„Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júní 2023 12:46 Inga Rún Ólafsdóttir er formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af fulltrúum samninganefndanna áður en þeir héldu aftur til fundar í morgun. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að viðræður gangi hægt en að reynt verði til þrautar að ná saman. Deilan hverfist nú aðallega um mismunandi gildistíma sem var á kjarasamningum BSRB annars vegar og Starfsgreinasambandsins hins vegar. „Samningur Starfsgreinasambandsins gildir út september og með honum fylgdi launatafla sem gildir frá 1. janúar 2023 en BSRB hafnaði slíkum samningi og þess vegna urðu þeirra félagsmenn af þessum launahækkunum sem Starfsgreinasambandið fékk 1. janúar á þessu ári og þeirra samningur var styttri og gilti eingöngu út mars á þessu ári.“ Þetta sé erfiðasta og þyngsta krafan. „Þarna erum við að tala um löglega gerða kjarasamninga í báðum tilfellum sem við gerum kröfu um að menn standi við, segir Inga Rún. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vill leysa þennan hnút deilunnar með eingreiðslu. „Það er þannig að okkar fólk er gríðarlega ósátt við að vera inn á vinnustöðum þar sem einhver við hliðina á þeim í nákvæmlega sama starfi fékk launahækkun í janúar en þau eiga bara að fá það í apríl en það er bara eitthvað sem við verðum að leysa til að búa til sátt inn á vinnustöðunum,“ segir Sonja. Inga Rún sagði viðræður ganga hægt. „En þetta hreyfist lítið. Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð og mikið af hugmyndum inn á borðið af tillögum að lausn en það kemur lítið á móti,“ segir Inga Rún. Sonja kveðst ekki geta tekið undir fullyrðingar Ingu Rúnar. „Nei, við erum náttúrulega með hópa sem hafa ekki gripið til verkfalla síðan 1984 sem sýnir að það er að þeirra mati mjög mikið tilefni til núna. Við erum komin í þriðju viku og fjórða vika að fara að byrja.“ Það er mikið undir í viðræðunum en ef deiluaðilar ná ekki saman um helgina þá munu um 2500 félagar BSRB í alls 29 sveitarfélögum leggja niður störf á mánudag. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Lægstu laun muni hækka þegar samningur verður til Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að bæði sveitarfélögin og BSRB séu sammála um að lægstu laun eigi að hækka. Staðan í kjaraviðræðum sé ekki björt núna en hún segist vongóð um að samningar náist fyrr en seinna. 2. júní 2023 08:34 Heimaverkefni lagt fyrir og nýr fundur boðaður fyrir hádegi Sáttafundur forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til klukkan átta í gærkvöldi en fólk hafði þá setið á fundi frá klukkan eitt eftir hádegi í gær. Strax hefur verið boðað til annars fundar í karphúsinu klukkan tíu fyrir hádegi. 2. júní 2023 07:13 „Klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga“ Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara og nýr fundur hófst klukkan eitt. Formaður BSRB segir að samningsvilji sé fyrir hendi en að það sé tvennt sem bandalagið geti ekki hvikað frá. 1. júní 2023 13:26 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af fulltrúum samninganefndanna áður en þeir héldu aftur til fundar í morgun. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að viðræður gangi hægt en að reynt verði til þrautar að ná saman. Deilan hverfist nú aðallega um mismunandi gildistíma sem var á kjarasamningum BSRB annars vegar og Starfsgreinasambandsins hins vegar. „Samningur Starfsgreinasambandsins gildir út september og með honum fylgdi launatafla sem gildir frá 1. janúar 2023 en BSRB hafnaði slíkum samningi og þess vegna urðu þeirra félagsmenn af þessum launahækkunum sem Starfsgreinasambandið fékk 1. janúar á þessu ári og þeirra samningur var styttri og gilti eingöngu út mars á þessu ári.“ Þetta sé erfiðasta og þyngsta krafan. „Þarna erum við að tala um löglega gerða kjarasamninga í báðum tilfellum sem við gerum kröfu um að menn standi við, segir Inga Rún. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vill leysa þennan hnút deilunnar með eingreiðslu. „Það er þannig að okkar fólk er gríðarlega ósátt við að vera inn á vinnustöðum þar sem einhver við hliðina á þeim í nákvæmlega sama starfi fékk launahækkun í janúar en þau eiga bara að fá það í apríl en það er bara eitthvað sem við verðum að leysa til að búa til sátt inn á vinnustöðunum,“ segir Sonja. Inga Rún sagði viðræður ganga hægt. „En þetta hreyfist lítið. Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð og mikið af hugmyndum inn á borðið af tillögum að lausn en það kemur lítið á móti,“ segir Inga Rún. Sonja kveðst ekki geta tekið undir fullyrðingar Ingu Rúnar. „Nei, við erum náttúrulega með hópa sem hafa ekki gripið til verkfalla síðan 1984 sem sýnir að það er að þeirra mati mjög mikið tilefni til núna. Við erum komin í þriðju viku og fjórða vika að fara að byrja.“ Það er mikið undir í viðræðunum en ef deiluaðilar ná ekki saman um helgina þá munu um 2500 félagar BSRB í alls 29 sveitarfélögum leggja niður störf á mánudag.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Lægstu laun muni hækka þegar samningur verður til Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að bæði sveitarfélögin og BSRB séu sammála um að lægstu laun eigi að hækka. Staðan í kjaraviðræðum sé ekki björt núna en hún segist vongóð um að samningar náist fyrr en seinna. 2. júní 2023 08:34 Heimaverkefni lagt fyrir og nýr fundur boðaður fyrir hádegi Sáttafundur forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til klukkan átta í gærkvöldi en fólk hafði þá setið á fundi frá klukkan eitt eftir hádegi í gær. Strax hefur verið boðað til annars fundar í karphúsinu klukkan tíu fyrir hádegi. 2. júní 2023 07:13 „Klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga“ Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara og nýr fundur hófst klukkan eitt. Formaður BSRB segir að samningsvilji sé fyrir hendi en að það sé tvennt sem bandalagið geti ekki hvikað frá. 1. júní 2023 13:26 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Sjá meira
Lægstu laun muni hækka þegar samningur verður til Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að bæði sveitarfélögin og BSRB séu sammála um að lægstu laun eigi að hækka. Staðan í kjaraviðræðum sé ekki björt núna en hún segist vongóð um að samningar náist fyrr en seinna. 2. júní 2023 08:34
Heimaverkefni lagt fyrir og nýr fundur boðaður fyrir hádegi Sáttafundur forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga stóð til klukkan átta í gærkvöldi en fólk hafði þá setið á fundi frá klukkan eitt eftir hádegi í gær. Strax hefur verið boðað til annars fundar í karphúsinu klukkan tíu fyrir hádegi. 2. júní 2023 07:13
„Klárlega verði að sýna samningsvilja á báða bóga“ Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara og nýr fundur hófst klukkan eitt. Formaður BSRB segir að samningsvilji sé fyrir hendi en að það sé tvennt sem bandalagið geti ekki hvikað frá. 1. júní 2023 13:26