„Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júní 2023 12:46 Inga Rún Ólafsdóttir er formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af fulltrúum samninganefndanna áður en þeir héldu aftur til fundar í morgun. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að viðræður gangi hægt en að reynt verði til þrautar að ná saman. Deilan hverfist nú aðallega um mismunandi gildistíma sem var á kjarasamningum BSRB annars vegar og Starfsgreinasambandsins hins vegar. „Samningur Starfsgreinasambandsins gildir út september og með honum fylgdi launatafla sem gildir frá 1. janúar 2023 en BSRB hafnaði slíkum samningi og þess vegna urðu þeirra félagsmenn af þessum launahækkunum sem Starfsgreinasambandið fékk 1. janúar á þessu ári og þeirra samningur var styttri og gilti eingöngu út mars á þessu ári.“ Þetta sé erfiðasta og þyngsta krafan. „Þarna erum við að tala um löglega gerða kjarasamninga í báðum tilfellum sem við gerum kröfu um að menn standi við, segir Inga Rún. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vill leysa þennan hnút deilunnar með eingreiðslu. „Það er þannig að okkar fólk er gríðarlega ósátt við að vera inn á vinnustöðum þar sem einhver við hliðina á þeim í nákvæmlega sama starfi fékk launahækkun í janúar en þau eiga bara að fá það í apríl en það er bara eitthvað sem við verðum að leysa til að búa til sátt inn á vinnustöðunum,“ segir Sonja. Inga Rún sagði viðræður ganga hægt. „En þetta hreyfist lítið. Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð og mikið af hugmyndum inn á borðið af tillögum að lausn en það kemur lítið á móti,“ segir Inga Rún. Sonja kveðst ekki geta tekið undir fullyrðingar Ingu Rúnar. „Nei, við erum náttúrulega með hópa sem hafa ekki gripið til verkfalla síðan 1984 sem sýnir að það er að þeirra mati mjög mikið tilefni til núna. Við erum komin í þriðju viku og fjórða vika að fara að byrja.“ Það er mikið undir í viðræðunum en ef deiluaðilar ná ekki saman um helgina þá munu um 2500 félagar BSRB í alls 29 sveitarfélögum leggja niður störf á mánudag. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Lægstu laun muni hækka þegar samningur verður til Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að bæði sveitarfélögin og BSRB séu sammála um að lægstu laun eigi að hækka. Staðan í kjaraviðræðum sé ekki björt núna en hún segist vongóð um að samningar náist fyrr en seinna. 2. júní 2023 08:34 Heimaverkefni lagt fyrir og nýr fundur boðaður fyrir hádegi Sáttafundur forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til klukkan átta í gærkvöldi en fólk hafði þá setið á fundi frá klukkan eitt eftir hádegi í gær. Strax hefur verið boðað til annars fundar í karphúsinu klukkan tíu fyrir hádegi. 2. júní 2023 07:13 „Klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga“ Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara og nýr fundur hófst klukkan eitt. Formaður BSRB segir að samningsvilji sé fyrir hendi en að það sé tvennt sem bandalagið geti ekki hvikað frá. 1. júní 2023 13:26 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af fulltrúum samninganefndanna áður en þeir héldu aftur til fundar í morgun. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að viðræður gangi hægt en að reynt verði til þrautar að ná saman. Deilan hverfist nú aðallega um mismunandi gildistíma sem var á kjarasamningum BSRB annars vegar og Starfsgreinasambandsins hins vegar. „Samningur Starfsgreinasambandsins gildir út september og með honum fylgdi launatafla sem gildir frá 1. janúar 2023 en BSRB hafnaði slíkum samningi og þess vegna urðu þeirra félagsmenn af þessum launahækkunum sem Starfsgreinasambandið fékk 1. janúar á þessu ári og þeirra samningur var styttri og gilti eingöngu út mars á þessu ári.“ Þetta sé erfiðasta og þyngsta krafan. „Þarna erum við að tala um löglega gerða kjarasamninga í báðum tilfellum sem við gerum kröfu um að menn standi við, segir Inga Rún. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vill leysa þennan hnút deilunnar með eingreiðslu. „Það er þannig að okkar fólk er gríðarlega ósátt við að vera inn á vinnustöðum þar sem einhver við hliðina á þeim í nákvæmlega sama starfi fékk launahækkun í janúar en þau eiga bara að fá það í apríl en það er bara eitthvað sem við verðum að leysa til að búa til sátt inn á vinnustöðunum,“ segir Sonja. Inga Rún sagði viðræður ganga hægt. „En þetta hreyfist lítið. Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð og mikið af hugmyndum inn á borðið af tillögum að lausn en það kemur lítið á móti,“ segir Inga Rún. Sonja kveðst ekki geta tekið undir fullyrðingar Ingu Rúnar. „Nei, við erum náttúrulega með hópa sem hafa ekki gripið til verkfalla síðan 1984 sem sýnir að það er að þeirra mati mjög mikið tilefni til núna. Við erum komin í þriðju viku og fjórða vika að fara að byrja.“ Það er mikið undir í viðræðunum en ef deiluaðilar ná ekki saman um helgina þá munu um 2500 félagar BSRB í alls 29 sveitarfélögum leggja niður störf á mánudag.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Lægstu laun muni hækka þegar samningur verður til Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að bæði sveitarfélögin og BSRB séu sammála um að lægstu laun eigi að hækka. Staðan í kjaraviðræðum sé ekki björt núna en hún segist vongóð um að samningar náist fyrr en seinna. 2. júní 2023 08:34 Heimaverkefni lagt fyrir og nýr fundur boðaður fyrir hádegi Sáttafundur forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til klukkan átta í gærkvöldi en fólk hafði þá setið á fundi frá klukkan eitt eftir hádegi í gær. Strax hefur verið boðað til annars fundar í karphúsinu klukkan tíu fyrir hádegi. 2. júní 2023 07:13 „Klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga“ Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara og nýr fundur hófst klukkan eitt. Formaður BSRB segir að samningsvilji sé fyrir hendi en að það sé tvennt sem bandalagið geti ekki hvikað frá. 1. júní 2023 13:26 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Lægstu laun muni hækka þegar samningur verður til Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að bæði sveitarfélögin og BSRB séu sammála um að lægstu laun eigi að hækka. Staðan í kjaraviðræðum sé ekki björt núna en hún segist vongóð um að samningar náist fyrr en seinna. 2. júní 2023 08:34
Heimaverkefni lagt fyrir og nýr fundur boðaður fyrir hádegi Sáttafundur forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til klukkan átta í gærkvöldi en fólk hafði þá setið á fundi frá klukkan eitt eftir hádegi í gær. Strax hefur verið boðað til annars fundar í karphúsinu klukkan tíu fyrir hádegi. 2. júní 2023 07:13
„Klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga“ Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara og nýr fundur hófst klukkan eitt. Formaður BSRB segir að samningsvilji sé fyrir hendi en að það sé tvennt sem bandalagið geti ekki hvikað frá. 1. júní 2023 13:26