Boozt tekur forystu í samfélagslegri ábyrgð og lokar á óþarfa vöruskil Boozt 5. júní 2023 15:20 Gloria Tramontana, forstöðumaður á sviði sjálfbærni og umhverfismála hjá Boozt segir fámennan hóp viðskiptavina bera ábyrgð á 25% af heildarmagni vöruskila hjá versluninni Netverslunarrisinn Boozt setur markið hátt í umhverfismálum og samfélagslegri sjálfbærni og hefur tekið forystu í ábyrgum rafrænum viðskiptum á Norðurlöndunum. Gloria Tramontana, forstöðumaður á sviði sjálfbærni og umhverfismála hjá Boozt, segir tískuiðnaðinn í heild standa frammi fyrir miklum áskorunum í þessum málaflokkum og þurfi að sýna ábyrgð. Nýlega fjallaði sænska rikissjónvarpið (SVT) um meðhöndlun vöruskila í netverslunum og var Boozt í brennidepli en verslunin lokaði tímabundið reikningum um 42 þúsund viðskiptavina vegna óþarfra vöruskila. „Við höfum lagt hart að okkur til að tryggja ábyrga viðskiptahætti og viljum með því setja gott fordæmi fyrir aðra,“ segir Gloria. „Við erum tengiliður milli framleiðenda og neytenda og vegna stærðar okkar á markaðnum erum við í einstakri stöðu til að ýta undir sjálfbærni, allt frá því hvernig vara er framleidd og við hvaða aðstæður, til þess hvernig hún kemst í hendur viðskiptavinar og hvernig hann notar vöruna. Þessi hópur sem um ræðir er einungis 1.58% af rúmlega þremur milljónum viðskiptavina Boozt en er samt ábyrgur fyrir um 25% af heildarmagni vöruskila hjá versluninni. Með því að loka á reikninga þessara viðskiptavina og draga þannig úr óþarfa vöruskilum, minnkaði Boozt losun á um það bil 791 tonnum gróðurhúsalofttegunda (CO2e) árið 2022 og sparaði þörf fyrir um það bil 600 sendibíla í heilt ár.“ Made with care vöruflokkurinn hjá Boozt auðveldar viðskiptavinum sjálfbært val Fagna gagnsæi og skýrari reglum Eftir því sem neytendur verða meðvitaðri um umhverfis- og samfélagsleg áhrif fyrirtækja eykst áherslan á sjálfbæra viðskiptahætti. Gloria segir markmið Boozt að efla gagnsæi og samvinnu innan netverslanageirans og fyrirtækið ætli sér að vera leiðandi í þeirri vegferð. Sem fyrirtæki í rafrænum viðskiptum býr Boozt þegar yfir gögnum um hvert skref í starfsemi fyrirtækisins, sem gerir gagnsæi og rekjanleika að eðlilegum hluta starfseminnar og hlaut Boozt nýverið AAA toppeinkunn í MSCI ESG mati. Gloria segir að fagna beri reglugerð sem setji iðnaðinum í heild skýrari ramma. „Fyrirtæki munu standa frammi fyrir auknum kröfum um upplýsingagjöf á næstu árum og þurfa að veita ítarlegri og gagnsærri upplýsingar um hvað þau eru að gera til sjálfbærni og reglur munu búa til hlutlaust umhverfi þar sem allir geta talað sama tungumálið. Tískuiðnaðurinn þarf að viðurkenna gildi samvinnu og gagnsæis ef við eigum að ná fram breytingum og skýrar reglur gera ekki einungis fyrirtækjum kleift að gera nákvæmari samanburð innan greinarinnar heldur halda viðskiptavinum okkar upplýstum svo þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir,“ segir Gloria og bendir á sérstakan vöruflokk hjá Boozt sem auðveldi viðskiptavinum sjálfbært val. „Made With Care flokkurinn okkar inniheldur til að mynda eitt stærsta úrval sjálfbærra vara á Norðurlöndum. Á þessu ári munum við gera enn betur og innleiða uppfærða staðla í takt við þær kröfur sem gerðar eru strax á framleiðslustigi vöru bæði umhverfislega og félagslega,“ segir Gloria. Hér má lesa sjálfbærniskýrslur Boozt Vefverslun vikunnar Verslun Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Nýlega fjallaði sænska rikissjónvarpið (SVT) um meðhöndlun vöruskila í netverslunum og var Boozt í brennidepli en verslunin lokaði tímabundið reikningum um 42 þúsund viðskiptavina vegna óþarfra vöruskila. „Við höfum lagt hart að okkur til að tryggja ábyrga viðskiptahætti og viljum með því setja gott fordæmi fyrir aðra,“ segir Gloria. „Við erum tengiliður milli framleiðenda og neytenda og vegna stærðar okkar á markaðnum erum við í einstakri stöðu til að ýta undir sjálfbærni, allt frá því hvernig vara er framleidd og við hvaða aðstæður, til þess hvernig hún kemst í hendur viðskiptavinar og hvernig hann notar vöruna. Þessi hópur sem um ræðir er einungis 1.58% af rúmlega þremur milljónum viðskiptavina Boozt en er samt ábyrgur fyrir um 25% af heildarmagni vöruskila hjá versluninni. Með því að loka á reikninga þessara viðskiptavina og draga þannig úr óþarfa vöruskilum, minnkaði Boozt losun á um það bil 791 tonnum gróðurhúsalofttegunda (CO2e) árið 2022 og sparaði þörf fyrir um það bil 600 sendibíla í heilt ár.“ Made with care vöruflokkurinn hjá Boozt auðveldar viðskiptavinum sjálfbært val Fagna gagnsæi og skýrari reglum Eftir því sem neytendur verða meðvitaðri um umhverfis- og samfélagsleg áhrif fyrirtækja eykst áherslan á sjálfbæra viðskiptahætti. Gloria segir markmið Boozt að efla gagnsæi og samvinnu innan netverslanageirans og fyrirtækið ætli sér að vera leiðandi í þeirri vegferð. Sem fyrirtæki í rafrænum viðskiptum býr Boozt þegar yfir gögnum um hvert skref í starfsemi fyrirtækisins, sem gerir gagnsæi og rekjanleika að eðlilegum hluta starfseminnar og hlaut Boozt nýverið AAA toppeinkunn í MSCI ESG mati. Gloria segir að fagna beri reglugerð sem setji iðnaðinum í heild skýrari ramma. „Fyrirtæki munu standa frammi fyrir auknum kröfum um upplýsingagjöf á næstu árum og þurfa að veita ítarlegri og gagnsærri upplýsingar um hvað þau eru að gera til sjálfbærni og reglur munu búa til hlutlaust umhverfi þar sem allir geta talað sama tungumálið. Tískuiðnaðurinn þarf að viðurkenna gildi samvinnu og gagnsæis ef við eigum að ná fram breytingum og skýrar reglur gera ekki einungis fyrirtækjum kleift að gera nákvæmari samanburð innan greinarinnar heldur halda viðskiptavinum okkar upplýstum svo þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir,“ segir Gloria og bendir á sérstakan vöruflokk hjá Boozt sem auðveldi viðskiptavinum sjálfbært val. „Made With Care flokkurinn okkar inniheldur til að mynda eitt stærsta úrval sjálfbærra vara á Norðurlöndum. Á þessu ári munum við gera enn betur og innleiða uppfærða staðla í takt við þær kröfur sem gerðar eru strax á framleiðslustigi vöru bæði umhverfislega og félagslega,“ segir Gloria. Hér má lesa sjálfbærniskýrslur Boozt
Vefverslun vikunnar Verslun Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira