Bein útsending: Óskar Hrafn mætir á X-ið og ræðir hitaleikinn í gær Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júní 2023 11:31 Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks verður gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í hádeginu og ræðir þar hitaleik Breiðabliks og Víkinga í Bestu deild karla í gærkvöldi. Það voru læti á Kópavogsvelli í gær þar sem Breiðablik og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli í Bestu deild karla í knattspyrnu. Bæði mörk Blika komu í uppbótartíma og voru Víkingar ósáttir með hversu miklum tíma var bætt við leikinn. Eftir leik sauð upp úr á milli liðanna en Logi Tómasson, leikmaður Víkinga, ýtti meðal annars Halldóri Árnasyni aðstoðarþjálfara Blika í jörðina og urðu töluverð átök í kjölfarið. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breðabliks, mætir í stúdíó á X977 í dag þar sem hann verður gestur Tómas Þórs Þórðarsonar og Elvars Geirs Magnússonar í útvarpsþættinum Fótbolti.net. Hugsa að ég renni bara sleðunum upp, halli mér aftur og leyfi Tom og Óskari að kryfja málin!X977 klukkan 12 #fotboltinet https://t.co/ZfsM2magej— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) June 3, 2023 Þátturinn fer í loftið klukkan 12:00 og verður Óskar Hrafn fyrsti gesturinn í þættinum. Tómas Þór er gallharður stuðningsmaður Víkings og verður án efa forvitnilegt að heyra hann og Óskar Hrafn kryfja leikinn í gær til mergjar sem og lætin eftir leik. Þátturinn er á dagskrá á milli 12 og 14 í dag en þar verður bikarúrslitaleikur Manchester United og Manchester City einnig til umfjöllunar sem og úrslitaleikur Wolfsburg og Barcelona í Meistaradeild Evrópu þar sem Sveindís Jane Jónsdóttir verður í eldlínunni. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira
Það voru læti á Kópavogsvelli í gær þar sem Breiðablik og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli í Bestu deild karla í knattspyrnu. Bæði mörk Blika komu í uppbótartíma og voru Víkingar ósáttir með hversu miklum tíma var bætt við leikinn. Eftir leik sauð upp úr á milli liðanna en Logi Tómasson, leikmaður Víkinga, ýtti meðal annars Halldóri Árnasyni aðstoðarþjálfara Blika í jörðina og urðu töluverð átök í kjölfarið. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breðabliks, mætir í stúdíó á X977 í dag þar sem hann verður gestur Tómas Þórs Þórðarsonar og Elvars Geirs Magnússonar í útvarpsþættinum Fótbolti.net. Hugsa að ég renni bara sleðunum upp, halli mér aftur og leyfi Tom og Óskari að kryfja málin!X977 klukkan 12 #fotboltinet https://t.co/ZfsM2magej— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) June 3, 2023 Þátturinn fer í loftið klukkan 12:00 og verður Óskar Hrafn fyrsti gesturinn í þættinum. Tómas Þór er gallharður stuðningsmaður Víkings og verður án efa forvitnilegt að heyra hann og Óskar Hrafn kryfja leikinn í gær til mergjar sem og lætin eftir leik. Þátturinn er á dagskrá á milli 12 og 14 í dag en þar verður bikarúrslitaleikur Manchester United og Manchester City einnig til umfjöllunar sem og úrslitaleikur Wolfsburg og Barcelona í Meistaradeild Evrópu þar sem Sveindís Jane Jónsdóttir verður í eldlínunni. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira