Einar búi yfir töktum frá Ólafi föður sínum Aron Guðmundsson skrifar 4. júní 2023 09:00 Einar Þorsteinn spilar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Fredericia í Danmörku. Faðir Einars er Ólafur Stefánsson, handboltagoðsögn. Vísir/Samsett mynd Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Frederica segir Einar Þorstein Ólafsson, leikmann liðsins hafa tekið miklum framförum en félagið er hans fyrsti viðkomustaður á atvinnumannaferlinum. Þá megi greina takta hjá leikmanninum sem faðir hans, handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson, bjó yfir í leik sínum. Einar Þorsteinn er 21 árs gamall og hefur hann verið á mála hjá Fredericia í rúmt eitt ár núna. „Einar er mjög efnilegur leikmaður og stundar íþróttina af mikilli samviskusemi og á nú ekki langt að sækja það,“ segir Guðmundur, þjálfari Einars í samtali við Vísi. „Hann hefur klárlega hæfileika og er á hárréttum stað í sínu þroskaferli sem leikmaður. “ Danska deildin sé mjög krefjandi deild hafi Einar því verið að koma inn í mjög erfiðar aðstæður í upphafi síns atvinnumannaferils. „Hér er að finna mjög líkamlega sterka leikmenn, taktískt séð eru þeir einnig mjög sterkir og búa yfir miklum hraða og þá er enginn auðveldur leikur í þessari deild.“ Einar hafi þó tekið miklum framförum í þessum aðstæðum. „Til að byrja með var þetta ekki einfalt fyrir hann en núna hefur Einar sýnt það og sannað að hann er að verða betri og betri.“ Eigi að henda frasanum „Einar komst ekki á blað“ Að sögn Guðmundar hefur Einar stóru hlutverki að gegna í liði Frederica. „Það þarf að breyta einum frasa á Íslandi, það er frasinn „Einar komst ekki á blað“ þar sem er svo látið við sitja sökum þess að Einar hefur ekki verið að skora mikið af mörkum. Hann er hins vegar að spila mjög stórt hlutverk hjá okkur varnarlega og er því svo sannarlega á blaði og menn verða að átta sig á því að hann er, eins og staðan er núna, fyrst og fremst varnarmaður í liðinu þó svo að hann keyri einnig upp hraðaupphlaupin.“ Einar eigi bara eftir að þroskast meira eftir því sem líður á og verða betri. „Hann á framtíðina fyrir sér í þessu, alveg klárlega.“ Guðmundur þjálfaði Ólaf Stefánsson, föður Einars og goðsögn í handboltaheiminum, lengi vel hjá íslenska landsliðinu. Hann segir Einar klárlega hafa tekið í gagnið takta frá föður sínum inn á völlinn. „Hann hefur mjög góðan skilning á handbolta og er alltaf á fullu, æfir mjög vel og er samviskusamur. Með því verður hann bara betri og betri leikmaður en það mun taka tíma fyrir hann að ná enn lengra. Þetta er ferli og Einar er enn ungur.“ Danski handboltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Einar Þorsteinn er 21 árs gamall og hefur hann verið á mála hjá Fredericia í rúmt eitt ár núna. „Einar er mjög efnilegur leikmaður og stundar íþróttina af mikilli samviskusemi og á nú ekki langt að sækja það,“ segir Guðmundur, þjálfari Einars í samtali við Vísi. „Hann hefur klárlega hæfileika og er á hárréttum stað í sínu þroskaferli sem leikmaður. “ Danska deildin sé mjög krefjandi deild hafi Einar því verið að koma inn í mjög erfiðar aðstæður í upphafi síns atvinnumannaferils. „Hér er að finna mjög líkamlega sterka leikmenn, taktískt séð eru þeir einnig mjög sterkir og búa yfir miklum hraða og þá er enginn auðveldur leikur í þessari deild.“ Einar hafi þó tekið miklum framförum í þessum aðstæðum. „Til að byrja með var þetta ekki einfalt fyrir hann en núna hefur Einar sýnt það og sannað að hann er að verða betri og betri.“ Eigi að henda frasanum „Einar komst ekki á blað“ Að sögn Guðmundar hefur Einar stóru hlutverki að gegna í liði Frederica. „Það þarf að breyta einum frasa á Íslandi, það er frasinn „Einar komst ekki á blað“ þar sem er svo látið við sitja sökum þess að Einar hefur ekki verið að skora mikið af mörkum. Hann er hins vegar að spila mjög stórt hlutverk hjá okkur varnarlega og er því svo sannarlega á blaði og menn verða að átta sig á því að hann er, eins og staðan er núna, fyrst og fremst varnarmaður í liðinu þó svo að hann keyri einnig upp hraðaupphlaupin.“ Einar eigi bara eftir að þroskast meira eftir því sem líður á og verða betri. „Hann á framtíðina fyrir sér í þessu, alveg klárlega.“ Guðmundur þjálfaði Ólaf Stefánsson, föður Einars og goðsögn í handboltaheiminum, lengi vel hjá íslenska landsliðinu. Hann segir Einar klárlega hafa tekið í gagnið takta frá föður sínum inn á völlinn. „Hann hefur mjög góðan skilning á handbolta og er alltaf á fullu, æfir mjög vel og er samviskusamur. Með því verður hann bara betri og betri leikmaður en það mun taka tíma fyrir hann að ná enn lengra. Þetta er ferli og Einar er enn ungur.“
Danski handboltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira