Þjarma að heilbrigðisráðherra um skaðaminnkun Árni Sæberg skrifar 1. júní 2023 13:30 Arndís Anna ætlar að þjarma að heilbrigðisráðherra ásamt flokksfélögum sínum í dag. Vísir/Vilhelm Píratar munu krefja heilbrigðisráðherra svara við spurningum um skaðaminnkun, sem snýr að því að mæta vímuefnaneytendum á þeirra forsendum, í sérstakri umræðu um málefnið á þingfundi í dag. Sérstök umræða um skaðaminnkun hefst klukkan 14 á Alþingi í dag. Málshefjandi er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson. Hægt er að fylgjast með umræðunni hér að neðan: Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, flokkssystir Halldóru, segir að Píratar vonist til þess að koma umræðunni um skaðaminnkun aftur af stað, en ákveðin ládeyða hafi verið í henni undanfarið. „Við vonumst til þess að fá svör við ákveðnum spurningum, og auðvitað koma umræðunni aftur af stað. Hún var komin mjög langt fyrir ekki löngu síðan en það virðist hafa komið einhvers konar bakslag eða stöðnun í þessa umræðu, sem við teljum mjög brýna. Þær spurningar sem við munum beina til ráðherra eru til að mynda hvernig ráðherra skilgreinir skaðaminnkun,“ segir hún. Vilja vita við hvað starfshópur starfar Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp um skaðaminnkun og Píratar vilja svör við því hvert hlutverk starfshópsins er nákvæmlega. „Og svo er það mikilvægustu spurningar, hvort ráðherra telji skaðaminnkun geta skilað árangri án afglæpavæðingu neysluskammta,“ segir hún. Willum Þór tók boðað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta af dagskrá þingsins fyrir skömmu. Arndís Anna segir það bagalegt í ljósi þess hversu margir hafa látist vegna ofneyslu fíkniefna síðustu misseri. „Svo væri áhugavert að fá svör við því hvaða árangri þessi bannstefna hefur skilað í þágu einstaklinga sem eiga við fíknivanda að stríða,“ segir Arndís Anna og bætir við að Píratar telji afglæpavæðingu, sem gangi meðal annars út á það að fólk geti leitað sér hjálpar vegna ofskömmtunar án þess að óttast viðurlög, gríðarlega mikilvæga. „Það er þannig að þegar þú ert með neysluskammt á þér þá ertu brotlegur við lög og það er svolítið erfitt að sjá fyrir sér hvernig heilbrigðisráðherra ætlar að tryggja það að fólk fái aðstoð og koma í veg fyrir dauðsföll, sem eru orðin skelfilega algeng,“ segir Arndís Anna. Alþingi Píratar Fíkn Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Hittir æskuvinina bara í svörtum fötum: „Við erum búnir að fara í fleiri jarðarfarir en útskriftir“ Skaðaminnkunarsinni segir þungan anda yfir vímuefnaneytendum og aðstandendum vegna frétta af ofskömmtunum. Sjálfur segist hann aðallega hitta æskuvini sína í jarðarförum þessa dagana. Hann telur aðgerðir sem heilbrigðisráðherra kynnti nýverið sem viðbragð við ópíóðafaraldrinum ekki ganga nógu langt. 12. maí 2023 06:01 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Sérstök umræða um skaðaminnkun hefst klukkan 14 á Alþingi í dag. Málshefjandi er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson. Hægt er að fylgjast með umræðunni hér að neðan: Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, flokkssystir Halldóru, segir að Píratar vonist til þess að koma umræðunni um skaðaminnkun aftur af stað, en ákveðin ládeyða hafi verið í henni undanfarið. „Við vonumst til þess að fá svör við ákveðnum spurningum, og auðvitað koma umræðunni aftur af stað. Hún var komin mjög langt fyrir ekki löngu síðan en það virðist hafa komið einhvers konar bakslag eða stöðnun í þessa umræðu, sem við teljum mjög brýna. Þær spurningar sem við munum beina til ráðherra eru til að mynda hvernig ráðherra skilgreinir skaðaminnkun,“ segir hún. Vilja vita við hvað starfshópur starfar Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp um skaðaminnkun og Píratar vilja svör við því hvert hlutverk starfshópsins er nákvæmlega. „Og svo er það mikilvægustu spurningar, hvort ráðherra telji skaðaminnkun geta skilað árangri án afglæpavæðingu neysluskammta,“ segir hún. Willum Þór tók boðað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta af dagskrá þingsins fyrir skömmu. Arndís Anna segir það bagalegt í ljósi þess hversu margir hafa látist vegna ofneyslu fíkniefna síðustu misseri. „Svo væri áhugavert að fá svör við því hvaða árangri þessi bannstefna hefur skilað í þágu einstaklinga sem eiga við fíknivanda að stríða,“ segir Arndís Anna og bætir við að Píratar telji afglæpavæðingu, sem gangi meðal annars út á það að fólk geti leitað sér hjálpar vegna ofskömmtunar án þess að óttast viðurlög, gríðarlega mikilvæga. „Það er þannig að þegar þú ert með neysluskammt á þér þá ertu brotlegur við lög og það er svolítið erfitt að sjá fyrir sér hvernig heilbrigðisráðherra ætlar að tryggja það að fólk fái aðstoð og koma í veg fyrir dauðsföll, sem eru orðin skelfilega algeng,“ segir Arndís Anna.
Alþingi Píratar Fíkn Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Hittir æskuvinina bara í svörtum fötum: „Við erum búnir að fara í fleiri jarðarfarir en útskriftir“ Skaðaminnkunarsinni segir þungan anda yfir vímuefnaneytendum og aðstandendum vegna frétta af ofskömmtunum. Sjálfur segist hann aðallega hitta æskuvini sína í jarðarförum þessa dagana. Hann telur aðgerðir sem heilbrigðisráðherra kynnti nýverið sem viðbragð við ópíóðafaraldrinum ekki ganga nógu langt. 12. maí 2023 06:01 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Hittir æskuvinina bara í svörtum fötum: „Við erum búnir að fara í fleiri jarðarfarir en útskriftir“ Skaðaminnkunarsinni segir þungan anda yfir vímuefnaneytendum og aðstandendum vegna frétta af ofskömmtunum. Sjálfur segist hann aðallega hitta æskuvini sína í jarðarförum þessa dagana. Hann telur aðgerðir sem heilbrigðisráðherra kynnti nýverið sem viðbragð við ópíóðafaraldrinum ekki ganga nógu langt. 12. maí 2023 06:01