Lyngby bjargaði sér eftir háspennu í lokaumferð Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júní 2023 14:22 Stuðningsmenn Lyngby með íslenska fánann í stúkunni. Vísir/Getty Íslendingaliðið Lyngby heldur sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni eftir fádæma dramatík í lokaumferðinni. Horsens og Álaborg falla niður í næst efstu deild. Fyrir umferðina var spennan gríðarleg. Álaborg, Lyngby og Horsens voru öll með 28 stig en tvö lið falla niður í næst efstu deild. Álaborg var með bestu markatöluna en Lyngby og Horsens voru í fallsætunum. Lengi vel var markalaust í báðum leikjum. Sú staða hefði auðvitað þýtt að Lyngby og Horsens myndu falla en Kolbeinn Finnsson og Sævar Atli Magnússon voru báðir í byrjunarliði Lyngby og Aron Sigurðarson í byrjunarliði Horsens. Alfreð Finnbogason var hins vegar í leikbanni hjá Lyngby. Staðan í báðum leikjum var 0-0 í hálfleik en á 74. mínútu kom Alexander Lind Silkeborg yfir í leik liðsins gegn Álaborg. Það þýddi að Álaborg var komið í fallsæti og Lyngby upp í þriðja neðsta sæti. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Lið Horsens og Álaborgar reyndu hvað þau gátu til að ná inn mörkum en ekkert gekk. Þegar flautað var til leiks í Álaborg var ljóst að liðið var fallið í fyrsta sinn í sögunni. Leik Horsens og Lyngby lauk skömmu síðar. Lyngby hélt út og leiknum lauk með markalausu jafntefli. Það þýðir að Lyngby heldur sér uppi, endar með 29 stig líkt og Horsens en með betri markatölu. Álaborg endaði neðst með 28 stig. Gríðarlegur fögnuður braust út hjá leikmönnum Lyngby og þjálfaranum Frey Alexanderssyni en liðið hefur verið í fallsæti nær allt tímabilið en frábær endasprettur liðsins bjargaði því frá falli. Congrats Lyngby: Sævar Atli Magnússon, Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Finnsson & Freyr Alexandersson pic.twitter.com/LC6LnaAtVo— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 3, 2023 Danski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Fyrir umferðina var spennan gríðarleg. Álaborg, Lyngby og Horsens voru öll með 28 stig en tvö lið falla niður í næst efstu deild. Álaborg var með bestu markatöluna en Lyngby og Horsens voru í fallsætunum. Lengi vel var markalaust í báðum leikjum. Sú staða hefði auðvitað þýtt að Lyngby og Horsens myndu falla en Kolbeinn Finnsson og Sævar Atli Magnússon voru báðir í byrjunarliði Lyngby og Aron Sigurðarson í byrjunarliði Horsens. Alfreð Finnbogason var hins vegar í leikbanni hjá Lyngby. Staðan í báðum leikjum var 0-0 í hálfleik en á 74. mínútu kom Alexander Lind Silkeborg yfir í leik liðsins gegn Álaborg. Það þýddi að Álaborg var komið í fallsæti og Lyngby upp í þriðja neðsta sæti. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Lið Horsens og Álaborgar reyndu hvað þau gátu til að ná inn mörkum en ekkert gekk. Þegar flautað var til leiks í Álaborg var ljóst að liðið var fallið í fyrsta sinn í sögunni. Leik Horsens og Lyngby lauk skömmu síðar. Lyngby hélt út og leiknum lauk með markalausu jafntefli. Það þýðir að Lyngby heldur sér uppi, endar með 29 stig líkt og Horsens en með betri markatölu. Álaborg endaði neðst með 28 stig. Gríðarlegur fögnuður braust út hjá leikmönnum Lyngby og þjálfaranum Frey Alexanderssyni en liðið hefur verið í fallsæti nær allt tímabilið en frábær endasprettur liðsins bjargaði því frá falli. Congrats Lyngby: Sævar Atli Magnússon, Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Finnsson & Freyr Alexandersson pic.twitter.com/LC6LnaAtVo— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) June 3, 2023
Danski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira