Íbúum tókst ekki að koma í veg fyrir Arnarnesveg Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. júní 2023 08:06 Teiknuð mynd af Arnarnesvegi. Vegagerðin Úrskurðarnefnd um umhverfis og auðlindamál vísaði kærum í tveimur málum vegna Arnarnesvegar í Kópavogi frá. Eigendur fimmtán húsa auk tveggja samtaka höfðu kært framkvæmdina. Það voru samtökin Vinir Kópavogs og Hollvinasamtök Elliðaárdalsins og íbúar í nokkrum húsum í Selja, Sala, Kórahverfi og Bergum sem kærðu ákvörðun Kópavogsbæjar um að samþykkja umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir Arnarnesveg, frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Það er þriðja áfanga framkvæmdarinnar. Úrskurðirnir voru tveir, númer 79 og 140, en málið á rætur til ársins 2003. Töldu kærendur að lögbundið samráð við íbúa hafi ekki verið virt við deiliskipulagið og að athugasemdum hafi ekki verið svarað á fullnægjandi hátt. Þá hafi umhverfismat framkvæmdarinnar ekki staðist þær kröfur sem gera þurfi fyrir stofnbrautir. Svifryk og hljóðmengun Samkvæmt íbúunum mun vegurinn koma til með að skera Vatnsendahverfið í tvennt og breyta ásýnd og notagildi til hins verra. Framkvæmdin muni hafa með sér veruleg neikvæð áhrif á lífríki, umhverfi og útivist og auka svifryksmengun og hljóðmengun. Einnig auka tafir á götum sem taki við umferð af veginum þar sem þær anna nú þegar ekki aukinni umferð. Þá er bent á að vegurinn muni liggja þétt að fyrirhuguðum Vetrargarði í Breiðholti þar sem verður sleðabraut. Eins og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi bent á þurfi að skoða áhrif mengunar á börn sem leika sér nálægt veginum. Kort af veginum sem tekist var á um.Félag íslenskra bifreiðaeigenda Ekki hafi verið gert ráð fyrir þessu í umhverfismatinu, sem sé orðið tveggja áratuga gamalt. Höfuðborgarsvæðið hafi breyst mikið á þessum tíma, svo sem varðandi umferðarþunga. Gögnin uppfærð Kópavogsbær taldi ákvörðunin byggða á faglegri og vandaðri málsmeðferð, ítarlegum gögnum og hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur. Einnig að málsmeðferð Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi hafi verið vönduð og í samræmi við lög og mat á umhverfisáhrifum frá árinu 2003. Framkvæmdaleyfið, sem kært var, hafi byggt á uppfærðum gögnum um umhverfisþætti, svo sem ásýnd, útivist, hljóðvist og menningarminjar. Þá hafi umferðarspá verið uppfærð í tilefni af breytingu gatnamóta Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Hús og gróður á milli Í úrskurði segir að hinn umdeildi vegur muni ekki sjást frá húsum margra kærendanna og að eitt húsið sé í kílómetra fjarlægð frá veginum. Þá séu bæði hús og gróður á milli nefndra eigna kærenda og framkvæmdasvæðisins. „Vegna greindra staðhátta verður að telja að hið kærða framkvæmdaleyfi varði ekki einstaklingsbundna hagsmuni framangreindra kærenda umfram aðra. Eiga þeir því ekki lögvarinna hagsmuna að gæta með tilliti til grenndaráhrifa. Verður kröfum framangreindra kærenda því vísað frá úrskurðarnefndinni,“ segir í úrskurði. Samtökunum var hins vegar veitt aðild en kæru þeirra var hafnað. Bent var á að þegar umhverfismatið var gert hafi legið fyrir umferðarspá 20 ár fram í tímann. Skipulagsstofnun hafi metið uppfærð gögn svo að ekki þyrfti nýtt umhverfismat. „Með vísan til alls þess sem að framan er rekið verður ekki talið að hin kærða ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis fyrir 3. áfanga Arnarnesvegar sé haldin þeim form- eða efnisannmörkum að ógildingu varði og verður kröfu kærenda þar um því hafnað,“ segir í úrskurðinum. Kópavogur Reykjavík Vegagerð Skipulag Tengdar fréttir Óskar í Óskataki sér fram á að vinna fyrir 5,4 milljarða króna Lægsta boð í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð í efri byggðum Kópavogs reyndist 718 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Boðið kom frá verktökunum Óskataki og Háfelli og er upp á 5,4 milljarða króna. 9. maí 2023 20:10 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Það voru samtökin Vinir Kópavogs og Hollvinasamtök Elliðaárdalsins og íbúar í nokkrum húsum í Selja, Sala, Kórahverfi og Bergum sem kærðu ákvörðun Kópavogsbæjar um að samþykkja umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir Arnarnesveg, frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Það er þriðja áfanga framkvæmdarinnar. Úrskurðirnir voru tveir, númer 79 og 140, en málið á rætur til ársins 2003. Töldu kærendur að lögbundið samráð við íbúa hafi ekki verið virt við deiliskipulagið og að athugasemdum hafi ekki verið svarað á fullnægjandi hátt. Þá hafi umhverfismat framkvæmdarinnar ekki staðist þær kröfur sem gera þurfi fyrir stofnbrautir. Svifryk og hljóðmengun Samkvæmt íbúunum mun vegurinn koma til með að skera Vatnsendahverfið í tvennt og breyta ásýnd og notagildi til hins verra. Framkvæmdin muni hafa með sér veruleg neikvæð áhrif á lífríki, umhverfi og útivist og auka svifryksmengun og hljóðmengun. Einnig auka tafir á götum sem taki við umferð af veginum þar sem þær anna nú þegar ekki aukinni umferð. Þá er bent á að vegurinn muni liggja þétt að fyrirhuguðum Vetrargarði í Breiðholti þar sem verður sleðabraut. Eins og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi bent á þurfi að skoða áhrif mengunar á börn sem leika sér nálægt veginum. Kort af veginum sem tekist var á um.Félag íslenskra bifreiðaeigenda Ekki hafi verið gert ráð fyrir þessu í umhverfismatinu, sem sé orðið tveggja áratuga gamalt. Höfuðborgarsvæðið hafi breyst mikið á þessum tíma, svo sem varðandi umferðarþunga. Gögnin uppfærð Kópavogsbær taldi ákvörðunin byggða á faglegri og vandaðri málsmeðferð, ítarlegum gögnum og hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur. Einnig að málsmeðferð Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi hafi verið vönduð og í samræmi við lög og mat á umhverfisáhrifum frá árinu 2003. Framkvæmdaleyfið, sem kært var, hafi byggt á uppfærðum gögnum um umhverfisþætti, svo sem ásýnd, útivist, hljóðvist og menningarminjar. Þá hafi umferðarspá verið uppfærð í tilefni af breytingu gatnamóta Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Hús og gróður á milli Í úrskurði segir að hinn umdeildi vegur muni ekki sjást frá húsum margra kærendanna og að eitt húsið sé í kílómetra fjarlægð frá veginum. Þá séu bæði hús og gróður á milli nefndra eigna kærenda og framkvæmdasvæðisins. „Vegna greindra staðhátta verður að telja að hið kærða framkvæmdaleyfi varði ekki einstaklingsbundna hagsmuni framangreindra kærenda umfram aðra. Eiga þeir því ekki lögvarinna hagsmuna að gæta með tilliti til grenndaráhrifa. Verður kröfum framangreindra kærenda því vísað frá úrskurðarnefndinni,“ segir í úrskurði. Samtökunum var hins vegar veitt aðild en kæru þeirra var hafnað. Bent var á að þegar umhverfismatið var gert hafi legið fyrir umferðarspá 20 ár fram í tímann. Skipulagsstofnun hafi metið uppfærð gögn svo að ekki þyrfti nýtt umhverfismat. „Með vísan til alls þess sem að framan er rekið verður ekki talið að hin kærða ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis fyrir 3. áfanga Arnarnesvegar sé haldin þeim form- eða efnisannmörkum að ógildingu varði og verður kröfu kærenda þar um því hafnað,“ segir í úrskurðinum.
Kópavogur Reykjavík Vegagerð Skipulag Tengdar fréttir Óskar í Óskataki sér fram á að vinna fyrir 5,4 milljarða króna Lægsta boð í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð í efri byggðum Kópavogs reyndist 718 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Boðið kom frá verktökunum Óskataki og Háfelli og er upp á 5,4 milljarða króna. 9. maí 2023 20:10 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Óskar í Óskataki sér fram á að vinna fyrir 5,4 milljarða króna Lægsta boð í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð í efri byggðum Kópavogs reyndist 718 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Boðið kom frá verktökunum Óskataki og Háfelli og er upp á 5,4 milljarða króna. 9. maí 2023 20:10