Innlent

Kjara­samningar grunn- og leik­skóla­kennara sam­þykktir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nemendur við Melaskóla í kennslustund við Tjörnina í Reykjavík.
Nemendur við Melaskóla í kennslustund við Tjörnina í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Rúmlega tveir þriðju félagsmanna í Félagi grunnskólakennara annars vegar og Félagi leikskólakennara greiddu atkvæði með nýjum kjarasamningum. Samningarnir hafa því verið samþykktir.

Atkvæðagreiðslu um kjarsamningana lauk klukkan tólf í dag. Samninganefndir FG og FL undirrituðu hvor um sig kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga föstudaginn 26. maí.

Samningarnir voru kynntir félagsmönnum beggja félaga og síðan bornir undir atkvæði. Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna beggja félaga hófst þriðjudaginn 30. maí og lauk á hádegi í dag.

Úrslit atkvæðagreiðslnanna voru svohljóðandi 

Félag grunnskólakennara

  • Á kjörskrá voru 5.220
  • Atkvæði greiddu 2.996 eða 57,39%
  • Já sögðu 2.180 eða 72,76%
  • Nei sögðu 771 eða 25,74%
  • Auðir voru 45 eða 1,50%

Félag leikskólakennara

  • Á kjörskrá voru 2.094
  • Atkvæði greiddu 1.410 eða 67,34%
  • Já sögðu 1.164 eða 82,61%
  • Nei sögðu 222 eða 15,76%
  • Auðir voru 23 eða 1,63

Gildistími beggja samninga er 1. apríl 2023 til 31. maí 2024. Samningana má kynna sér hér að neðan.


Tengd skjöl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×