Í dag fóru fram fimmta og sjötta grein mótsins. Annie endaði í 5. sæti fjórðu greinar og 8. sæti fimmtu greinar og er hún sem stendur í 2. sæti í heildar stigakeppninni
Gabriela Migala frá Póllandi átti virkilega flottan dag og endaði í 3. sæti í fjórðu grein og 2. sæti í fimmtu grein. Með því tókst henni að hrifsa efsta sætið af Annie á mótinu.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í 12. sæti eftir greinar dagsins, tuttugu og tveimur stigum frá hinni sænsku Ellu Wunger sem situr í 11. sæti, sem er jafnframt síðasta sætið sem gefur þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit í ágúst.
Þuríður Erla Helgadóttir er sem stendur í 20. sæti mótsins og þá er Sólveig Sigurðardóttir komin upp í 19. sæti.
Björgvin Karl á skriði
Björgvin Karl Guðmundsson getur vel við unað eftir greinar dagsins. Hann endaði í 2. sæti í fjórðu grein og 11. sæti í fimmtu grein.
Með því hefur hann unnið sig upp í 8. sæti og fer upp um sjö sæti milli daga.
Lokagreinar mótsins fara fram á morgun.
Þrír Íslendingar eru komnir inn á heimsleikana en fimm gætu bæst í hópinn í einstaklingskeppninni og svo á Ísland einnig einn fulltrúa í liðakeppninni. Liðakeppnin hófst í gær en einstaklingskeppnin hefst í dag.
Ellefu karlar, ellefu konur og tíu lið tryggja sér sæti á heimsleikunum á þessu móti í Berlín.