Skaðaminnkun bjargar lífum Halldóra Mogensen skrifar 2. júní 2023 12:00 Fólk hefur frá örófi alda sóst í vímu. Kannski ekki skrítið í ljósi þess að vímuefni vaxa í náttúrunni allt í kring um okkur, í öllum löndum heims. Manneskjan þróaðist samhliða þessum efnum, við erum með móttakara í líkamanum fyrir þeim. Margir vilja meina að notkun efnanna eigi stóran þátt í þróun mannsins og samfélaga okkar. Það er í eðli okkar að sækjast í breytta vitund, að víkka hug okkar og sjá heiminn frá nýju og spennandi sjónarhorni. Þessi löngun er sterk strax frá ungum aldri. Við sjáum það á börnunum okkar þegar þau hringsnúast þar til þau detta í gólfið í hláturskasti. Þessi löngun vex ekkert af okkur. En flest okkar hafa hemil á henni og hún veldur þar af leiðandi engum vanda. Verum raunsæ Þroskaferli ungs fólks er fjölbreytt og mismunandi. Fyrir mörg þá er áhættuhegðun á tímabili eðlilegur þáttur í þessu þroskaferli. Mörg prufa sig áfram með mismunandi efni. Það hefur sýnt sig að bönn og refsingar hafa lítil sem engin áhrif. Þau koma ekki í veg fyrir fikt og þau koma ekki í veg fyrir að fólk þrói með sér vímuefnavanda. Við getum ekki komið í veg fyrir vímuefnanotkun en með réttum aðgerðum getum við dregið úr skaðanum og hættu á dauðsföllum. Tryggjum að ungt fólk sem er að fikta hafi þann möguleika að sannreyna öryggi þeirra efna sem þau ætla að nota. Aðgengileg vímuefnapróf eru mikilvægt skaðaminnkandi úrræði sem bjarga lífum. Tryggjum að notendur ópíóðalyfja hafi greiðan aðgang að mótefninu Naloxone sem er notað gegn ofskömmtun. Best væri að leyfa Naloxone í lausasölu. Tryggjum að fólk þori að hringja í sjúkrabíl ef eitthvað fer úrskeiðis, t.d. ef einhver ofskammtar. Í dag er fólk hrætt við að hringja í viðbragðsaðila vegna þess að það er samkvæmt lögum að fremja glæp og getur átt von á að lögreglan mæti. Að afnema refsingar á vímuefnum sem eru til eigin nota bjargar lífum. Mætum fólki með mannúð Fólk sem á við vímuefnavanda að stríða en er ekki tilbúið að hætta að nota vímuefni á að sjálfsögðu að fá greitt aðgengi að meðferð. Edrú módelið hentar sumum en margir munu halda áfram að nota vímuefni en geta samt náð töluverðum bata og aukið lífslíkur með réttri aðstoð. Aðrir munu hætta á eigin forsendum með réttri aðstoð. Í dag er alltof mörgum hent á götuna og engin aðstoð veitt ef þeir falla og nota vímuefni í meðferðinni. Skaðaminnkun snýst um að viðurkenna að fólk mun nota vímuefni hvort sem okkur líkar betur eða verr og refsilöggjöfin er ekki að koma í veg fyrir það. Hugmyndafræði skaðaminnkunar krefst þess að við horfumst í augu við þann veruleika og setjum lög og reglur í samræmi við þann veruleika vegna þess að okkur er annt um fólk og það skiptir okkur máli sem samfélag að koma í veg fyrir dauðsföll. Að koma í veg fyrir skaða. Við gerum það með því að tryggja aðgengi að skaðaminnkandi úrræðum. En fyrst og fremst gerum við það með því að hætta að láta refsikerfið díla við vanda sem er í grunninn félagslegur. Hugmyndafræði skaðaminnkunar neyðir okkur til að horfa á dýpri vandann og þegar við áttum okkur á áföllunum sem liggja að baki vímuefnavandanum þá skiljum við hversu mikil vanþekking og hversu miklir fordómar felast í því að ætla að refsa vímuefnanotendum til hlýðni. Leggjum niður vopnin Lögreglan telur að 40 manns hafi látist aðeins fyrstu þrjá mánuði þessa árs vegna lyfjatengdra andláta. Það eru nánast jafn margir og létust allt árið 2021 og þó voru það óvenju mörg andlát. Þetta er ógnvænleg þróun. Þetta er þróun sem á sér stað þrátt fyrir og jafnvel vegna þeirra bann- og refsistefnu sem viðgengst hefur í alltof mörg ár. Stríðið gegn vímuefnum er stríð gegn fólki, stríð gegn vímuefnanotendum. Afleiðing stríðsins er sú harða refsistefna sem hefur verið við lýði á Íslandi í áratugi. Við sjáum engan árangur af þessari refsistefnu, bara dauðsföll. Hættum að heyja stríð gegn unga fólkinu og jaðarsetta fólkinu í samfélaginu okkar. Setjum orkuna okkar og fjármagn frekar í að draga úr þjáningu. Byggjum upp meðferðarúrræði sem grundvallast á því að vinna úr áföllum og bjóða upp á lausnir sem leysa líkamlega, andlega og félagslega vandann sem skapar fíknina. En fyrst og fremst mætum fólki þar sem það er, með samkennd og skilning og opnum faðm. Það er þannig sem við náum árangri. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Fíkn Alþingi Píratar Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Sjá meira
Fólk hefur frá örófi alda sóst í vímu. Kannski ekki skrítið í ljósi þess að vímuefni vaxa í náttúrunni allt í kring um okkur, í öllum löndum heims. Manneskjan þróaðist samhliða þessum efnum, við erum með móttakara í líkamanum fyrir þeim. Margir vilja meina að notkun efnanna eigi stóran þátt í þróun mannsins og samfélaga okkar. Það er í eðli okkar að sækjast í breytta vitund, að víkka hug okkar og sjá heiminn frá nýju og spennandi sjónarhorni. Þessi löngun er sterk strax frá ungum aldri. Við sjáum það á börnunum okkar þegar þau hringsnúast þar til þau detta í gólfið í hláturskasti. Þessi löngun vex ekkert af okkur. En flest okkar hafa hemil á henni og hún veldur þar af leiðandi engum vanda. Verum raunsæ Þroskaferli ungs fólks er fjölbreytt og mismunandi. Fyrir mörg þá er áhættuhegðun á tímabili eðlilegur þáttur í þessu þroskaferli. Mörg prufa sig áfram með mismunandi efni. Það hefur sýnt sig að bönn og refsingar hafa lítil sem engin áhrif. Þau koma ekki í veg fyrir fikt og þau koma ekki í veg fyrir að fólk þrói með sér vímuefnavanda. Við getum ekki komið í veg fyrir vímuefnanotkun en með réttum aðgerðum getum við dregið úr skaðanum og hættu á dauðsföllum. Tryggjum að ungt fólk sem er að fikta hafi þann möguleika að sannreyna öryggi þeirra efna sem þau ætla að nota. Aðgengileg vímuefnapróf eru mikilvægt skaðaminnkandi úrræði sem bjarga lífum. Tryggjum að notendur ópíóðalyfja hafi greiðan aðgang að mótefninu Naloxone sem er notað gegn ofskömmtun. Best væri að leyfa Naloxone í lausasölu. Tryggjum að fólk þori að hringja í sjúkrabíl ef eitthvað fer úrskeiðis, t.d. ef einhver ofskammtar. Í dag er fólk hrætt við að hringja í viðbragðsaðila vegna þess að það er samkvæmt lögum að fremja glæp og getur átt von á að lögreglan mæti. Að afnema refsingar á vímuefnum sem eru til eigin nota bjargar lífum. Mætum fólki með mannúð Fólk sem á við vímuefnavanda að stríða en er ekki tilbúið að hætta að nota vímuefni á að sjálfsögðu að fá greitt aðgengi að meðferð. Edrú módelið hentar sumum en margir munu halda áfram að nota vímuefni en geta samt náð töluverðum bata og aukið lífslíkur með réttri aðstoð. Aðrir munu hætta á eigin forsendum með réttri aðstoð. Í dag er alltof mörgum hent á götuna og engin aðstoð veitt ef þeir falla og nota vímuefni í meðferðinni. Skaðaminnkun snýst um að viðurkenna að fólk mun nota vímuefni hvort sem okkur líkar betur eða verr og refsilöggjöfin er ekki að koma í veg fyrir það. Hugmyndafræði skaðaminnkunar krefst þess að við horfumst í augu við þann veruleika og setjum lög og reglur í samræmi við þann veruleika vegna þess að okkur er annt um fólk og það skiptir okkur máli sem samfélag að koma í veg fyrir dauðsföll. Að koma í veg fyrir skaða. Við gerum það með því að tryggja aðgengi að skaðaminnkandi úrræðum. En fyrst og fremst gerum við það með því að hætta að láta refsikerfið díla við vanda sem er í grunninn félagslegur. Hugmyndafræði skaðaminnkunar neyðir okkur til að horfa á dýpri vandann og þegar við áttum okkur á áföllunum sem liggja að baki vímuefnavandanum þá skiljum við hversu mikil vanþekking og hversu miklir fordómar felast í því að ætla að refsa vímuefnanotendum til hlýðni. Leggjum niður vopnin Lögreglan telur að 40 manns hafi látist aðeins fyrstu þrjá mánuði þessa árs vegna lyfjatengdra andláta. Það eru nánast jafn margir og létust allt árið 2021 og þó voru það óvenju mörg andlát. Þetta er ógnvænleg þróun. Þetta er þróun sem á sér stað þrátt fyrir og jafnvel vegna þeirra bann- og refsistefnu sem viðgengst hefur í alltof mörg ár. Stríðið gegn vímuefnum er stríð gegn fólki, stríð gegn vímuefnanotendum. Afleiðing stríðsins er sú harða refsistefna sem hefur verið við lýði á Íslandi í áratugi. Við sjáum engan árangur af þessari refsistefnu, bara dauðsföll. Hættum að heyja stríð gegn unga fólkinu og jaðarsetta fólkinu í samfélaginu okkar. Setjum orkuna okkar og fjármagn frekar í að draga úr þjáningu. Byggjum upp meðferðarúrræði sem grundvallast á því að vinna úr áföllum og bjóða upp á lausnir sem leysa líkamlega, andlega og félagslega vandann sem skapar fíknina. En fyrst og fremst mætum fólki þar sem það er, með samkennd og skilning og opnum faðm. Það er þannig sem við náum árangri. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar