripinn glóðvolgur við að líma ruslapoka fullan af leyniskjölum undir göngubrú í garði fyrir rússneska tengiliði sína í febrúar árið 2001. Dómstóll dæmdi Hanssen í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn eftir að hann játaði sig sekan um njósnir og fleiri glæpi árið 2002. Hann hafði dúsað í fangelsi síðan þar til hann lést. Kvikmyndin „Breach“ sem kom út árið 2007 byggist á sögu Hanssen. Leikarinn Chris Cooper fer með hlutverk Hanssen en Ryan Phillippe leikur ungan alríkisfulltrúa sem tekur þátt í að afhjúpa hann. Bandaríkin Rússland Sovétríkin Andlát Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Hanssen fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í alríkisfangelsi í Koloradó og síðar úrskurðaður látinn í gær. Hann var 79 ára gamall. AP-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni sínum að talið sé að hann hafi látist af náttúrulegum orsökum. Njósnir Hanssen fyrir Sovétríkin og síðar Rússland fóru fram hjá yfirmönnum hans hjá alríkislögreglunni FBI um árabil. Hann kom um 6.000 skjölum og 26 tölvudiskum til tengiliða sinna við stjórnvöld í Kreml. Gögnin vörðuðu meðal annars hvernig bandaríska leyniþjónustan stæði að hlerunum og afhjúpuðu rússneska gagnnjósnara. Þannig er Hanssen talinn bera að minnsta kosti hluta ábyrgðarinnar á dauða í það minnsta þriggja sovéskra gagnnjósnara sem störfuðu fyrir bandarísku leyniþjónustuna sem voru teknir af lífi eftir að ljóstrað var upp um þá. Robert Hanssen árið 2001. Getty Drifinn áfram af græðgi FBI lýsti máli Hanssen sem „hugsanlega mestu leyniþjónustuhörmungum í sögu Bandaríkjanna“ á sínum tíma, að sögn Washington Post. Innri endurskoðandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu árið 2007 að njósnir Hanssen hefðu hafist árið 1979, aðeins þremur árum eftir að hann hóf störf fyrir FBI. Fyrir njósnirnar þáði Hanssen meira en 1,4 milljónir dollara, jafnvirði hátt í 200 milljóna íslenskra króna, í formi reiðufjár og demanta. Hann sagði síðar að hann hafi verið drifinn áfram af fégræðgi frekar en hugmyndafræði. Til þess að vekja ekki athygli á sér lifði Hanssen þó ekki í augljósum vellystingum heldur frekar dæmigerðu úthverfalífi Þegar yfirvöld komust loks á spor Hanssen var hann gripinn glóðvolgur við að líma ruslapoka fullan af leyniskjölum undir göngubrú í garði fyrir rússneska tengiliði sína í febrúar árið 2001. Dómstóll dæmdi Hanssen í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn eftir að hann játaði sig sekan um njósnir og fleiri glæpi árið 2002. Hann hafði dúsað í fangelsi síðan þar til hann lést. Kvikmyndin „Breach“ sem kom út árið 2007 byggist á sögu Hanssen. Leikarinn Chris Cooper fer með hlutverk Hanssen en Ryan Phillippe leikur ungan alríkisfulltrúa sem tekur þátt í að afhjúpa hann.
Bandaríkin Rússland Sovétríkin Andlát Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira