„Fínt að deila þessu með honum í smástund“ Sindri Sverrisson skrifar 5. júní 2023 12:31 Kolbeinn Höður Gunnarsson hefur verið að gera góða hluti á mótum í Danmörku og Noregi undanfarna daga. FRÍ/Marta María „Það er ágætis afrek,“ segir Kolbeinn Höður Gunnarsson sem nú getur státað sig af því að enginn Íslendingur hafi nokkru sinni hlaupið hraðar en hann – að minnsta kosti frá því að tímatökur í frjálsum íþróttum hófust. Þessi 27 ára gamli FH-ingur, og áður Akureyringur, jafnaði um helgina sex ára gamalt Íslandsmet Ara Braga Kárasonar í 100 metra hlaupi, á býsna sterku móti í Bergen í Noregi. Metið er 10,51 sekúndur og Kolbeinn hefur fulla trú á að sér takist að slá metið í sumar. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) „Það er fínt að deila þessu með honum [Ara Braga] í smástund. Leyfa honum að hafa þetta aðeins lengur,“ segir Kolbeinn léttur í samtali við Vísi. Kolbeinn er í miðri mótatörn á Norðurlöndum sem lýkur með Kaupmannahafnarleikunum á miðvikudag. Hann sló Íslandsmet sitt í 200 metra hlaupi í Danmörku fyrir rúmri viku, eins og sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Á mótinu í Danmörku hljóp hann einnig á besta tíma Íslendings í 100 metra hlaupi, eða 10,29 sekúndum, en meðvindur (2,4 m/s) var of mikill til að það teldist Íslandsmet. „Veit að ég á mikið meira inni“ Kolbeinn jafnaði svo hins vegar metið í 100 metra hlaupinu á Trond Mohn Games í Bergen á laugardag, þar sem hann varð í 4. sæti. „Ég mætti þarna til Bergen á frekar sterkt mót, það er rankað sem „silfurmót“, og í ágætar aðstæður þó að það væri frekar kalt. Ég hljóp mig inn í úrslit og endaði í 4. sæti þar en vildi nú að minnsta kosti ná topp þremur þar, og tel mig alveg geta náð því. En ég sætti mig við þetta, og að hafa jafnað Íslandsmetið. Ég stefndi á að slá það en veit að ég á mikið meira inni og það kemur þegar það kemur,“ segir Kolbeinn. Hann var því auðvitað vel meðvitaður um hvert Íslandsmetið væri og ætlar sér að slá það í sumar. „Já, maður er alltaf með þetta á bakvið eyrað. Ég er nú þegar búinn að hlaupa vel undir því, í síðustu viku, en það var bara aðeins of mikill vindur til þess að það væri tekið löglegt. Ef tíminn væri aðlagaður miðað við löglegan vind þá væri hann samt vel undir núverandi Íslandsmeti. Þetta er bara spurning um að hitta á fínar aðstæður og góða keppni, þá ætti metið að falla nokkuð örugglega,“ segir Kolbeinn, sem eftir Kaupmannahafnarleikana fer til Tenerife í vikulangar æfingabúðir og keppir svo fyrir Íslands hönd í Evrópubikar landsliða í Póllandi. Frjálsar íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Sjá meira
Þessi 27 ára gamli FH-ingur, og áður Akureyringur, jafnaði um helgina sex ára gamalt Íslandsmet Ara Braga Kárasonar í 100 metra hlaupi, á býsna sterku móti í Bergen í Noregi. Metið er 10,51 sekúndur og Kolbeinn hefur fulla trú á að sér takist að slá metið í sumar. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) „Það er fínt að deila þessu með honum [Ara Braga] í smástund. Leyfa honum að hafa þetta aðeins lengur,“ segir Kolbeinn léttur í samtali við Vísi. Kolbeinn er í miðri mótatörn á Norðurlöndum sem lýkur með Kaupmannahafnarleikunum á miðvikudag. Hann sló Íslandsmet sitt í 200 metra hlaupi í Danmörku fyrir rúmri viku, eins og sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Á mótinu í Danmörku hljóp hann einnig á besta tíma Íslendings í 100 metra hlaupi, eða 10,29 sekúndum, en meðvindur (2,4 m/s) var of mikill til að það teldist Íslandsmet. „Veit að ég á mikið meira inni“ Kolbeinn jafnaði svo hins vegar metið í 100 metra hlaupinu á Trond Mohn Games í Bergen á laugardag, þar sem hann varð í 4. sæti. „Ég mætti þarna til Bergen á frekar sterkt mót, það er rankað sem „silfurmót“, og í ágætar aðstæður þó að það væri frekar kalt. Ég hljóp mig inn í úrslit og endaði í 4. sæti þar en vildi nú að minnsta kosti ná topp þremur þar, og tel mig alveg geta náð því. En ég sætti mig við þetta, og að hafa jafnað Íslandsmetið. Ég stefndi á að slá það en veit að ég á mikið meira inni og það kemur þegar það kemur,“ segir Kolbeinn. Hann var því auðvitað vel meðvitaður um hvert Íslandsmetið væri og ætlar sér að slá það í sumar. „Já, maður er alltaf með þetta á bakvið eyrað. Ég er nú þegar búinn að hlaupa vel undir því, í síðustu viku, en það var bara aðeins of mikill vindur til þess að það væri tekið löglegt. Ef tíminn væri aðlagaður miðað við löglegan vind þá væri hann samt vel undir núverandi Íslandsmeti. Þetta er bara spurning um að hitta á fínar aðstæður og góða keppni, þá ætti metið að falla nokkuð örugglega,“ segir Kolbeinn, sem eftir Kaupmannahafnarleikana fer til Tenerife í vikulangar æfingabúðir og keppir svo fyrir Íslands hönd í Evrópubikar landsliða í Póllandi.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Sjá meira