„Hann veit manna best að hann þarf að gera eitthvað í sínum málum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júní 2023 12:00 Snorri Steinn Guðjónsson var gestur í nýjasta þætti Handkastsins. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, nýráðinn landsliðsþjálfari í handknattleik, var gestur í nýjasta þætti Handkastsins þar sem hann ræddi landsliðið við Arnar Daða Arnarsson stjórnanda hlaðvarpsins. Snorri Steinn Guðjónsson var í vikunni ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik en hann tekur við liðinu sem hafði verið þjálfaralaust í 100 daga eftir að Guðmundi Guðmundssyni var sagt upp störfum. Snorri Steinn var gestur í nýjasta þætti handboltahlaðvarpsins Handkastið þar sem hann og Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Stöð 2 Sport og stjórnandi Handkastsins, fóru yfir víðan völl í umræðu um karlalandsliðið í handbolta. Meðal þess sem þeir Arnar Daði og Snorri Steinn ræddu var staðan á Aroni Pálmarssyni landsliðsfyrirliða. Aron er á leið heim til FH í sumar og mun leika með liðinu í Olís-deild karla á næsta tímabili. Umræða skapaðist um stöðu Arons í landsliðinu eftir EM í janúar en Aron hefur verið óheppinn með meiðsli á sínum landsliðsferli og lent í því oftar en einu sinni að þurfa að hætta keppni eða forfallast á stórmóti. „Auðvitað hef ég áhyggjur af því að einn besti leikmaður sem við höfum átt hefur verið mikið meiddur. Það er alveg óháð því hvort hann heitir Aron, Ómar Ingi eða Gísli Þorgeir,“ sagði Snorri Steinn. „Ætli það verði ekki versti parturinn af þessu, það er að standa af sér desember og vona að enginn meiðist. Það er áhyggjuefni. Það að hann fari í FH, auðvitað væri frábært ef hann væri áfram í sterkustu deildum í heiminum að spila þar á fullu. Hann tekur þessa ákvörðun og hún er ekki bara handboltalegs eðlis og við þurfum að virða það. “ Snorri Steinn segist hafa rætt við Aron og segir að það vanti ekki viljann eða löngunina hjá honum að koma sér á lappir. „Ég er búinn að ræða við Aron, hann er fáránlega mótiveraður fyrir þessu. Hann veit manna best sjálfur að hann þarf að gera eitthvað, hann þarf að gera eitthvað í sínum málum. Hann er að gera það, það er ekki eins og hann sé bara heima að borða Snickers. Það er bara þvæla.“ „Það vantar ekki viljann og löngunina til að koma sér á lappir.“ „Væri til í að sleppa við það“ „Varðandi hans hlutverk þá er ég með ákveðnar hugmyndir. Ég er ekkert að fara að umturna hans hlutverki og ég ætla ekkert að tala of mikið um það. Ég ætla bara að setjast niður með honum þegar hann flytur heim í sumar og fara aðeins yfir hvað ég sé fyrir mér frá honum.“ „Aron Pálmarsson í dúndurstandi, það segir sig sjálft að það er lykilleikmaður í þessu landsliði,“ bætti Snorri Steinn við. Síðasta spurningin sem Snorri Steinn fékk var áhugaverð en þá spurði Arnar Daði hann að því hvort hann myndi banna leikmönnum landsliðsins að tjá sig á samfélagsmiðlum á meðan á stórmótum stendur. „Ertu að hugsa um Bjögga?,“ spurði Snorri Steinn með gamansömum tón en Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og landsliðsins, hefur í gegnum tíðina verið duglegur að tjá sig á samfélagsmiðlum um landsliðsverkefni og ýmis önnur mál. Skemmst er að minnast málsins sem kom upp á milli Björgvins Páls og Kristjáns Arnar Kristjánssonar, félaga hans í landsliðinu, þar sem Björgvin fór mikinn á samfélagsmiðlum og tilkynnti meðal annars að hann myndi ekki gefa kost á sér í næsta verkefni landsliðsins. Málið leystist þó farsællega. „Ég talaði nú við Karenu konuna hans um daginn og spurði hvort hún gæti ekki bara tekið internetið úr sambandi um daginn. Við bara sjáum hvaða leið ég fer í því. Ef þú ert að vitna í þetta sem var um daginn þá væri ég til í að sleppa við það,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Handkastið Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Snorri Steinn jafngamall Þorbirni Jens og einu ári eldri en Gummi Gumm Snorri Steinn Guðjónsson er tekinn við sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en hann er þó ekki í hópi þeirra sem hafa yngstir tekið við landsliði Íslands. 2. júní 2023 10:31 Eigum að geta keppt um verðlaun inn á milli „Ég er mjög sáttur. Ég tel að við höfum tekið rétta ákvörðun út frá þeim möguleikum sem við höfðum,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, eftir að hafa kynnt Snorra Stein Guðjónsson sem nýjan landsliðsþjálfara karla í handbolta. 2. júní 2023 07:20 „Mjög stoltur að geta kallað mig landsliðsþjálfara“ Snorri Steinn Guðjónsson segist stoltur yfir því að hafa verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 15:31 Snorri Steinn í fullt starf og skrifaði undir þriggja ára samning Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson var í vikunni ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik en hann tekur við liðinu sem hafði verið þjálfaralaust í 100 daga eftir að Guðmundi Guðmundssyni var sagt upp störfum. Snorri Steinn var gestur í nýjasta þætti handboltahlaðvarpsins Handkastið þar sem hann og Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Stöð 2 Sport og stjórnandi Handkastsins, fóru yfir víðan völl í umræðu um karlalandsliðið í handbolta. Meðal þess sem þeir Arnar Daði og Snorri Steinn ræddu var staðan á Aroni Pálmarssyni landsliðsfyrirliða. Aron er á leið heim til FH í sumar og mun leika með liðinu í Olís-deild karla á næsta tímabili. Umræða skapaðist um stöðu Arons í landsliðinu eftir EM í janúar en Aron hefur verið óheppinn með meiðsli á sínum landsliðsferli og lent í því oftar en einu sinni að þurfa að hætta keppni eða forfallast á stórmóti. „Auðvitað hef ég áhyggjur af því að einn besti leikmaður sem við höfum átt hefur verið mikið meiddur. Það er alveg óháð því hvort hann heitir Aron, Ómar Ingi eða Gísli Þorgeir,“ sagði Snorri Steinn. „Ætli það verði ekki versti parturinn af þessu, það er að standa af sér desember og vona að enginn meiðist. Það er áhyggjuefni. Það að hann fari í FH, auðvitað væri frábært ef hann væri áfram í sterkustu deildum í heiminum að spila þar á fullu. Hann tekur þessa ákvörðun og hún er ekki bara handboltalegs eðlis og við þurfum að virða það. “ Snorri Steinn segist hafa rætt við Aron og segir að það vanti ekki viljann eða löngunina hjá honum að koma sér á lappir. „Ég er búinn að ræða við Aron, hann er fáránlega mótiveraður fyrir þessu. Hann veit manna best sjálfur að hann þarf að gera eitthvað, hann þarf að gera eitthvað í sínum málum. Hann er að gera það, það er ekki eins og hann sé bara heima að borða Snickers. Það er bara þvæla.“ „Það vantar ekki viljann og löngunina til að koma sér á lappir.“ „Væri til í að sleppa við það“ „Varðandi hans hlutverk þá er ég með ákveðnar hugmyndir. Ég er ekkert að fara að umturna hans hlutverki og ég ætla ekkert að tala of mikið um það. Ég ætla bara að setjast niður með honum þegar hann flytur heim í sumar og fara aðeins yfir hvað ég sé fyrir mér frá honum.“ „Aron Pálmarsson í dúndurstandi, það segir sig sjálft að það er lykilleikmaður í þessu landsliði,“ bætti Snorri Steinn við. Síðasta spurningin sem Snorri Steinn fékk var áhugaverð en þá spurði Arnar Daði hann að því hvort hann myndi banna leikmönnum landsliðsins að tjá sig á samfélagsmiðlum á meðan á stórmótum stendur. „Ertu að hugsa um Bjögga?,“ spurði Snorri Steinn með gamansömum tón en Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og landsliðsins, hefur í gegnum tíðina verið duglegur að tjá sig á samfélagsmiðlum um landsliðsverkefni og ýmis önnur mál. Skemmst er að minnast málsins sem kom upp á milli Björgvins Páls og Kristjáns Arnar Kristjánssonar, félaga hans í landsliðinu, þar sem Björgvin fór mikinn á samfélagsmiðlum og tilkynnti meðal annars að hann myndi ekki gefa kost á sér í næsta verkefni landsliðsins. Málið leystist þó farsællega. „Ég talaði nú við Karenu konuna hans um daginn og spurði hvort hún gæti ekki bara tekið internetið úr sambandi um daginn. Við bara sjáum hvaða leið ég fer í því. Ef þú ert að vitna í þetta sem var um daginn þá væri ég til í að sleppa við það,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Handkastið Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Snorri Steinn jafngamall Þorbirni Jens og einu ári eldri en Gummi Gumm Snorri Steinn Guðjónsson er tekinn við sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en hann er þó ekki í hópi þeirra sem hafa yngstir tekið við landsliði Íslands. 2. júní 2023 10:31 Eigum að geta keppt um verðlaun inn á milli „Ég er mjög sáttur. Ég tel að við höfum tekið rétta ákvörðun út frá þeim möguleikum sem við höfðum,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, eftir að hafa kynnt Snorra Stein Guðjónsson sem nýjan landsliðsþjálfara karla í handbolta. 2. júní 2023 07:20 „Mjög stoltur að geta kallað mig landsliðsþjálfara“ Snorri Steinn Guðjónsson segist stoltur yfir því að hafa verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 15:31 Snorri Steinn í fullt starf og skrifaði undir þriggja ára samning Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Snorri Steinn jafngamall Þorbirni Jens og einu ári eldri en Gummi Gumm Snorri Steinn Guðjónsson er tekinn við sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en hann er þó ekki í hópi þeirra sem hafa yngstir tekið við landsliði Íslands. 2. júní 2023 10:31
Eigum að geta keppt um verðlaun inn á milli „Ég er mjög sáttur. Ég tel að við höfum tekið rétta ákvörðun út frá þeim möguleikum sem við höfðum,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, eftir að hafa kynnt Snorra Stein Guðjónsson sem nýjan landsliðsþjálfara karla í handbolta. 2. júní 2023 07:20
„Mjög stoltur að geta kallað mig landsliðsþjálfara“ Snorri Steinn Guðjónsson segist stoltur yfir því að hafa verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 15:31
Snorri Steinn í fullt starf og skrifaði undir þriggja ára samning Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni