Krafa um sömu laun fyrir sömu störf stendur enn út af borðinu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2023 09:13 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Á þriðja þúsund BSRB-félaga leggja niður störf víðs vegar um landið í dag. Vísir/Vilhelm Formaður BSRB segir að krafa félagsins um sömu laun fyrir sömu störf standi enn út af borðinu í viðræðum þess við sveitarfélög. Víðtækar verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB hófust í dag sem formaðurinn segir að hafi mikil samfélagsleg áhrif. Samningafundi fulltrúa BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk án árangurs á öðrum tímanum í nótt. Ekki tókst því að afstýra enn umfangsmeiri verkfallsaðgerðum BSRB-félaga en þeir hafa staðið í afmörkuðum verkföllum undanfarnar vikur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, játti því að viðræðurnar væru í hnút í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Unnið hafi verið með ýmsar tillögur til að reyna að leiða deiluna til lykta síðustu daga. Það sem standi út af borðinu sé krafa BSRB um að félagar þess fái ekki lægri laun en samstarfsmenn á sama vinnustað sem vinni sömu störf. Vísaði hún til þess að starfsmenn sveitarfélaga sem vinna sömu störf en eru ekki í sama stéttarfélagi fái ekki sömu laun eftir að sum félög gengu frá nýjum kjarasamningi fyrr á þessu ári. „Ég held að það geti allir sett sig í þau spor að maður vill ekki vera á öðrum launum en manneskjan sem vinnur við hliðina á manni í nákvæmlega sömu störfunum,“ sagði Sonja. Geta ekki boðið afsláttarkjör vegna erfiðrar stöðu sveitarfélaganna Krafa BSRB sé um fjórðungs hækkun á launum sem séu á bilinu 400 til 470 þúsund krónur á mánuði. Sonja sagði að þó að félagsmönnum BSRB muni mikið um slíka hækkun þýddi það aðeins 0,3 prósenta hækkun launakostnaður sveitarfélaganna. BSRB meti heildarlaunakostnað krafna sinna fyrir sveitarfélögin á um milljarð króna með launatengdum gjöldum. Kostnaðurinn dreifist misjafnt á milli þeirra 63 sveitarfélaga sem eigi aðild að viðræðunum. Spurð út í þrönga fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga sagði Sonja að staða þeirra hefði verið þung lengi. Hins vegar séu sveitarfélögin atvinnurekendur. „Við getum ekki boðið upp á að fólk sé á afsláttarkjörum vegna þess að fjárhagsstaðan sé svo þröng,“ sagði Sonja. Spurning hvort samsvari samfélagslegum kostnaði Verkfallsaðgerðirnar sem hófust í dag ná til um 2.500 félagsmanna BSRB í um 150 starfsstöðvum í 29 sveitarfélögum víðsvegar um landið. Aðgerðirnar ná meðal annars til starfsfólks í leikskólum, sundlaugum, íþróttamannvirkjum, þjónustumiðstöðvum, bæjarskrifstofum, áhaldahúsum og höfnum. „Við vitum það að það er búin að vera skert þjónusta hjá leikskólum vegna aðgerðanna sem við höfum verið í og hefur áhrif á foreldra sem geta ekki sótt vinnu. Það auðvitað bara bætist í núna,“ sagði Sonja. Áhrif verkfallsaðgerðanna verði víðtæk. „Þá held ég að stóra spurningin standi eftir hvort þetta samsvari þeim samfélagslega kostnaði sem af því hlýst,“ sagði formaðurinn. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sjá meira
Samningafundi fulltrúa BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk án árangurs á öðrum tímanum í nótt. Ekki tókst því að afstýra enn umfangsmeiri verkfallsaðgerðum BSRB-félaga en þeir hafa staðið í afmörkuðum verkföllum undanfarnar vikur. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, játti því að viðræðurnar væru í hnút í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Unnið hafi verið með ýmsar tillögur til að reyna að leiða deiluna til lykta síðustu daga. Það sem standi út af borðinu sé krafa BSRB um að félagar þess fái ekki lægri laun en samstarfsmenn á sama vinnustað sem vinni sömu störf. Vísaði hún til þess að starfsmenn sveitarfélaga sem vinna sömu störf en eru ekki í sama stéttarfélagi fái ekki sömu laun eftir að sum félög gengu frá nýjum kjarasamningi fyrr á þessu ári. „Ég held að það geti allir sett sig í þau spor að maður vill ekki vera á öðrum launum en manneskjan sem vinnur við hliðina á manni í nákvæmlega sömu störfunum,“ sagði Sonja. Geta ekki boðið afsláttarkjör vegna erfiðrar stöðu sveitarfélaganna Krafa BSRB sé um fjórðungs hækkun á launum sem séu á bilinu 400 til 470 þúsund krónur á mánuði. Sonja sagði að þó að félagsmönnum BSRB muni mikið um slíka hækkun þýddi það aðeins 0,3 prósenta hækkun launakostnaður sveitarfélaganna. BSRB meti heildarlaunakostnað krafna sinna fyrir sveitarfélögin á um milljarð króna með launatengdum gjöldum. Kostnaðurinn dreifist misjafnt á milli þeirra 63 sveitarfélaga sem eigi aðild að viðræðunum. Spurð út í þrönga fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga sagði Sonja að staða þeirra hefði verið þung lengi. Hins vegar séu sveitarfélögin atvinnurekendur. „Við getum ekki boðið upp á að fólk sé á afsláttarkjörum vegna þess að fjárhagsstaðan sé svo þröng,“ sagði Sonja. Spurning hvort samsvari samfélagslegum kostnaði Verkfallsaðgerðirnar sem hófust í dag ná til um 2.500 félagsmanna BSRB í um 150 starfsstöðvum í 29 sveitarfélögum víðsvegar um landið. Aðgerðirnar ná meðal annars til starfsfólks í leikskólum, sundlaugum, íþróttamannvirkjum, þjónustumiðstöðvum, bæjarskrifstofum, áhaldahúsum og höfnum. „Við vitum það að það er búin að vera skert þjónusta hjá leikskólum vegna aðgerðanna sem við höfum verið í og hefur áhrif á foreldra sem geta ekki sótt vinnu. Það auðvitað bara bætist í núna,“ sagði Sonja. Áhrif verkfallsaðgerðanna verði víðtæk. „Þá held ég að stóra spurningin standi eftir hvort þetta samsvari þeim samfélagslega kostnaði sem af því hlýst,“ sagði formaðurinn.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sjá meira
Mikill þungi færist nú í aðgerðirnar segir formaður BSRB Engin niðurstaða varð af löngum fundi í Karphúsinu í nótt á milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundi lauk á öðrum tímanum í nótt og stefnir í víðtækar verkfallsaðgerðir í dag. 5. júní 2023 06:38