Fluttu stigabíl frá Keflavík fyrir Airbus-þotu í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 2. júní 2023 22:52 Stigabíllinn kominn til Reykjavíkur. KMU Sérstakur stigabíll fyrir stórar flugvélar var fluttur til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Flytja þurfti hann á trukki þar sem hann er ekki á númerum. Ástæðan fyrir þessum óvenjulega flutningi er sú að á Reykjavíkurflugvelli er aðeins til einn nægilega stór stigi og talin var þörf á tveimur stórum stigum vegna flugsýningarinnar sem þar fer fram í dag, laugardag. Gestum sýningarinnar gefst færi á að ganga um borð í hina nýju Airbus A321neo þotu flugfélagsins Play og skoða bæði farþegarýmið og flugstjórnarklefann. Útlitslega er þessi flugvél eins og Airbus A321XLR, sem Icelandair hyggst kaupa. Til að skoðunarferð um flugvélina gangi sem greiðast fyrir sig þykir rétt að hafa tvennar dyr opnar, bæði að framan og aftan, svo að hringumferð myndist, og til þess þarf auðvitað tvo stiga. Airbus A321-þota frá Play lenti í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli sumarið 2021.Sigurjón Ólason Fyrirhugað er að Airbus-þotan verði ferjuð árdegis frá Keflavík yfir til Reykjavíkur og að hún taki sýningarhring yfir borginni fyrir lendingu laust fyrir klukkan tíu, ef skýjahæð leyfir. Sýningarsvæðið á Reykjavíkurflugvelli verður opnað klukkan 12 á hádegi en sýningaratriðin hefjast klukkan 13. Þótt flugsýningunni eigi formlega að ljúka klukkan 16 ættu þeir sem vilja sjá flugtak þotunnar að fara ekki langt því það gæti orðið um klukkan 16.30. Eftir flugtak má auk þess búast við að flugmenn þotunnar sýni ýmsar flugkúnsir yfir vellinum, svo fremi að ekki verði lágskýjað. Fleiri stórar flugvélar munu sjást. Þannig er ráðgert að Boeing 757 frá Icelandair fljúgi yfir sýningarsvæðið um hálfþrjúleytið. Þá er áformað að Hercules-herflutningaflugvél frá kanadíska flughernum renni sér yfir flugvöllinn. Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga, TF-KWH, verður bæði til sýnis á jörðinni og á lofti. Það verður í fyrsta sinn sem almenningi gefst kostur á því að skoða vélina á flugsýningu. Jafnframt er ráðgert að formaður borgarráðs Reykjavíkur, Einar Þorsteinsson, fari í flugferð með henni. Rafmagnsflugvélin TF-KWH. Þeir Friðrik Pálsson og Matthías Sveinbjörnsson beittu sér fyrir kaupum hennar til landsins.KMU Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélagsins, segir að einn af hápunktum sýningarinnar verði listflug Kanadamannsins Luke Penners. Af öðrum sýningaratriðum má nefna þyrluflug, listflug á svifflugu og tog á svifflugu, kappflug dróna, fisflug, gírókopta, svifvæng, paramótor og flugtök og lendingar svokallaðra STOL-véla, sem þurfa óvenju stutta braut. Icelandair sýnir Dash-vél úr innanlandsfluginu, Landhelgisgæslan mætir á svæðið og einnig vél Isavia. Elsta flugvélin verður sennilega tvívængjan TF-OLD, sem var smíðuð árið 1946. Frítt er inn á svæðið en meira um dagskrána má lesa á heimasíðu flugsýningarinnar. Þar má einnig fá upplýsingar um hvar best er að finna bílastæði. Hér má upplifa stemmningu á flugsýningu árið 2010: Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Airbus Play Icelandair Tengdar fréttir Boða til stærstu flugsýningar ársins á Reykjavíkurflugvelli „Stærsta flugsýning ársins“ segir Flugmálafélag Íslands í kynningu flugsýningar sem haldin verður á Reykjavíkurflugvelli á morgun, laugardag, 3. júní. Hátt á áttunda tug flugvéla og flygilda verða til sýnis og hátt á þriðja tug flugatriða þar sem lögð verður áhersla á að sýna breidd og drifkraft íslensks flugsamfélags, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélagsins. 1. júní 2023 23:40 Segir Play með yngsta flugflota í Evrópu með nýjustu þotunni Flugfélagið Play fékk í dag sína tíundu þotu, beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg. Forstjóri Play segir félagið núna með yngsta flugflota Evrópu. 31. maí 2023 23:03 Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Gestum sýningarinnar gefst færi á að ganga um borð í hina nýju Airbus A321neo þotu flugfélagsins Play og skoða bæði farþegarýmið og flugstjórnarklefann. Útlitslega er þessi flugvél eins og Airbus A321XLR, sem Icelandair hyggst kaupa. Til að skoðunarferð um flugvélina gangi sem greiðast fyrir sig þykir rétt að hafa tvennar dyr opnar, bæði að framan og aftan, svo að hringumferð myndist, og til þess þarf auðvitað tvo stiga. Airbus A321-þota frá Play lenti í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli sumarið 2021.Sigurjón Ólason Fyrirhugað er að Airbus-þotan verði ferjuð árdegis frá Keflavík yfir til Reykjavíkur og að hún taki sýningarhring yfir borginni fyrir lendingu laust fyrir klukkan tíu, ef skýjahæð leyfir. Sýningarsvæðið á Reykjavíkurflugvelli verður opnað klukkan 12 á hádegi en sýningaratriðin hefjast klukkan 13. Þótt flugsýningunni eigi formlega að ljúka klukkan 16 ættu þeir sem vilja sjá flugtak þotunnar að fara ekki langt því það gæti orðið um klukkan 16.30. Eftir flugtak má auk þess búast við að flugmenn þotunnar sýni ýmsar flugkúnsir yfir vellinum, svo fremi að ekki verði lágskýjað. Fleiri stórar flugvélar munu sjást. Þannig er ráðgert að Boeing 757 frá Icelandair fljúgi yfir sýningarsvæðið um hálfþrjúleytið. Þá er áformað að Hercules-herflutningaflugvél frá kanadíska flughernum renni sér yfir flugvöllinn. Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga, TF-KWH, verður bæði til sýnis á jörðinni og á lofti. Það verður í fyrsta sinn sem almenningi gefst kostur á því að skoða vélina á flugsýningu. Jafnframt er ráðgert að formaður borgarráðs Reykjavíkur, Einar Þorsteinsson, fari í flugferð með henni. Rafmagnsflugvélin TF-KWH. Þeir Friðrik Pálsson og Matthías Sveinbjörnsson beittu sér fyrir kaupum hennar til landsins.KMU Matthías Sveinbjörnsson, forseti Flugmálafélagsins, segir að einn af hápunktum sýningarinnar verði listflug Kanadamannsins Luke Penners. Af öðrum sýningaratriðum má nefna þyrluflug, listflug á svifflugu og tog á svifflugu, kappflug dróna, fisflug, gírókopta, svifvæng, paramótor og flugtök og lendingar svokallaðra STOL-véla, sem þurfa óvenju stutta braut. Icelandair sýnir Dash-vél úr innanlandsfluginu, Landhelgisgæslan mætir á svæðið og einnig vél Isavia. Elsta flugvélin verður sennilega tvívængjan TF-OLD, sem var smíðuð árið 1946. Frítt er inn á svæðið en meira um dagskrána má lesa á heimasíðu flugsýningarinnar. Þar má einnig fá upplýsingar um hvar best er að finna bílastæði. Hér má upplifa stemmningu á flugsýningu árið 2010:
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Airbus Play Icelandair Tengdar fréttir Boða til stærstu flugsýningar ársins á Reykjavíkurflugvelli „Stærsta flugsýning ársins“ segir Flugmálafélag Íslands í kynningu flugsýningar sem haldin verður á Reykjavíkurflugvelli á morgun, laugardag, 3. júní. Hátt á áttunda tug flugvéla og flygilda verða til sýnis og hátt á þriðja tug flugatriða þar sem lögð verður áhersla á að sýna breidd og drifkraft íslensks flugsamfélags, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélagsins. 1. júní 2023 23:40 Segir Play með yngsta flugflota í Evrópu með nýjustu þotunni Flugfélagið Play fékk í dag sína tíundu þotu, beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg. Forstjóri Play segir félagið núna með yngsta flugflota Evrópu. 31. maí 2023 23:03 Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Boða til stærstu flugsýningar ársins á Reykjavíkurflugvelli „Stærsta flugsýning ársins“ segir Flugmálafélag Íslands í kynningu flugsýningar sem haldin verður á Reykjavíkurflugvelli á morgun, laugardag, 3. júní. Hátt á áttunda tug flugvéla og flygilda verða til sýnis og hátt á þriðja tug flugatriða þar sem lögð verður áhersla á að sýna breidd og drifkraft íslensks flugsamfélags, að sögn Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélagsins. 1. júní 2023 23:40
Segir Play með yngsta flugflota í Evrópu með nýjustu þotunni Flugfélagið Play fékk í dag sína tíundu þotu, beint úr verksmiðju Airbus í Hamborg. Forstjóri Play segir félagið núna með yngsta flugflota Evrópu. 31. maí 2023 23:03
Icelandair velur Airbus til að leysa af Boeing 757 Icelandair og Airbus hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á þrettán flugvélum af gerðinni Airbus A321XLR og kauprétt að tólf flugvélum til viðbótar. Flugvélarnar verða afhentar frá og með árinu 2029. 7. apríl 2023 06:12
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30